Fara í efni

Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili

 StarfsemiHöfði, hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði er hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Íbúar eru 74, þar af 60 í hjúkrunarrýmum, 9 í dvalarrýmum 1 skammtímarými (tímabundin dvöl), auk þess sem Höfði rekur 4 biðrými í tengslum við Landspítalann. Þá er aðstaða fyrir 25 manns í dagdvöl, auk heimilisfólks.

Tímabundin dvöl á Höfða
Um er að ræða tímabundna dvöl aldraðra á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Tímabundin dvöl er í 2 vikur og útskrifast einstaklingur aftur heim til sín. Markmiðið með dvölinni er að gera fólki kleift að búa áfram á eigin heimili og er liður í að viðhalda lífsgæðum einstaklings sem og stuðningur og ráðgjöf við aðstandendur.

Áhersla er lögð á styrkingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta.

Á meðan á dvöl stendur nýtur hvíldargestur allrar almennrar þjónustu sem Höfði hefur upp á að bjóða ásamt því að taka þátt í félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.
Hægt er að sækja um tímabundna dvöl með því að fylla út eyðublað á vef Landlæknis.

Dagdvöl
Heimild er fyrir 25 manns í dagdvöl auk heimilisfólks.  Einstaklingar geta fengið dagdvöl frá einum til fimm daga í viku. Fólki er ekið heiman og heim. Upplýsingar og umsóknir um dagdvöl á Höfða, sími 433-4313.

Heimasíða Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis