Hvalfjarðarsveit styrkir börn og ungmenni allt að 18 ára aldri til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Styrkirnir eru ætlaðir sem hvatning til frekari framfara og til að mæta útlögðum kostnaði vegna æfingar og keppni. Styrkina skal miða við almanaksárið.
- Viðmiðunarreglur við styrkveitingu:
- 1. Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og tómstundaiðkun barna og unglinga í sveitarfélaginu með 70.000 kr. tómstundastyrk á ári.
- 2. Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og tómstundaiðkendur sveitarfélagsins til keppnisferða erlendis um 30.000 kr. á ári.
- 3. Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og tómstundaiðkendur í sveitarfélaginu til æfingaferða erlendis um 30.000 kr. á ári.
- 4. Styrkveitingar skv. 1. gr. eru ekki háðar fjölda umsókna á einstakling á ári.
- 5. Styrkveitingar skv. 2.-3. gr. eru veittar einu sinni á ári á hvern einstakling.
- 6. Umsóknir skulu berast frístunda- og menningarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar ásamt kvittun og staðfestingu. Umsóknir skv. 2.-3. gr. þurfa að fylgja: Dagskrá æfinga/keppni og staðfesting um þátttöku. Frístunda- og menningarfulltrúi fer yfir umsóknirnar og afgreiðir þær.
- 7. Fjölskyldu- og frístundanefnd úrskurðar í álitamálum sem upp kunna að rísa við framkvæmd þessara reglna.
Samþykkt í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 24. nóvember 2020.