Fara í efni
Hafnarfjall
5 W 2 m/s
Akrafjall
4 E 5 m/s
Þyrill
3 ENE 5 m/s

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskóli Borgarfjarðar er í Borgarnesi.  Í Menntaskóla Borgarfjarðar er lögð áhersla á að efla sjálfstæði, frumkvæði og skapandi hugsun meðal nemenda. Áhersla er lögð á sjálfstraust og sjálfstæði í vinnubrögðum. Skólinn hvetur nemendur til að setja sér sín eigin markmið með náminu. Lögð áhersla á færni og kunnáttu nemenda á fjölbreyttum sviðum. Nemendur eru þjálfaðir í þekkingarleit. Áhersla er á að efla nemendur sem einstaklinga og námsmenn þannig að þeir verði færari um að takast á við verkefni við krefjandi aðstæður. Einnig er lögð áhersla á að með auknu sjálfstæði nemenda og færni verði stuðlað að sem mestum framförum nemandans. Skólinn hvetur nemendur til góðrar ástundunar, vandaðra vinnubragða, virkni í námi og félagslífi.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Menntaskóla Borgarfjarðar á heimasíðu þeirra.