Fara í efni

Félagsleg heimaþjónusta

  • Markmið félagslegrar heimaþjónustu eru að efla einstaklinga til sjálfshjálpar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.
  •  Til að tryggja þessi markmið og þar með að fólk varðveiti færni sína og sjálfstæði miðast aðstoð við þau verkefni sem viðkomandi eða aðrir fullorðnir á heimilinu geta ekki sinnt.
  • Félagsleg heimaþjónusta er ætluð þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki lengur séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, fötlunar, barnsburðar eða af öðrum ástæðum. Kvöld- og helgarþjónusta er veitt samkvæmt einstaklingsbundnu mati. 

Helstu verkefni:

  • Þrif og almenn heimilisstörf.
  • Innlit og samvera.
  • Aðstoð og fylgd við rekstur erinda.
  • Persónulegur stuðningur og aðstoð í því skyni að rjúfa félagslega einangrun.
  • Eftirlit með lyfjatöku.
  • Aðstoð við að klæðast/aðhlynning.

Nánari upplýsingar um heimaþjónustu veitir félagsmálastjóri bæði í tölvupósti og í síma 433-8500.