Fara í efni

Flokkunarleiðbeiningar

Árið 2023 áttu sér stað umfangsmiklar breytingar á lagaumhverfi í úrgangsmálum. Þessar breytingar kalla á aukna flokkun úrgangs, meiri endurnýtingu og endurvinnslu sem og hringrásarhugsun þegar kemur að nýtingu auðlinda þar sem markmiðið er að lágmarka sóun og koma í veg fyrir myndun úrgangs. Þessi lög eru oeft kölluð einu nafni hringrásarlögin: https://urgangur.is/ny-log-i-urgangsmalum-taka-gildi-2023-hvad-mun-breytast/.

Markmiðið er einnig að samræma og einfalda kerfið um allt land. Við heimili og vinnustaði á að flokka í pappír, plast, matarleifar og svo blandaðan úrgang. Textíl, málmum, gleri og spilliefnum skal safnað með öðrum hætti, t.d. á grenndarstöðvum. Bannað verður að urða eða brenna því sem er flokkað enda er markmiðið að koma því til endurnýtingar eða endurvinnslu.

Sveitarfélögin sjá um að innleiða nýtt fyrirkomulag, útvega flokkunarílát og útfæra söfnun. Í Hvalfjarðarsveit var farin sú leið að bæta við úrgangsíláti undir plast, svo nú er flokkað í fjóra flokka við húsvegg á öllum heimilum í sveitarfélaginu. Jafnframt hefur verið komið upp grenndarstöð (flokkunareiningu) við Melahverfi þar sem hægt er að losa sig við málma, gler og textíl. Sambærileg stöð verður sett við Miðgarð um mitt ár 2024. Verkefnið er flókið, viðamikið og kostnaðarsamt og mun það taka sveitarfélögin þó nokkurn tíma að ná markmiðum laganna. Auk þess er útboð framundan hjá Hvalfjarðarsveit, sem mun hafa áhrif á málaflokkinn næstu misserin.

Flokkunartafla-blandaður úrgangur
Flokkunartafla-gler-málmur-texti
Flokkunartafla-matarleifar
Flokkunartafla-pappír-pappi
Flokkunartafla-plast