Fara í efni
Hafnarfjall
2 NE 9 m/s
Akrafjall
4 NNE 11 m/s
Þyrill
3 E 9 m/s

Heimagreiðslur

Reglur Hvalfjarðarsveitar um heimagreiðslu til foreldra barna undir grunnskólaaldri

Reglur um heimagreiðslur.
Skilgreiningar.


1.gr.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar setur reglur þessar í samræmi við ákvörðun sem tekin var 5. desember 2006 um að allir foreldrar og forráðamenn barna fái heimagreiðslur frá lokum fæðingarorlofs þar til barn hefur leikskólavist.( að 18. mánaða aldri skv. samþykkt sveitarstjórnar 8. des. 2009 IBE)
Hámarksupphæð heimagreiðslu er kr. 35.000.- á mánuði fyrir hvert barn. ( Lækkaðar um 7.000,- frá og með 1.1.2010 og aftur um aðrar 7.000,- frá og með 1.7.2010 skv.samþykkt sveitarstjórnar 8. des 2009. 
Á fundi sveitarstjórnar 11.maí 2010 var samþykkt að heimagreiðslur verði 35.000,- gildir frá 1. júní 2010.
Að hámarki 11 greiðslur á ári. Upphæðin skal endurskoða í desember ár hvert í fyrsta sinn 2007.
Umönnunargreiðslur til foreldra eru skattfrjálsar en framtalsskyldar.

Skilyrði
2.gr.
Heimagreiðsla er bundin því að barn sé með lögheimili og aðsetur í Hvalfjarðarsveit.
Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær 6 mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær 9 mánaða aldri.
Heimagreiðsla fellur niður þegar barn hefur dvöl í leikskóla eða grunnskóla. eða þegar barn hefur náð 18 mánaða aldri skv. samþykkt sveitarstjórnar 8. des. 2009.
Foreldrar sem nota daggæslu hjá dagforeldri á þessu tímabili geta nýtt heimagreiðsluna sem niðurgreiðslu hjá dagforeldri.

Afgreiðsla
3.gr.
Sækja þarf um heimagreiðslu á sérstöku umsóknareyðublaði. Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Móttaka umsókna og afgreiðsla er hjá skrifstofu sveitarfélagsins.
Réttur til heimagreiðslu skapast í þeim mánuði sem sótt er um heimagreiðslu, ekki er um afturvirkar greiðslur að ræða.
Umsókn þarf að berast fyrir 15. dag mánaðar til að geta komið til útborgunar um mánaðarmótin þar á eftir.
Heimagreiðslur eru eftirágreiddar fyrir einn mánuð í senn.
Útborgun heimagreiðslu er þriðja (3.) virka dag hvers mánaðar. Viðurlög

4.gr.
Verði um ofgreiðslu að ræða á heimagreiðslum áskilur sveitarstjórn sér rétt til endurgreiðslu. Sé ofgreiðsla á grundvelli þess að umsækjandi hafi gefið upp rangar upplýsingar eða hann hafi ekki tilkynnt um breytingar á högum sínum sem hafa áhrif á rétt til heimagreiðslu er heimilt að leggja dráttarvexti á upphæð endurkröfunnar.

Reglur þessar voru samþykktar í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 08.12.2009.
Reglur þessar taka gildi 01.06.2010. 

Umsókn um heimagreiðslur