Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

39. fundur 19. maí 2014 kl. 14:00 - 16:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.


Daníel Ottesen  aðalmaður, ritaði fundargerð.


DO vék af fundi kl. 14:45 og SÓÁ tók við ritun fundargerðar

 


Nefndarmál


1    Grænn iðnaðargarður á Grundartanga   -   Mál nr. 1404043


Sigursteinn Sigurðsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) kynnti hugmyndir um "grænan iðnaðargarð" á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Með honum komu Vífill Karlsson og Ólafur Sveinsson frá SSV.


2    Hvalfjarðarsveit hvött til að halda lúpínu í skefjum.   -   Mál nr. 1404036


Erindi/tölvupóstur dags. 6.maí 2014 frá Margréti Thorlacius lagt fram.

USN nefnd telur ekki forsendur fyrir því að sveitarfélagið móti stefnu gegn útbreiðslu lúpínu í einkalöndum í Hvalfjarðarsveit.


3    Hallgrímskirkja í Saurbæ - undirbúningur friðlýsingar.   -   Mál nr. 1405028


Erindi barst frá Minjastofnun Íslands varðandi undirbúning friðlýsingar á
Hallgrímskirkju í Saurbæ. Óskað er umsagnar USN nefndar.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við hugmyndir um friðlýsingu ytra borðs kirkjunnar og kirkjuskips.


4  Afkastaaukning álvers Norðuráls á Grundartanga í allt að 350.000 tonn á ári beiðni um umsögn   -   Mál nr. 1404017


Beiðni Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 21. mars 2014 um umsögn vegna
afkastaaukningar álvers Norðuráls á Grundartanga í allt að 350.000 tonn /ári.
Stofnunin vísar til 6. gr. laga nr. 106-2000 og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 og óskar umsagnar Hvalfjarðarsveitar um hvort og á hvaða forsendum afkastaaukning álvers Norðuráls á Grundartanga í allt að 350.000 tonn /ári skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka laga um mat á umhverfissáhrifum nr. 106/2000. Einnig óskar stofnunin eftir að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfum framkvæmdin er háð og varðar starfssvið sveitarfélagsins. Fjallað var um erindið á fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2014 og samþykkt umsögn sem unnin hafði
verið af nefndarmönnum í USN. Á fundi sveitarstjórnar 13. maí 2014 var málið endurupptekið og vísað til formlegrar umfjöllunar í USN.


Í kynningum framkvæmdaaðila á fyrirhugaðri stækkun hefur komið fram að
afkastaaukningin felst í því að hægt sé að auka framleiðslu með aukinni spennu án þess að fjölga kerum. Fram hefur komið að framkvæmdaaðili telur sig geta náð betri árangri í að hefta útblástur með bættu afsogi frá kerum og að það geti vegið á móti afkastaaukningunni á stækkunartímabilinu, sem nær yfir nokkur ár.
Með hliðsjón af framangreindum upplýsingum frá framkvæmdaraðila virðist
framleiðsluaukningin ekki fela í sér stækkun eða breytingar á byggingum eða mikla
breytingu á umfangi starfseminnar, svo sem starfsmannahaldi. Þó má gera ráð fyrir
meiri afsetningu t.d. í starfsleyfisskyldar flæðigryfjur.
Í úttekt á umhverfisáhrifum sem Faxaflóahafnir létu vinna í maí 2013 er meðal annars
komist að þeirri meginniðurstöðu að þolmörkum sé náð á Grundartanga hvað varðar
styrk brennisteinstvíoxíðs við jaðar þynningarsvæðis. Meðal annars með vísan til
þessa samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hinn 25. mars 2014 lýsingu á tillögu
að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, nánar tiltekið um
breytingu á stefnumörkun um iðnaðarsvæði. Lýsing skipulagsverkefnisins er m.a. til
kynningar á vefsíðu sveitarfélagsins
www.hvalfjardarsveit.is.
Hvalfjarðarsveit gerir kröfu á að samhliða framleiðsluaukningu verði settur upp
búnaður með bættu afsogi frá kerum sem í notkun eru og að það geti vegið á móti
framleiðsluaukningunni á stækkunartímabilinu, í samræmi við það sem Norðurál hefur
kynnt opinberlega. Þannig sé unnið markvisst að því að losun flúors og
brennisteinstvíoxíðs aukist ekki á iðnaðarsvæðinu, þrátt fyrir fyrirhugaða
framleiðsluaukningu. Verði unnið á þann hátt sem framkvæmdaraðili hefur sett fram
verður ekki séð að afkastaaukningin feli í sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi
laga um mat á umhverfissáhrifum nr. 106/2000 og því er ekki talið að framkvæmdin
skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Um lóð Norðuráls er í gildi deiliskipulag lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga,
samþykkt af skipulagstjóra ríkisins 25. mars 1997. Þá er í gildi breyting deiliskipulags
frá 2004 birt í Stjórnartíðindum 312/2004 um nýja veglínu að iðnaðarsvæðinu og
Grundartangahöfn. Afkastaaukning upp í 350.000 t/ári er ekki í samræmi við gildandi
deiliskipulag og því fyrirsjáanlegt að vinna þarf nýtt deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar
afkastaaukningar.


