Fara í efni

Sérhæfð aðstoð

Auk félagslegrar ráðgjafar veitir félagsþjónustan sérhæfða ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra, m.a. í formi stuðningsviðtala og ráðgjafar til fólks úti í þjóðfélaginu sem starfar með fötluðu fólki. Hjá deildinni getur fólk m.a. fengið upplýsingar um rétt sinn til þjónustu en mat á þjónustuþörf er unnið í samvinnu við þá aðila sem í hlut eiga. Samhæfing ýmissa þátta, s.s. skóla, heimilis, tómstunda og vinnu, er nauðsynleg til að þjónustan nýtist sem best. Samstarf er við greiningar- og meðferðaraðila í heimabyggð og á höfuðborgarsvæðinu.

 Einstaklingar með lögheimili í Hvalfjarðarsveit hafa rétt á að sækja um sérhæfða ráðgjöf. Hægt er að óska eftir viðtali í gegnum  með því að hafa samband við félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500.