Færni- og heilsumat
Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu auk læknabréfa frá læknum viðkomandi, eftir því sem við á. Einnig er gert færni- og heilsumat fyrir tímabundna dvöl í hjúkrunarrými.
Umsóknir má finna á vef landlæknis:
- Umsókn um færni- og heilsumat fyrir búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum
- Umsókn um tímabundna dvöl (hvíldarinnlögn) í hjúkrunarrými
Umsókn um færni- og heilsumat á Vesturlandi þarf að berast til Færni- og heilsumatsnefndar Vesturlands en nefndin er með aðsetur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands að Borgarbraut 65 í Borgarnesi. Færni- og heilsumat er einungis framkvæmt ef einstaklingur er þegar tilbúinn til búsetu á öldrunarheimili og öll félagsleg þjónusta og heimahjúkrun til dvalar í heimahúsi hafi verið reynd, þar með talið mat á heilsufari og endurhæfing eftir því sem við á.
Starfsmaður færni- og heilsumatsnefndar Vesturlands er Erla Katrín Kjartansdóttir, sjúkraliði og er hún með aðsetur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi. Hægt er að ná í Erlu Katrínu í síma 432 1430 og eru símatímar á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 - 16:00.