Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkir

Hvalfjarðarsveit styrkir börn og ungmenni allt að 18 ára aldri til íþrótta- og tómstundaiðkunar með lögheimili í Hvalfjarðarsveit. Styrkirnir eru ætlaðir sem hvatning til frekari framfara og til að mæta útlögðum kostnaði vegna æfinga og keppni.
Styrkina skal miða við almanaksárið.

Viðmiðunarreglur við styrkveitingu:

  • Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og tómstundaiðkun barna og unglinga í sveitarfélaginu með 70.000 kr. tómstundastyrk á ári.
  • Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og tómstundaiðkendur sveitarfélagsins til keppnisferða erlendis um 30.000 kr. á ári.
  • Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og tómstundaiðkendur í sveitarfélaginu til æfingaferða erlendis um 30.000 kr. á ár
  • Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur til barna og unglinga á tekjulágum heimilum er 30.000 kr. á ári til viðbótar við tómstundastyrk.
  • Styrkveitingar skv. 1. gr. eru ekki háðar fjölda umsókna á einstakling á ári.
  • Styrkveitingar skv. 2.-3. gr. eru veittar einu sinni á ári á hvern einstakling.
  • Styrkveitingar skv. 4. gr. eru veittar þegar styrkveitingar skv. 1. gr. hafa náð hámarki. Tekjulág heimili eru skilgreind þar sem heildartekjur framfæranda, hjóna eða sambúðarfólks fyrir skatt voru að hámarki kr. 396.908.- á mánuði hjá einstæðu foreldri og kr. 648.136.- á mánuði hjá hjónum/sambúðarfólki. Heildartekjur breytast samkvæmt launavísitölu hvers árs.

  • Umsóknir skulu berast frístunda- og menningarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar ásamt kvittun og staðfestingu. Umsóknir skv. 2.-3. gr. þurfa að fylgja: Dagskrá æfinga/keppni og staðfesting um þátttöku. Umsókn skv. 4. gr. þarf að fylgja staðgreiðsluskrá RSK til að sýna heildartekjur.Frístunda- og menningarfulltrúi fer yfir umsóknirnar og afgreiðir þær.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd úrskurðar í álitamálum sem upp kunna að rísa við framkvæmd þessara reglna.

Reglur þessar taka gildi 1. janúar 2023.
Samþykkt í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 14. desember 2022.

Rafrænt umsóknareyðublað fyrir tómstundastyrki

Umsókn um styrk vegna keppnis-/æfingaferðar erlendis