Fara í efni

Umsókn um samnýtingu á sorpílátum

Samnýting íláta:

Umráðafólk tveggja eða fleiri fasteigna á samliggjandi lóðum, eða fjölbýlishúsa, getur lagt inn skriflega umsókn til sveitarfélagsins um samnýtingu á sorptunnum/ílátum milli fasteigna. Þannig geta íbúar á aðliggjandi lóðum sótt um samnýtingu á sorptunnum. Forsendur þess eru að allar sorptunnur hlutaðeigandi fasteigna séu staðsettar á sama stað og að staðsetning þeirra valdi ekki grenndaráhrifum gagnvart eigendum annarra fasteigna í næsta nágrenni. Sjá nánar í reglum Hvalfjarðarsveitar um samnýtingu á sorpílátum.

Umsókn um samnýtingu á sorpílátum:
Sækja þarf um breytinguna fyrir 1. apríl 2024 en nýtt gjald verður ekki innheimt fyrir en samhliða fasteignaskatti á árinu 2025.

Með umsókn þarf að fylgja

  • Undirritað samþykki eigenda umræddra fasteigna
  • Nákvæm staðsetning íláta á loftmynd og á ljósmynd
  • Undirritað samþykki næstu nágranna þar sem það á við vegna mögulegra grenndaráhrifa
  • Upplýsingar um með hvaða hætti gengið verður frá ílátum svo tryggt sé að ekki stafi af þeim fokhætta.