Fara í efni

Stuðningsfjölskylda

Stuðningsfjölskylda

Með stuðningsfjölskyldu er átt við dvöl hjá annarri fjölskyldu eða að starfsmaður kemur inn á heimili viðkomandi. Stuðningsfjölskylda er hugsað sem hvíldarúrræði fyrir foreldra barnsins og sem tilbreyting fyrir það. Markmið þjónustunnar er að minnka álag á fjölskyldur barna og gefa börnunum möguleika á aukinni félagslegri þátttöku.

Þjónustan veitist með tilvísun í þrenn mismundandi lög eftir því hver ástæða er fyrir veitingu þjónustunnar. Stuðningsforeldrar þurfa leyfi fjölskyldunefndar Hvalfjarðarsveitar til að starfa sem stuðningsforeldrar óháð því eftir hvaða lögum þjónustan er veitt.

Umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda

Umsækjendur  þurfa að skila inn heilbrigðisvottorði fyrir alla heimilismenn 15 ára og eldri þar sem staðfest er að hvorki andleg eða líkamleg veikindi komi í veg fyrir að umsækjandi geti starfað sem stuðningsforeldri. Starfsmenn félagsþjónustu þurfa undirritað leyfi umsækjanda til að sækja um fullt sakavottorð hjá ríkissaksóknara fyrir þessa sömu aðila. Að framgreindum skilyrðum uppfylltum gerir félagsmálastjóri úttekt á heimilinu og aðstæðum heimilismanna áður en leyfi er veitt. 

Umsókn um Stuðningsfjölskyldu

Stuðningsfjölskylda skv.  30 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Stuðningsfjölskylda skv. félagsþjónustulögum er veitt þegar um tímabundið álag er að ræða í fjölskyldum eins og veikindi eða álag af öðrum toga. Einstaklingar með lögheimili í Hvalfjarðarsveit geta sótt um stuðningsfjölskyldu skv. lögum um félagsþjónustu í sveitarfélögum. Umsóknin skal rituð á sérstakt umsóknareyðublað þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og ástæður umsóknar. Umsókn skal skilað á skrifstofu félagsmálastjóra að höfðu samráði við starfsmann félagsþjónustunnar. 

Eftir móttöku umsóknar fær umsækjandi viðtalstíma hjá starfsmanni félagsþjónustunnar og í framhaldi af því er umsóknin tekin fyrir á fundi sem afgreiðir umsóknina.

Stuðningsfjölskylda skv. lögum um málefni fatlaðra

Skv. lögum um málefni fatlaða skulu fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðningsfjölskyldu eftir því sem þörf krefur. Þjónustusvæði sveitarfélagana á Vesturlandi hafa sett sér sameiginlegar reglur um þjónustu stuðningsfjölskyldu.

Einstaklingar með lögheimili í Hvalfjarðasveit geta sótt um stuðningsfjölskyldu. Umsóknin skal rituð á sérstakt umsóknareyðublað þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og ástæðu umsóknar. Umsókn er skilað á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. 

Eftir móttöku umsóknar  fær umsækjandi viðtalstíma hjá starfsmanni félagsþjónustunnar og í framhaldi af því er umsóknin tekin fyrir á teymisfundi sem afgreiðir umsóknina.

Stuðningsfjölskylda skv. Barnaverndarlögum

Stuðningsfjölskylda skv. barnaverndarlögum er veitt sem hluti af úrræðum barnaverndaryfirvalda og skv. samningi þar að lútandi.

Nánari upplýsingar um stuðningsfjölskyldu veitir félagsmálastjóri, bæði í tölvupósti og í síma 433 8500.

 

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga