Fara í efni

Skipulagsmál

Í Hvalfjarðarsveit i er starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi sem er yfirmaður skipulagsmála í Hvalfjarðarsveit.
Hlutverk hans er að veita íbúum, sveitarstjórnarfulltrúum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulagsmál. 

Um skipulagsmál fer samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006
Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt.
Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiriháttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.
Umsóknarferli fer fram rafrænt í gegnum Íbúagátt, eyðublöð má finna hér:

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd er sveitarstjórn til ráðgjafar í þessum málaflokki.