Fara í efni

Atvinna með stuðningi

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir segir að veita skuli fólki með fötlun aðstoð til að sinna störfum á almennum vinnumarkaði þegar þess gerist þörf. Skal það gert með sérstakri liðveislu á vinnustað, svo og fræðslu og leiðbeiningum til annars starfsfólks. Eins skal veita fólki með fötlun starfsþjálfun í almennum fyrirtækjum eða stofnunum þar sem því verður við komið. Í þeim tilvikum skal gera sérstakan samning þar sem m.a. er kveðið á um þjálfunartímabil og greiðslu kostnaðar. Er það gert í samvinnu við atvinnurekanda og Tryggingarstofnum ríkisins. 

Fatlaðir með lögheimili  í Hvalfjarðarsveit hafa rétt á að sækja um þjónustuna. Hægt er að óska eftir viðtali við félagsmálastjóra með því að hafa samband við skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500.

Eftir móttöku umsóknar er umsækjandi boðaður í viðtal hjá umsjónarmanni atvinnu með stuðningi. Í framhaldi af því er umsóknin tekin fyrir á teymisfundi sem afgreiðir umsóknina. Skriflegt svar sendist umsækjanda að afgreiðslu lokinni.

Nánari upplýsingar um atvinnu með stuðningi veitir Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar bæði í tölvupósti og í síma 433 1720