Fara í efni
Hafnarfjall
3 NE 15 m/s
Akrafjall
3 ENE 6 m/s
Þyrill
3 ESE 13 m/s

Snjómokstur viðmiðunarreglur

Viðmiðunarreglur varðandi snjómokstur í Hvalfjarðarsveit.

Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu er að minnka þau óþægindi sem snjór og ís veldur einstaklingum, fyrirtækjum og skólahaldi í sveitarfélaginu.
Snjómokstri og hálkueyðingu utan þéttbýlis er stjórnað af tveimur aðilum; Hvalfjarðarsveit og Vegagerðinni. Verktakar sem sinna snjómokstri skulu jafnframt geta sinnt hálkueyðingu sé þess óskað af verkkaupa.

Utan Þéttbýlis

Mokstur daglega - Vegagerðin

  Þjóðveg nr. 1
  Hvalfjarðarvegur nr. 47
  Akrafjallsvegur nr. 51
Frá hringtorgi við Hvalfjarðargöng að hringvegi við Urriðaá.
  Innnesvegur nr. 503
Frá Leynisbraut á Akranesi að Akrafjallsvegi nr. 51 við Reyn.
  Grundartangavegur nr. 506

Mokstur tvisvar í viku, sunnudaga og föstudaga - Vegagerðin

  Dragavegur nr. 520
Frá Hvalfjarðarsveitarvegi nr. 47 að Geitabergi eða Grafardalsvegi ef þarf.

Eftirtaldir innansveitarvegir eru mokaðir í samstarfi við Vegagerðina:

Mokstur / hálkueyðing þrisvar í viku:

  Innra Hólmsvegur nr. 501
Frá Innnesvegi við Miðgarð að Innra Hólmi.
  Hagamelsvegur nr. 5033
Frá Þjóðvegi nr. 1 að Lækjarmel.
  Melasveitarvegur nr. 505
  Leirársveitarvegur nr. 504
  Svínadalsvegur nr. 502
Frá Hvalfjarðarsveitarvegi að Dragavegi.
  Hlíðarbæjarvegur nr. 5014
Frá Hvalfjarðarvegi nr. 47 að íbúagötu.
  Litlabotnsvegur nr. 5001
Frá Hvalfjarðarvegi nr. 47 að bílastæði.

Þessir vegir eru skilgreindir þannig að heimilt er að beita helmingamokstursreglu og skiptist kostnaður því til helminga á Vegagerð og Hvalfjarðarsveit.
Verktakar Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðar annast mokstur og hálkueyðingu á þessum vegum skv. nánara samkomulagi.

Akstursleiðir skólabíla.

Hvalfjarðarsveit greiðir fyrir snjómokstur og hálkueyðingu á akstursleiðum skólabíla skv. akstursplani þeirra. Verktakar sem annast snjómokstur á innansveitarvegum skulu jafnframt annast snjómokstur og hálkueyðingu á akstursleiðum skólabíla.

Héraðsvegir/tengivegir:

Allt að fjórum sinnum á almanaksári greiðir Hvalfjarðarsveit fyrir snjómokstur og hálkueyðingu að heimreiðum íbúðarhúsa í dreifbýli þar sem föst búseta er. Aðeins er um að ræða mokstur/hreinsun þannig að fært sé að bílaplani við íbúðarhús. Ekki er um að ræða mokstur eða hálkueyðingu á plönum eða stéttum við útihús. Verktakar sem annast snjómokstur á viðkomandi svæði skulu einnig annast snjómokstur hálkueyðingu á heimreiðum innan þess svæðis og skal snjómokstur og hálkueyðing á heimreiðum aðeins fara fram á þeim dögum sem vegir eru mokaðir. Mokstur / hálkueyðing á tengivegum og héraðsvegum skal njóta forgangs umfram mokstur á heimreiðum. Ábúendur skulu panta mokstur / hálkueyðingu hjá tæknideild/byggingarfulltrúa með 1 sólarhrings fyrirvara þannig að hægt sé að samræma vinnu verktaka. Sé slíkt ekki gert er ekki hægt að tryggja njómokstur/hálkueyðingu eins og óskað er eftir.
Íbúar eldri en 67 ára og örorkulífeyrisþegar (m.v. 75% örorku skv. skírteini útgefnu af Tryggingastofnun) geta leitað til sveitarfélagsins um mokstur / hálkueyðingu á heimreiðum umfram fjögur skipti. Fyrir slíka þjónustu greiða eldri borgarar og örorkulífeyrisþegar 50% af taxta viðkomandi verktaka.

Þéttbýli / Annað:

Hvalfjarðarsveit sér um snjómokstur / hálkueyðingu í þéttbýli sem skilgreint er sem slíkt í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar, sem er Melahverfi og Krosslandshverfið. Að auki sér Hvalfjarðarsveit um mokstur / hálkueyðingu á götum sem sveitarfélagið er eigandi/leigjandi að, sem er Hlíðarbær, Skólastígur. Auk þess á Fellsendavegi frá Þjóðvegi 1 að Fellsenda. Sveitarfélagið sér einnig um snjómokstur / hálkueyðingu við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins sem og við íþróttahús (Heiðarborg) og stjórnsýsluhús.

Almennt.

Hvalfjarðarsveit greiðir fyrir og skipuleggur mokstur/hálkueyðingu  að stofnunum sveitarfélagsins, aðrar opinberar stofnanir geta óskað eftir mokstri /hálkueyðingu eftir því sem þörf er á, slík tilvik eru metin af byggingarfulltrúa hverju sinni. Hvalfjarðarsveit greiðir ekki kostnað vegna snjómoksturs/hálkueyðingar sem til hefur verið stofnað án hennar samþykkis að undanskildu, ef beiðni um mokstur/hálkueyðingu kemur frá lögreglu, slökkviliði, lækni eða sjúkraflutningsmönnum vegna
neyðarflutninga, skal þá strax sinna því.

Tengiliðir eru yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi og byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar.
Hafa ber í huga að reglur þessar eru viðmiðunarreglur og ber að líta á þær sem slíkar.

Samþykkt í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 15. desember 2015