Fara í efni
Hafnarfjall
5 W 2 m/s
Akrafjall
4 E 5 m/s
Þyrill
3 ENE 5 m/s

Fjölbrautarskóli Vesturlands

Fjölbrautarskóli Vesturlands er á Akranesi. FVA býður upp á nám til stúdentsprófs á þremur brautum auk afreksíþróttasviðs. Einnig er boðið upp á fjölbreytt nám til starfsréttinda, m.a í húsasmíði, húsgagnasmíði, rafvirkjun, grunndeild rafeindavirkjunar, vélvirkjun, grunndeild bíliðngreina og á sjúkraliðabraut. Hægt er að stunda nám til stúdentsprófs samhliða öllu starfsréttindanámi. Þeim sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í stúdentsnám eða starfsréttindanám býðst undirbúningsnám á brautabrú. FVA kemur til móts við ólíka getu, þarfir og áhuga nemenda. Skólinn byggir á hefð sem leggur áherslu á að allir séu velkomnir, fái viðfangsefni við hæfi, vinni vel og nái góðum árangri. Skólinn býr nemendur undir nám við allar deildir háskóla. Nemendum FVA hefur vegnað mjög vel í áframhaldandi námi á háskólastigi. 

Við skólann er starfrækt öflugt nemendafélag, NFFA. Vel er tekið á móti nýjum nemendum, m.a. með nýnemadegi og kynningarviku. 

Nánari upplýsingar um Fjölbrautarskóla Vesturlands má finna á heimasíðu og á facebooksíðu skólans