Fara í efni

Endurhæfingarhúsið Hver

Endurhæfingarhúsið HVER

Endurhæfingarhúsið Hver er ætlað fyrir öryrkja og einstaklinga sem hafa misst vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla. Einstaklingur sem sækir Hver fer í gegnum markmiðssetningu í upphafi. Þar setur hann sér markmið í samvinnu við forstöðumann/iðjuþjálfa og farið er í gegnum hvernig viðkomandi einstaklingur getur nýtt sér þau tilboð sem eru í Hver. Það getur verið að:

  • Brjóta félagslega einangrun
  • Vera innan um annað fólk
  • Kynnast öðru fólki
  • Auka virkni
  • Auka færni sína við dagleg störf
  • Vera virkur í samfélaginu
  • Komast út á vinnumarkaðinn
  • Komast í nám
  • Annað

Einstaklingar geta mætt á staðinn og gengið í ákveðin verkefni eða hlutverk að eigin ósk t.d. tómstundaiðkun, tölvuverkefni, lesið blöðin, fengið sér kaffi o.fl. Endurhæfingarhúsið Hver er staðsett á Suðurgötu 57, 3. hæð, við Akratorg. Opið er mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9 - 15:30 og föstudaga frá kl. 10-14. 

Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður  Endurhæfingarhússins HVER, Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir bæði í tölvupósti á netfangið thelma.hrund.sigurbjornsdottir@akranes.is og í síma 431 2040.