Fara í efni

Úrgangsmál

Umhverfisvernd og ábyrg umgengni um náttúruna eru mikilvægustu atriðin sem varða okkur í nútíð og framtíð. Flokkun sorps og rétt meðhöndlun þess er mikilvægur þáttur í að tryggja lífskjör til frambúðar. Almenn sorphirða, leiga, sala og losun sorpíláta og gáma og söfnun úrgangs til endurvinnslu eru í umsjón Íslenska gámafélagsins ehf.

 Hægt er að sækja um sorpílát hjá Hvalfjarðarsveit með því að fylla út  eyðublað hér fyrir neðan.

Umsókn um sorpílát

Sorphirðudagatal 2023

Gámastæði í Hvalfjarðarsveit fyrir almennan úrgang og endurvinnanlegan úrgang  
Eru í nágrenni frístundasvæða með yfir 20 bústöðum; Eyrarskógi/Hrísabrekku, Kambshól, Kalastöðum, Bjarteyjarsandi, Ölver, Þórisstöðum, Svarfhólsskógi.  Einnig eru gámar við Botnsskála og í Melahverfi.  Gámar eru losaðir vikulega á sumrin og á 2 vikna fresti á veturna.

Endurvinnslustöðin Gáma
Terra sér um rekstur endurvinnslustöðvar Gámu að Höfðaseli 16. Símanúmer Gámu er 435-0000 og er opnunartími alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum frá kl. 10-14.  Eigendur lögheimila geta nálgast klippikort  fyrir endurvinnslustöðina á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3.   Hver lögheimiliseigandi getur fengið afhent eitt kort árlega sem veitir handhafanum rétt til endurgjaldslausrar afhendingar á allt að 3 m3 af heimilisúrgangi í sorpmóttökustöðinni Gámu. Vekjum athygli á því að söfnun nytjahluta fyrir nytjamarkaðinn Búkollu er í Gámu.

Endurvinnsla á flöskum og dósum
Í Fjöliðjunni á Akranesi er boðið er upp á verndaða vinnu og endurhæfingu fyrir þá sem þess þurfa og leita eftir þjónustu. Fjölbreytt vinna fer þar fram og starfsfólkið tekst á við mörg ólík verkefni. Til að mynda fer þar fram endurvinnsla dósa og telja starfsmenn Fjöliðjunnar umbúðirnar. Á hverju ári tekur starfsfólk Fjöliðjunnar á móti og telur á þriðju milljón umbúða. Fjöliðjan er staðsett á Smiðjuvöllum 9 og er hún opin alla virka daga frá kl. 8:00-11:45 og frá kl: 13:00-15:45.