Fara í efni

Upplýsingar vegna Covid-19

Covid-19Covid-19

Covid-19
Fréttir og tilkynningar á vegum sveitarfélagsins

Hvalfjarðarsveit hefur sent út ýmsar tilkynningar og fréttir sem tengjast á einn og annan hátt sveitarfélaginu.
Hér er hægt að fara inn á sérstaka síðu með þessum tilkynningum og fréttum.

Nýr upplýsingavefur um Covid-19

Embætti landlæknis og Ríkislögreglustjóri Almannavarnadeild hafi opnað nýjan vef vegna COVID-19 vírusins þar sem finna má góð ráð og tölulegar upplýsingar. Vefurinn er aðgengilegur hér

Ábending til íbúa í ljósi aðstæðna 

Á síðunni www.island.is má finna margskonar umsóknareyðublöð fyrir einstaklinga vegna úrræða á tímum Covid-19.  Þar eru t.d. umsóknir um forgang að skólaþjónustu, atvinnuleysisbætur, tilkynning um sóttkví, vottorð vegna sóttkvíar og minnkað starfshlutfall vegna Covid-19. 

Á síðunni www.rsk.is/um-rsk/frettir-og-tilkynningar/minnkad-starfshlutfall-og-laun-i-sottkvi má finna upplýsingar og leiðbeiningar fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga vegna minnkaðs starfshlutfalls og launa í sóttkví. 

Bakvarðasveit í velferðarþjónustu

Útbreiðsla Covid-19 getur orðið til þess að erfitt verði að manna þjónustu sem ekki má falla niður og skapað þannig álag á vissum starfstöðvum. Mikilvægt er að tryggja þjónustu og aðstoð við viðkvæmustu hópana og því ákvað Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga að vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu.

Leitað er til starfsfólks í velferðarþjónustu sem og annarra áhugasamra aðila til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í velferðarþjónustu út um allt land. Óskað er eftir liðsinni úr hópi almennra starfsmanna auk félagsliða, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, sjúkraliða, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga sem eru reiðubúin að koma tímabundið til starfa í velferðarþjónustunni með skömmum fyrirvara. Reynsla af störfum í velferðarþjónustu er kostur en ekki skilyrði.

Félagsmálaráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Fólki gefst kostur á að skrá sig í tímavinnu, hlutastarf eða fullt starf allt eftir því hvað hentar viðkomandi. Laun taka mið af kjarasamningi/stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags á þeirri starfstöð sem um ræðir hverju sinni.  Við viljum hvetja fólk sem hefur tök á að skrá sig í bakvarðasveitina og byggja upp bakverði um allt land.

Hvalfjarðarsveit fylgir eftir forgangslista neyðarstigs almannavarna

Almannavarnir hafa biðlað til sveitarfélaga að framfylgja forgangslista neyðarstigs almannavarna þegar kemur að skipulagningu starfs í grunn- og leikskólum.  Er hér um að ræða aðila sem sinna samfélaglega mikilvægri þjónustu svo sem í heilbrigðisgeiranum og viðbragðsgeiranum. Þetta þýðir að framangreindir aðilar fá forgang fyrir börnin sín gegn samþykki stjórnanda stofnunarinnar. Stjórnendur starfsmanna á forgangslista munu fá nánari leiðbeiningar sendar til sín sem og einnig stjórnendur stofnanna sem um ræðir. 

Með þessu vill Hvalfjarðarsveit stuðla að ekki halli á nauðsynlega þjónustu á þessum fordæmalausum tímum. Hvalfjarðarsveit álítur svo að það sé samfélagsskylda sveitarfélagsins að passa vel upp á þessar starfsstéttir sem mest mæðir á um þessar mundir.

REGLUR um sóttkví og einangrun vegna COVID-19