Fara í efni

Umsókn um sorpílát

Úrgangur frá íbúðarhúsnæði skal flokkaður í 7 flokka: plast, pappír, lífúrgangur, málmar, gler, textíll og almennur (óflokkaður) úrgangur. Grunneining íláta við húsvegg samanstendur af 4 tunnum fyrir eftirfarandi úrgangsflokka: plast, pappír, lífúrgang og almennan (óflokkaðan) úrgang. Mótttökustöð fyrir gler, málma og textíl er við Melahverfi og síðar á árinu 2024 bætist við önnur slík við Miðgarð. Umframmagn af plasti, pappír og heimilisúrgangi er hægt að setja í gáma við Melahverfi.

Grunneining íláta í Hvalfjarðarsveit er sem hér segir:
240 lítra tunna fyrir almennan/óflokkaðan úrgang
240 lítra tunna fyrir plastefni
240 lítra tunna fyrir pappír og pappa í Melahverfi og í Krosslandi
660 lítra ker undir pappír og pappa í dreifbýli
240 lítra tunna undir lífúrgang

Þessi ílát geta eigendur nýbyggðra fasteigna fengið afhent á byggingarstigi 2. Ef ílát skemmist, fýkur eða tapast er hægt að panta nýtt ílát en þá verður innheimtur raunkostnaður skv. reikningi frá verktaka. Tunnugjald og útkeyrslugjald greiðist ef skipt er milli stærða og einnig er innheimt umslýslugjald (breytingargjald) í hvert sinn sem óskað er breytinga. Sjá nánar í gjaldskrá.

UMSÓKN UM SORPÍLÁTUpplýsingar
TEGUND ÍLÁTS