Velkomin í Hvalfjarðarsveit.

Hérna á síðunni eru ýmsar nytsamlegar upplýsingar fyrir þá sem eru að hugsa um eða ætla sér að flytja í sveitarfélagið. Að auki er margvíslegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins að finna víða á heimasíðunni okkar.

Kynningarmyndband um Hvalfjarðarsveit sem búsetukost "Hvalfjarðarsveit - Þar sem lífið er ljúft".

Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar

Opnunartími: mánudaga til föstudaga kl. 10:00 til 12:00 og 12:30 til 15:00 Sími, 433 8500  Netfang: hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.
Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar eru staðsett í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3.  Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar veitir allar almennar upplýsingar um þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins en allar þær upplýsingar er líka að finna víðs vegar á heimasíðu sveitarfélagsins, m.a. undir síðunni Þjónusta á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Flutningstilkynning

Í dag fara allar tilkynningar um flutning í gegnum heimasíðu Hagstofu Íslands http://www.skra.is/ og er nýjum íbúum bent að nýta sér þann möguleika.

Ætlar þú að byggja?

Byggingarfulltrúi veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir. 

Lausar lóðir

Húsnæði og heimili

Viltu kaupa húsnæði í Hvalfjarðarsveit? Fasteignasölur á Akranesi og víðar selja húsnæði í Hvalfjarðarsveit.

Hiti, vatn, rafmagn, fráveita og ljósleiðari.

Upplýsingar um veitumál í Hvalfjarðarsveit má finna HÉR.

Börn og unglingar

Leik- og grunnskóli

Framhaldsskólar

Íþrótta- og tómstundastarf

Í Hvalfjarðarsveit og á Akranesi er rekið mjög fjölbreytt og þróttmikið íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf, hvort heldur sem er í íþróttamannvirkjumgrunnskóla sveitarfélagsins eða í hinum fjölmörgu íþrótta- og tómstundafélögum.