Fara í efni
Hafnarfjall
2 NE 9 m/s
Akrafjall
4 NNE 11 m/s
Þyrill
3 E 9 m/s

Áhugaverðir staðir

 

Í Hvalfjarðarsveit er fjöldi áhugaverðra staða. Þar er um að ræða staði sem tengjast sagnfræði, ýmsar náttúrperlur, staði semmynd tengjast óvenjulegri  atvinnusögu svæðisins og eins eru kunnir staðir og kennileiti vegna þess að skáld og rithöfundar hafa fundið þeim stað í verkum sínum. Á vefsíðunni West.is er hægt að finna nánari upplýsingar um marga þessa staði.

 • Álfholtsskógur Upphafið er á árum ungmennafélaganna, en þá var hópur ungs fólks í Skilmannahreppi, sem hafði mikinn áhuga á að rækta skóg og fengu til þess landskika sem er rétt vestan við Fannahlíð. Með tímanum hefur skógræktarlandið verið stækkað og er nú um 75 ha.
 • Brúin yfir Bláskeggsá er fyrsta steinsteypta brúin utan Reykjavíkur, byggð 1907. Hún var nýlega endurbyggð í upphaflegri mynd og er einungis ætluð fyrir fótgangandi og ríðandi umferð. Brúin er friðlýst.
 • Fossinn Glymur  er í Botnsdal, innist í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Gönguferð að fossinum Glym tekur á bilinu 3-4 klukkustundir.
 • Geirshólmi en þar höfðust við Hólmverjar, vel á annað hundrað manns, ræningjalið undir forystu Harðar Grímkelssonar en sagt er frá þeim köppum í Harðar sögu Hólmverja. Davíð Stefánsson orti ástar og örlagakvæðið "Helga Jarlsdóttir" um undankomu Helgu, konu Harðar, úr Geirshólma nóttina eftir að maður hennar og hans menn voru drepnir.
 • Grunnafjörður Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 og er svæðið friðland. Tilgangur friðlýsingarinnar var að vernda landslag og lífríki svæðisins, sér í lagi fuglalíf sem er mjög auðugt. UST.is
 • Innri  Hólmur er stórbýli, kirkjustaður og fornt höfuðból, skammt frá gangamunna Hvalfjarðarganga. Þar bjó fyrstur Þormóður Bresason er nam Akranes ásamt bróður sínum. Þeir bræður voru kristnir og talið að þeir hafi haft með sér presta eða munka til Íslands. Segir í Landnámu um Innra-Hólma að þar hafi verið reist kirkja nokkuð löngu fyrir kristnitöku.
 • Leirá er fornt höfðingjasetur og kirkjustaður. Það bjó Magnús Stephensen landshöfðingi og sagan segir að hann hafi tekið þá jörð fram yfir Bessastaði. Magnús var áhugamaður um allar framfarir og meðal annars rak hann prentsmiðju á Leira, þá einu á landinu á þeim tíma. Einnig bjó Jón Thoroddsen sýslumaður á Leirá en hann skrifaði fyrstu íslensku skáldsöguna "Pilt og stúlku" á þeim tíma.
 • Reynisrétt er hlaðin fjárrétt undir Akrafjalli. Ekki er vitað hvað þar hefur verið réttað lengi en til eru heimildir um fjárréttir þar frá 1856. Réttin var hlaðin uppá nýtt á árunum 1994 til 1995 af Sigurði Brynjólfssyni frá Gerði.
 • Saurbær er kirkjustaður á Hvalfjarðarstönd. Þar stendur kirkja tileinkuð minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar sem þar bjó og talið er þar hafi hann ort Passíusálmana en þeir hafa verið prentaðir oftar en nokkur önnur bók hér á landi.
 • Síldarmannagötur er vinsæl gönguleið úr Hvalfirði yfir í Skorradal. Örnefnið „Síldarmannagötur“ er talið hafa orðið til í tengslum við nytjar Borgfirðinga og annarra sem fóru um heiðina í Hvalfjörð til að veiða og nytja síld, þegar síldarhlaup komu í Hvalfjörð
 • Þyrill er fjall austarlega í Hvalfirði. Það er 388 metra hátt og nafnið tilkomið af sviptivindum við fjallið. Þar hafa fundist sjaldgæfir geislasteinar. Þyrill kemur við sögu í Harðarsögu og Hólmverja.