Skipulagsmál


5    Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.   -   Mál nr. 1403029


Erindi hefur borist frá Vegagerðinni og Bláskógarbyggð varðandi lýsingu.

Erindi kynnt og lagt fram. Drög að aðalskipulagsbreytingu stefnumörkunar
iðnaðarsvæða lagt fram og kynnt.

6   Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga   -   Mál nr.
1311026


Umsagnir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Stofnanirnar gera
ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna né áherslur í umhverfismati. Erindi hefur
borist frá Vegagerðinni og Bláskógarbyggð varðandi lýsingu.


Umsagnir og erindi lögð fram til kynningar. Drög að aðalskipulagsbreytingu
landnotkunar á Grundartanga lögð fram og kynnt.


Afgreiðslur byggingarfulltrúa


7    Bláskógar 3 - Viðbygging   -   Mál nr. 1405024


Sótt er um viðbyggingu við frístundahús í Bláskógum 2 í landi Svarfhóls. Húsið er
37m2 og með viðbyggingu verður það 64m2, stækkun er því 27m2. Byggingarmagn er
ekki í samræmi við deiliskipulag.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Bláskóga 1,
5, 6 og 8, Dynskóga 6 og Hléskóga 2 og 4 sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar
sem um er að ræða óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.


8    Eystra Miðfell - Landskipting - Stofnun lóða   -   Mál nr. 1405001


Um er að ræða stofnun þriggja lóða úr landi Eystra Miðfells. Eftir landsskipti verður
Eystra Miðfell 148 ha og í sameign.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila landskipti á landi Eystra Miðfells
(133167).


9    Eystra Súlunes - Stofnun lóðar   -   Mál nr. 1405025


Sótt er um að stofna 7665 m2 íbúðarhúsalóðar í landi Eystra Súlunesi.


BH vék af fundi. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Eystra
Súlunes II að því gefnu að neysluvatn og aðkoma sé tryggð.


10    Eystra Súlunes 2   -   Mál nr. 1405026


Óskað er eftir því að reisa 276,2 m2 íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Eystra Súlunes 2.
Á Eystra Súlunesi eru tvö íbúðarhús. Heimilt er skv.aðalskipulagi að reisa 4 íbúðarhús
á jörð.


BH vék af fundi. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla
Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr.
123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði.

11    Ferstikla 1 - Stofnun lóðar - Ferstikla 3   -   Mál nr. 1402002


Sótt var um að stofna 0,8 ha lóð úr landi Ferstikla I lnr. 133168, Formleg landsskipti
liggja ekki fyrir, en eigendur Ferstiklu hafa skrifað undir samþykki sitt.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Ferstiklu 3 úr landi
Ferstiklu að því gefnu að neysluvatn og aðkoma sé tryggð.


12    Ferstikla 3 - Byggingarleyfisumsókn   -   Mál nr. 1402050


Sótt er um að byggja 125 m2 íbúðarhús á nýrri lóð í landi Ferstiklu. Á Ferstiklu eru 2
íbúðarhús. Heimilt er skv. aðalskipulagi að reisa 4 íbúðarhús á jörð.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í
samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er
í gildi deiliskipulag á umræddu svæði.


13    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 27   -   Mál nr. 1405002F


Lagt fram og kynnt.


13.1   1404041 - Hafnarskógur 73 - Sumarhús
13.2   1404042 - Hafnarskógur 75 - Sumarhús

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45 .

Efni síðunnar