Fara í efni

Veitur

 Í Hvalfjarðarsveit er hitaveita á flestum svæðum sveitarfélagsins.
Orkuveita Reykjavíkur selur heitt vatn í þéttbýlinu í Melahverfi og á lagnaleið hitaveitu þess niður á Akranes.
Á Hvalfjarðarströnd og í Svínadal er rekin hitaveita á vegum Hitaveitufélags Hvalfjarðar.
Einnig er hitaveita á vegum sveitarfélagsins í Heiðarskóla og Heiðarborg ásamt íbúðum í nágrenninu.
Frekari upplýsingar um hitaveitu má sjá hér.

Vatnsveita er á vegum sveitarfélagsins í þéttbýlinu í Melahverfi og Hlíðarbæ, en Orkuveita Reykjavíkur selur kalt vatn í Krosslandi.
Aðrar upplýsingar um vatnsmál í sveitarfélaginu má sjá hér.

Rafveita í sveitarfélaginu er á vegum Orkusölunnar og dreifing á vegum Rarik.

Fráveita og rotþrær. Sveitarfélagið hefur umsjón með tæmingu rotþróa í sveitarfélaginu og veitir styrki til kaupa á nýjum rotþróm við íbúðarhús samkvæmt reglum sem sveitarstjórn hefur sett.
Allar upplýsingar um fráveitu og rotþrær í sveitarfélaginu má sjá hér.

Ljósleiðari er í sveitarfélaginu, sem sveitarfélagið á og rekur.
Upplýsingar um ljósleiðarann má finna hér.