Fara í efni

Stuðningsfjölskylda

Stuðningsfjölskylda er aðili sem fenginn er á vegum barnaverndarþjónustu eða félagsþjónustu sveitarfélags (ef um fatlað barn er að ræða) fyrst og fremst til að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili í því skyni meðal annars að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af barni og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í uppeldishlutverkinu.

Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021, 85. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 15. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Sótt er um hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Nánari upplýsingar má sjá hér: 

Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda
Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
Barnaverndarlög nr. 80/2002
Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018
Reglur Hvalfjarðarsveitar um stuðningsfjölskyldur