Fara í efni

Tónlistarskóli

Hvalfjarðarsveit tekur þátt í rekstri Tónlistarskólans á Akranesi, þar sem nemendur úr sveitarfélaginu geta sótt nám.

Hlutverk Tónlistarskólans á Akranesi er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Áhersla skal lögð á að skólinn þjóni öllum þeim sem eftir tónlistarnámi sækjast án tillits til aldurs, ennfremur ber skólanum að taka tillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska. Tónlistarskólinn á Akranesi býr við góðan aðbúnað til kennslu að Dalbraut 1 og býður upp á fjölbreytileika í skólastarfinu. 

Meginmarkmið

  • Að stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist, ásamt því að hlusta á og njóta hennar.
  • Að stuðla að auknu tónlistarlífi í bænum i samvinnu við aðrar mennta- og menningarstofnanir.
  • Að skólinn eigi á að skipa áhugasömu og hæfu starfsfólki.
  • Að eiga gott samstarf við foreldra / forráðamenn nemenda.
  • Að leggja áherslu á hagkvæmni í rekstri.

Heimasíða Tónlistarskólans á Akranesi
Facebooksíða Tónlistarskólans á Akranesi