Fara í efni

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000 er Hvalfjarðarsveit skylt að sjá um rekstur slökkviliðs. Búnaður slökkviliðsins skal taka mið af þeim áhættum sem fyrirfinnast í sveitarfélaginu hverju sinni.

Markmið slökkviliðsins er eftirfarandi, að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og viðbúnað við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi. Eldvarnareftirlit er því mikilvægur þáttur í starfsemi slökkviliðsins, sem meðal annars felur í sér fræðslu til almennings, fyrirtækja og stofnanna í sveitarfélaginu.

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar er skipað 30 liðsmönnum. Starfssvæði slökkviliðsins nær frá minni Borgarfjarðarbrúar og að botni Hvalfjarðar. Slökkviliðið hefur aðsetur á Kalmansvöllum 2, Akranesi. Tveir starfmenn eru í fullu starfi hjá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Slökkviliðsstjóri Jens Heiðar Ragnarsson sími: 854-1277 netfang: jens.heidar.ragnarsson@akranes.is
Eldvarnareftirlit Sigurður Þór Elísson sími: 895-9460 netfang: sigurdurte@akranes.is

Hægt er að hafa samband við slökkvistöð á netfangið sah@akranes.is, beint símanúmer á slökkviliðsstöðinni er 854-1277 og vaktnúmer slökkviliðs er 894-2960.

Ef óska þarf eftir aðstoð slökkviliðs skal ávallt hringja í 112.

Brunavarnaáætlun slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2022-2026