Fara í efni
Hafnarfjall
5 S 10 m/s
Akrafjall
5 SSE 1 m/s
Þyrill
6 SSE 14 m/s

Félags- og velferðarmál

Félags- og velferðarmál.

Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar sinnir því hlutverki að veita íbúum sveitarfélagsins þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Aðstoð og þjónusta skal vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf. Félagsþjónusta sveitarfélaga heyrir undir velferðarráðuneytið sem hefur eftirlit með því að sveitarfélögin veiti lögbundna þjónustu.

Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það m.a. gert með því að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti og tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna. Þá ber að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi. Gripið er til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Við framkvæmd félagsþjónustunnar ber að hvetja einstaklinga til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og styrkja til sjálfshjálpar.

Félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar  veitir nánari upplýsingar bæði í tölvupósti felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is og í síma 433-8500.
Efni síðunnar
Uppfært14. október 2020