Fara í efni

Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar

Á 371. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 8. mars sl. var samþykkt erindisbréf fyrir Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar, að undangenginni samþykkt í Fjölskyldu- og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar.

Öldungaráð starfar í umboði sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og á grundvelli 2. mgr. , 38. gr. laga nr. 40/1991 m.s.br. og 8. gr. laga nr. 125/1999 m.s.br., með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í erindisbréfi ráðsins, samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar og eftir því sem lög mæla fyrir um.

Öldungaráð er formlegur samráðsvettvangur er fjallar um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Öldungaráð er fjölskyldu- og frístundanefnd og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni aldraðra íbúa sveitarfélagsins.

Öldungaráð er skipað sjö fulltrúum:

  • Þrír fulltrúar og þrír til vara skulu kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum.
  • Þrír fulltrúar og þrír til vara skulu tilnefndir af félagi eldri borgara. Fulltrúar þurfa ekki að vera félagsbundnir en verða að vera 67 ára og eldri. Á meðan ekki er starfandi félag eldri borgara í sveitarfélaginu þá skal auglýst eftir áhugasömum, 67 ára og eldri til setu í ráðinu, í samstarfi við félagsstarf aldraðra.
  • Einn fulltrúi og einn til vara frá heilsugæslunni.

Kjörgengi hafa íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu, að undanskildum fulltrúa frá heilsugæslunni.

Sveitarstjórn kýs formann ráðsins en ráðið kýs sér varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Skipunartími ráðsins fylgir kjörtímabili sveitarstjórnar.

Eftirtaldir fulltrúar voru skipaðir af sveitarstjórn:
Aðalmenn                                                    Varamenn:
Andrea Ýr Arnarsdóttir                            Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
Helga Jóna Björgvinsdóttir                   Helga Harðardóttir
Helgi Pétur Ottesen                                  Bára Tómasdóttir

Félagsmálastjóri er starfsmaður öldungaráðs, situr fundi þess og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.

Næsta skref er að auglýsa og óska eftir fulltrúum úr hópi eldri borgara og frá heilsugæslunni áður en unnt verður að halda fyrsta fund ráðsins.

Erindisbréf öldungaráðs