Fara í efni

Íþróttir og tómstundarmál

Í Hvalfjarðarsveit er íþróttamiðstöðin Heiðarborg, sjá nánari upplýsingar og opnunartíma hér Íþróttamiðstöðin Heiðarborg | Hvalfjarðarsveit (hvalfjardarsveit.is) Á Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, er sundlaug opin yfir sumartímann, sjá nánari upplýsingar hér Sundlaugin að Hlöðum | Hvalfjarðarsveit (hvalfjardarsveit.is).

Í Hvalfjarðarsveit eru starfrækt tvö ungmenna- og íþróttafélög, Þrestir og Vísir.

Hvalfjarðarsveit er með samstarfssamning við Íþróttabandalag Akraness og styður með honum við öflugt íþrótta-, forvarna- og félagsstarf sem fram fer innan íþróttabandalagsins, hjá aðildarfélögum þess, fyrir samfélagið í Hvalfjarðarsveit. Samningurinn tryggir að íbúar Hvalfjarðarsveitar eigi kost á að stunda hvers kyns starf sem fram fer innan íþróttabandalagsins og aðildarfélaga þess, hvort sem um er að ræða íþrótta-, forvarna-, félagsstarf eða annað.