Fara í efni

Liðveisla

Markmið með liðveislu er að efla fólk til sjálfstæðis, allt eftir getu hvers og eins. Með liðveislu er leitast við að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun til dæmis til þess að njóta menningarlífs, félagslífs og tómstunda ásamt því að auka félagsfærni viðkomandi.

 Liðveisla

Í lögum um málefni fatlaðra segir að sveitarfélög skulu eftir föngum gefa fötluðu fólki kost á liðveislu. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. 

Einstaklingar með lögheimili Í Hvalfjarðarsveit geta sótt um persónulegan ráðgjafa. skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsóknin skal rituð á sérstakt umsóknareyðublað þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og ástæðu umsóknar. Umsókn er skilað á skrifstofu sveitarfélagsins að Innrimel 3.

Nánari upplýsingar um liðveislu veitir félagsmálastjóri, bæði í tölvupósti og í síma 433-8500.

Vinun ráðgjafar- og þjónustumiðstöð. 

Sjónarhóll fyrir sérstök börn til betra lífs.

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga