Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

87. fundur 16. maí 2018 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Rekstrarleyfi í skipulögðum frístundahverfum.

1710021

USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá drögum að breyttum texta í aðalskipulagi vegna rekstrarleyfis í skipulögðum frístundahverfum í samræmi við umræður á fundinum og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Vallanes 1a - Viðbygging - Mhl.02

1801001

Grenndarkynningu lokið.
Engar athugasemdir bárust.

3.Vellir 3 - Íbúðarhús

1803001

Breytt teikning
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir eigendum aðliggjandi lóða.

4.Fræðslubæklingur - eftir sorpútboð

1805028

Fræðslubæklingur um flokkun úrgangs er tilbúinn til prentunar og honum mun verða dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Hvalfjarðarsveit innan skamms.

5.Grenndarstöð í Melahverfi

1805026

Grenndarstöð í Melahverfi
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

6.Fellsendi - Mhl.04 - Vélageymsla

1805017

Skagastál ehf., kt. 630401-2240, sækir um byggingarleyfi fyrir 1.650 fm vélageymslu á landbúnaðarsvæði. Um er að ræða stálgrindarhús.
Í ljósi umfangs framkvæmda á svæðinu fer USN nefnd fram á við umsækjanda að svæðið verði deiliskipulagt.
Afgreiðslu erindis frestað.

7.Fellsendi 1 - Íbúðarhús - Viðbygging og þak

1805022

Gunnar Þór Gunnarsson, kt. 280279-3319 óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á íbúðarhúsi. Um er að ræða 29,4 fm stækkun. Einnig óskar hann eftir byggingarleyfi fyrir breytingu á þakvirki samhliða endurbótum á þaki, endurnýjun glugga og hurða ásamt breytingum á innra skipulagi.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarleyfi verði veitt.

8.Hléskógar 8 - Frístundarhús

1805010

Hólmfríður Vilhjálmsdóttir, kt. 280860-3449, sækir um byggingarleyfi fyrir 84,5 fm frístundahúsi. Deiliskipulag frá 1992 er í gildi og er byggingarreglugerð frá 1992 í gildi sem greinargerð.
USN nefnd samþykkir að grenndarkynna fyrir lóðaleiguhöfum frístundasvæðisins og landeiganda.

9.Hvatning vegna verndunar Ramsarsvæðisins við Grunnafjörð og merkinga á svæðinu.

1705005

Svar frá Umhverfisstofnun er varðar Grunnafjarðarnefnd.
Lagt fram.
USN nefnd ítrekar við Umhverfisstofnun mikilvægi þess að skipaður verði formaður Grunnafjarðarnefndar í kjölfar komandi sveitarkosninga svo að nefndin sé virk og starfandi.

10.Kross - deiliskipulagsbreyting.

1804005

Málið var tekið til umfjöllunar í sveitarstjórn 10. apríl 2018 og var bókun meðal annars: Sveitarstjórn felur USN-nefnd að meta hvort ástæða sé til að taka deiliskipulag Kross til endurskoðunar.
USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við umræður á fundinum.

USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða skipulagsmál í Krosslandi með það að markmiði að endurskoða heildarásýnd svæðisins.

11.Litla-Fellsöxl 3 - Niðurrif - Sumarhús

1804015

Jón Sigurðsson, kt. 210832-2899 óskar eftir niðurrifi á sumarhúsi á Litlu-Fellsöxl 3. Lóðarleigusamningur er að renna út 01.06.2018 og verður ekki endurnýjaður. Húsið er fúið og ónýtt.
USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

12.Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar - Eftirfylgni

1702030

Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar
Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar

A.
Opin stjórnsýsla, reglulegir fundir með virkri þátttöku íbúa
USN-nefnd beinir því til sveitarstjóra, að í tengslum við endurskoðun heimasíðu sveitarfélagsins sé lögð áhersla á virka miðlun upplýsinga til íbúa sem og að kannaður verði möguleikinn á því að hafa rafræna íbúagátt á síðunni.

B.
Samstarf við Faxaflóahafnir um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu og þróun athafnasvæðisins á Grundartanga
Formaður nefndarinnar hefur verið tengiliður sveitarfélagsins í verkefninu. Mikilvægt er að nefndin tilnefni nýjan tengilið sveitarstjórnar strax að afloknum sveitarstjórnarkosningum.
USN-nefnd telur mikilvægt að
-
fylgja yfirlýsingunni vel eftir og að sérstök áhersla verði lögð á að skilgreina hvaða skilyrði ný starfsemi þurfi að uppfylla til að geta fengið úthlutað lóð á svæðinu. Þær áherslur sem fram koma í umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar verði hafðar að leiðarljósi í samstarfinu við Faxaflóahafnir.
-
Leitað verði eftir samstarfi við Faxaflóahafnir og við fyrirtæki á athafnasvæðinu á Grundartanga um aukna aðkomu sveitarfélagsins að umhverfisvöktun svæðisins með það að leiðarljósi að íbúar geti fylgst með loftgæðamælingum í rauntíma og þannig gengið úr skugga um að loftmengun og aðrir mengunarþættir í íbúabyggð séu ævinlega innan heilbrigðismarka.

