Félagsstarf eldri borgara
Fjölbreytt félagsstarf er fyrir 60 ára og eldri, fer fram tvisvar sinnum í mánuði frá september fram í maí í félagsheimilinu Miðgarði. Þorrablót og vorferð eru árlegir viðburðir í félagsstarfinu.
Umsjón með opnu húsi hafa Sigrún Sólmundardóttir og Ingibjörg Eyja Erlingsdóttir.
Vatnsleikfimi fyrir 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit er í Heiðarborg tvisvar sinnum í viku yfir vetrartímann.
Í boði er að kaupa hádegismat þá daga í Heiðarskóla. Skráning í mat er á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500.
Umsjón með félagsstarfi eldri borgara hefur frístunda- og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Ása Líndal Hinriksdóttir, fristund@hvalfjardarsveit.is