Fara í efni

Byggingamál

 

Í Hvalfjarðarsveit er starfandi byggingarfulltrúi sem er yfirmaður byggingarmála í Hvalfjarðarsveit.
Hlutverk hans er að veita íbúum sveitarfélagsins,  sveitarstjórnarfulltrúum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um byggingarmál.

Á skrifstofu  byggingarfulltrúa er móttaka umsókna byggingar-, stöðu- og framkvæmdaleyfa, móttaka og skráning séruppdrátta.
Á skrifstofunni fer einnig fram framkvæmd áfangaúttekta, fokheldisúttekta, stöðuúttekta, öryggisúttekta og lokaúttekta auk skráninga í Þjóðskrá Íslands og staðfesting eignaskiptayfirlýsinga.
Einnig eru þar gerðar umsagnir vegna rekstrarleyfa og að lokum er reynt af allra bestu getu að leiðbeina og veita upplýsingar um það sem tengist byggingarmálum.  Umsóknarferli fer fram rafrænt í gegnum Íbúagátt.

Byggingarfulltrúi er Arnar Skjaldarson  og veitir hann  jafnframt nánari upplýsingar bæði í tölvupósti og í síma 433-8500 á símatíma frá 10 til 12 frá mánudegi til fimmtudags. 

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd er sveitarstjórn til ráðgjafar í þessum málaflokki.