C.
Yfirlýsing um þauleldi
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa, í samstarfi við formann USN-nefndar, falið að undirbúa yfirlýsingu um að ekki verði gert ráð fyrir frekara þauleldi í sveitarfélaginu. Þessi yfirlýsing verði lögð fyrir Usn nefnd og sveitarstjórn og hún muni svo endurspeglast í nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.

D.
Náttúruverndaráætlun fyrir Hvalfjarðarsveit
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa og formanni USN-nefndar falið að hefja vinnu við gerð náttúruverndaráætlunar fyrir Hvalfjarðarsveit í samráði við Umhverfisstofnun. Kannaðir verði möguleikarnir á að fjölga friðlýstum svæðum í sveitarfélaginu ásamt möguleikum á stofnun fólkvangs.

E.
Uppbygging hleðslustöðva og rafvæðing ökutækja á vegum sveitarfélagsins
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að koma upp hleðslustöð fyrir rafbíla í sveitarfélaginu en stöðin er til og því bara eftir að setja hana upp. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna möguleikann á rafvæðingu ökutækja á vegum sveitarfélagsins.

F.
Bætt meðhöndlun úrgangs frá sumarbústaðasvæðum
Umhverfisfulltrúa falið að ræða við Íslenska Gámafélagið um gámasvæðin við sumarbústaðasvæðin. Nokkuð hefur borið á kvörtunum og þeim þarf að koma á framfæri við Gámafélagið og óska eftir úrbótum. Jafnframt þarf aðstaða til flokkunar úrgangs, árangur flokkunar og upplýsingar um flokkun verði sambærileg því sem gerist á heimilum með fasta búsetu. Leitað verði eftir samstarfi við félög sumarbústaðaeigenda við framkvæmdina.

13.Krossland eystra - Mhl.01 - Vélageymsla

1805021

Skagastál ehf., kt. 630401-2240, sækir um byggingarleyfi fyrir 1.240,8 fm vélageymslu á landbúnaðarsvæði. Um er að ræða stálgrindarhús.

USN-nefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að rýna í heildarskipulag á svæðinu.

14.Tilkynning um skógrækt - fyrirspurn

1805024

Faxaflóahafnir tilkynna um skógrækt og óska eftir afstöðu sveitarfélagsins hvort framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð nr. 772/2013 sé krafist.
USN nefnd telur að umrædd framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld.
USN nefnd óskar eftir nánari upplýsingum um útreikning kolefnisjöfnunar sem vísað er til í fyrirspurn Faxaflóahafna.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna fyrir viðeigandi aðilum vegna málsins.

AH situr hjá við umræður og afgreiðslu málsins.

15.Borgarbyggð - Aðalskipulagsbreyting

1805025

Lagt fram til kynningar
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir.

16.Breyting á deiliskipulagi - Kjarrás 19,21 og 23

1706026

Tillagan var grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til 16. maí kl. 12:00.
Athugasemdir bárust
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fá álit lögmanns sveitarfélagsins á þeim athugasemdum sem bárust.
Afgreiðslu frestað.

17.Fyrirspurn um skipulag á Þórisstöðum.

1805007

Fyrirspurn er varðar skipulagsmál á jörðina Þórisstaði.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið en bendir þó jafnframt á bókun nefndarinnar frá 64. fundi nefndarinnar frá 25. febrúar 2016 varðandi byggingar í nálægð við Þórisstaðavatn.
þar segir m.a." USN nefnd hafnar byggingum svo nærri Þórisstaðavatni og telur rétt að ekki verði byggt nær vatninu en 100 metra til að þrengja ekki frekar að vatninu, tryggja aðgengi að veiðivatni og vernda lífríki þess. Nefndin telur það í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar þar sem segir að svæði meðfram ám og vötnum séu óbyggð mannvirkjum öðrum en göngu- og veiðivegum. Svæðin skulu nýtt til útivistar og stangveiði."

Skipulagsbreyting á Þóristöðum gæti verið unnin samhliða aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins og tímarammi slíkrar vinnu er óviss og gæti tekið allt að 4 ár.

18.Hagamel 18 - skipulagsmál, fyrirspurn

1805023

Fyrirspurn, Audrius Kacegavicius óskar eftir að breyta bílskúr á lóðinni við Hagamel 18 í stúdíoíbúð.
USN nefnd hafnar erindinu á grundvelli gildandi deiliskipulags.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar