Fara í efni

Skipulagsmál

 

Í Hvalfjarðarsveit i er starfandi umhverfis- og skipulagsfulltrúi sem er yfirmaður skipulagsmála í Hvalfjarðarsveit.
Hlutverk hans er að veita íbúum, sveitarstjórnarfulltrúum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulagsmál. 

Um skipulagsmál fer samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006
Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt.
Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar erJökull Helgason og veitir hann jafnframt nánari upplýsingar bæði í tölvupósti skipulag@hvalfjardarsveit.is og í síma 433-8500 á símatíma frá 10 til 12 frá mánudegi til fimmtudags.  

Umhverfis- skipulag og nátturuverndarnefnd er sveitarsjórn til ráðgjafar í þessum málaflokki.

USN nefnd

Fundargerðir USN nefndar