Fara í efni

Húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur
Húsnæðisbætur eru veittar samkvæmt lögum númer 75/2016. Sótt er um húsnæðisbætur á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Sérstakur húsnæðisstuðningur:
Stuðningurinn er ætlaður einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa félagslega aðstoð til að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og- /eða annarra félagslegra erfiðleika. Úthlutað er samkvæmt reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. 
Greiðsla sérstaka húsnæðisbóta fer í gegnum félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 - 17 ára barna
Húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15 - 17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili er veittur án tillits til húsnæðisbóta og án þess að fram fari mat á tekjum og eignum. Úthlutað er samkvæmt reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Hér má finna umsókn um húsnæðisstuðning vegna 15 - 17 ára.

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning í Hvalfjarðarsveit
Lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016

Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri bæði í tölvupósti og í síma 433 8500