Fara í efni

Hlaðir félagsheimili

Hernámssetrið að Hlöðum.

Hernámssetrið að Hlöðum er rólegur og fallegur staður við norðanverðan Hvalfjörð, um 45 mín akstur frá Reykjavík  og 20 mín akstur frá Akranesi. Félagsheimilið Hlaðir

Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld.

Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum.

Hernámssetrið rekur sögu hersetunnar og skipalestanna, sem lögðu upp í langa og erfiða siglingu frá bækistöðinni í Hvalfirði, og gefur innlendum og erlendum ferðamönnum kost á að kynna sér þessa sögu og arfleifð hennar.

Hernámssetrið að Hlöðum er með góðum veislusal/danssal sem tekur allt að 150 manns í sæti og hentar vel fyrir árshátíðir, veislur, ættarmót, fyrirtækjadaga, fundi, ráðstefnur, leiksýningar, tónlistarviðburði, handverksmarkaði, fyrirlestra, kynningar, og margt fleira. 

Salurinn er með stóru sviði og tjöldum, fallegum bar og rúmgóðu eldhúsi sem er vel tækjum búið. Félagsheimilið er leigt út allt árið.

Tjaldsvæði að Hlöðum

Að Hlöðum er stórt tjaldstæði fyrir tjöld, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. 

Annað

Margir þekktir staðir eru í nágrenninu svo sem Glymur í Botnsá, Harðarhólmi, Geirshólmi, Hallgrímskirkja í Saurbæ, Hallgrímssteinn, Vatnaskógur, Hvalstöðin og gönguleiðirnar um Síldarmannagötur og Leggjarbrjót. Stutt er í veiði, golf, kirkju og  hótel.

 Upplýsingar fást hjá staðarhaldara:

Guðjóni Sigmundssyni síma: 660 8585

Félagsheimilið Hlaðir sími: 433 8877

 

Heimasíða: warandpeace.is  - Netfang: warandpeace.is/tjaldsvaedi/