Fara í efni

Litli-Botn - Deiliskipulag

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 18. október 2023 að auglýsa deiliskipulag fyrir Litla-Botn, nánar tiltekið í norðanverðum Botnsdal, norðan við Litlabotnsveg í Hvalfjarðarsveit, samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagið er innan reita F40 og F41, sem ætlaðir eru fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Á skipulagssvæðinu eru 50 frístundalóðir auk sameiginlegra útivistarsvæða og lands undir vegstæði. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að lóðir skuli að jafnaði vera 0,5-2,0 ha. að stærð.

Deiliskipulagið er í samræmi við skilmála og stefnumörkun í aðalskipulagi og er því sveitarstjórn heimilt að falla frá gerð lýsingar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Svæðið skiptist í tvö aðskilin undirsvæði, auðkennd vestursvæði og austursvæði á uppdrætti. Vestursvæðið, innan reits F40, er 26,0 ha. að stærð og er óbyggt. Austursvæðið, innan reits F41, er 28,5 ha., þar er búið að byggja á tveimur lóðum. Bæði svæðin halla til suðurs, niður í átt að Litlabotnsvegi og Botnsá. Neðri mörk
vestursvæðis eru í um 12 m hæð y.s. en efri mörkin í um 140 m. Austursvæði er lægst í um 20 m hæð y.s. en efri mörk þess í um 130 m. Skipulagssvæðið er innan hverfisverndarsvæðis HV6 samkvæmt aðalskipulagi.
Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 50 lóðum fyrir frístundabyggð, 29 á vestursvæði og 21 á austursvæði. Stærð lóða er frá 3.871 m² til 13.307 m². Aðkoma að deiliskipulagssvæðinu er frá Litlabotnsvegi. Gera þarf nýjan aðkomuveg að vestursvæði, en aðkoma að austursvæði er um núverandi leið að eyðibýlinu Litla-Botni. Gerður er nýr vegur að öllum lóðum.

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit
frá og með 3. maí 2024 til og með 14. júní 2024.

Litli-Botn, deiliskipulag

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is  og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is

Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er 14. júní 2024.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is  eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.

Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar