Fara í efni
Hafnarfjall
8 SE 8 m/s
Akrafjall
8 ESE 11 m/s
Þyrill
7 ESE 12 m/s

Fjölbrautarskóli Vesturlands

Fjölbrautarskóli Vesturlands er staðsettur á Akranesi.

Fjölbrautarskóli Vesturlands

Skólinn býður upp á nám til stúdentsprófs og fjölbreytt nám til starfsréttinda, meðal annars í húsasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun og á sjúkraliðabraut. Hægt er að stunda nám til stúdentsprófs samhliða öllu starfsnámi. Þeir sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í stúdentsnám eða starfsnám býðst árs undirbúningsnám á almennri braut. Skólinn kemur til móts við ólíka getu, þarfir og áhuga. Hann byggir á skólahefð sem hefur reynst vel í langan tíma og leggur áherslu á að allir séu velkomnir, fái viðfangsefni við hæfi, vinni vel og nái góðum árangri. Hann býr nemendur vel undir nám við allar deildir háskóla og nemendum hans hefur vegnað sérlega vel í áframhaldandi námi á háskólastigi.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands býður nemendum góða aðstöðu til náms og félagsstarfa:

  • Vingjarnlegt viðmót, persónuleg samskipti.
  • Öflug námsráðgjöf.
  • Hver nemandi hittir umsjónarkennara sinn vikulega.
  • Gott bókasafn og góð vinnuaðstaða.
  • Greiður aðgangur að tölvum og þráðlaust net fyrir fartölvur um allan skólann.
  • Hægt er að samþætta nám í skólanum íþróttaæfingum og námi í tónlistarskóla.
  • Mötuneyti er öllum opið og heimavist rúmar 64 nemendur.

Nemendafélag skólans, NFFA, heldur uppi mjög fjölbreyttu og kraftmiklu félagslífi: Leiklist, tónlist, klúbbar, íþróttir, ferðir, dansleikir, kaffihúsakvöld og árshátíð.

Skólameistari er Ágústa Elín Ingþórsdóttir og hefur hún yfirumsjón með starfsemi skólans, húsum hans, munum og rekstri öllum. Hún ber ábyrgð á að öll starfsemi skólans sé í samræmi við lög, reglugerðir og námskrár á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar um Fjölbrautarskóla Vesturlands má finna á heimasíðu og á facebooksíðu skólans