Fara í efni

Þjónusta við eldri borgara

Markmið laga um málefni aldraða er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. 

Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.

Þjónusta við eldri borgara er hluti af fjölskyldusviði Hvalfjarðarsveitar og hefur frístunda - og menningarfulltrúi umsjón með daglegum rekstri félagslegrar heimaþjónustu, heimsendingu matar, félags- og tómstundastarfi aldraðra.  Frístunda - og menningarfulltrúi  sinnir almennt uppbyggingu og þróun málaflokksins, fræðslustarfi og kynningu á þjónustu við eldri borgara.

Nánari upplýsingar gefur frístunda - og menningarfulltrúi, bæði í tölvupósti og í síma 433 8500.

 

 

Efni síðunnar
Uppfært14. febrúar 2023