Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

65. fundur 30. mars 2016 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Melsted embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá
ÓIJ boðaði forföll á síðustu stundu, ekki náðist í varamann.

1.Sorpmál 2016

1602019

Kynning á sorphirðumálum Hvalfjarðarsveitar
Kynning á sorphirðumálum Hvalfjarðarsveitar.

2.Umhverfisnefnd Heiðarskóla - dagur umhverfisins 25. apríl.

1602037

Borist hefur erindi frá umhverfisnefnd Heiðarskóla dags. 26. febrúar 2016 varðandi hreinsun strandar á degi umhverfisins 25. apríl 2016.
USN nefnd fagnar erindi frá umhverfisnefnd Heiðarskóla og þakkar áhuga nemenda á fegrun umhverfis í Hvalfjarðarsveit. USN-nefnd tekur mjög jákvætt í erindið og vill gjarnan aðstoða við að útfæra verkefnið. Skipulagsfulltrúa og ritara USN-nefndar falið að vinna málið áfram ásamt því að finna hentugan tíma til að fund með umhverfisnefnd Heiðarskóla.

3.Dýpkun við olíubryggju á Miðsandi - fyrirspurn um matsskyldu

1602020

Á 216. fundi sveitarstjórnar 22. mars. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að fengnu áliti Skipulagsstofnunar, að umrædd framkvæmd hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og sé því háð umhverfismaati. Sveitarstjórn felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að veita leyfi til framkvæmdarinnar þar sem þess verður jafnfram krafist að framkvæmdin verði í fullu samræmi við þær upplýsingar sem fylgdu erindinu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að gætt verði fyllstu varúðar og að umfang og rask verði lágmarkað eins og frekast er kostur."
Lagt fram og kynnt.

4.Styrkur 2016

1510026

Hvalfjarðarsveit sótti um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða haustið 2015 vegna framkvæmda við Glym í Botnsdal.
Fundur er fyrirhugaður með landeigendum vegna verkefnisins á næstunni.

5.Efnistaka - Framkvæmdaleyfi

1603034

USN-nefnd hafa borist ábendingar um efnistöku í Hvalfjarðarsveit sem er án framkvæmdaleyfis.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að skoða málið.

6.Framkvæmdaleyfi - Olíubryggja Olíudreifingar á Miðsandi Hvalfirði, dýpkunarframkvæmdir

1602024

Á 216. fundi sveitarstjórnar 22. mars. 2016 var gerð eftirfarandi bókun:"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita framkvæmdaleyfi við dýpkunarframkvæmdir við olíubryggju á Miðsandi í Hvalfirði skv. 13. gr. skipulagslaga."
Lagt fram og kynnt.

7.Framkvæmdaleyfi - stía fyrir þurrkun

1603030

Borist hefur erindi frá Elkem dags. 22. mars 2016 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir stíu fyrir þurrkun í flæðigryfjur á Grundartanga
Erindi Elkem Ísland er í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að hámarka endurvinnslu og endurnýtingu á öllum aukaafurðum sem falla til við framleiðslu fyrirtækisins (grein 2.18 í starfsleyfi). Erindið hefur verið kynnt fyrir bæði Faxaflóahöfnum og Umhverfisstofnun sem gera ekki athugasemdir við umrædda ráðstöfun.USN leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Framkvæmdaleyfi - malarnáma í landi Fellsenda

1603033

Borist hefur erindi frá Snók dags. 29. mars 2016,varðand framkvæmdaleyfi fyrir malarnám í malarnámu í landi Fellsenda.
Um er að ræða bæði fyllingarefni og lagnaefni allt að 100.000m3 en slíkt magn fellur undir flokk B í lögum um mat á umhverfisáhrif nr. 106/2000 en það eru framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum skv. lögunum. Sjá einnig 2. viðauka sömu laga. Afgreiðslu frestað. Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

9.Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

1308017

Á 215. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2016 varð gerð eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir tillögu USN nefndar um skipan fulltrúa í stýrihópinn."
Fundargerð stýrihóps lögð fram.

10.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall

1603029

Borist hefur erindi frá Tourist Online ehf. dags. feb. 2016 varðandi deiliskipulag fyrir Hótel Hafnarfjall.
Samkvæmt Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er landnotkun umrædds svæðis skilgreind sem verslun og þjónusta, opið svæði til sérstakra og náttúruvernd-ófriðlýst.
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir umsögn Skipulagsstofnunar um tillöguna.

11.Breyting á deiliskipulagi - Ölver - Narfastaðir - fyrirspurn

1508022

Á 59. fundi USN nefndar 15. september 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram."
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Ölvers/Móhóls og Narfastaða sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Másstaðir 3 - Smáhýsi - Deiliskipulagsbreyting

1505027

Á 61. fundi USN nefndar 13.nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: " Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Másstaði lagður fram og kynntur.
Í ljósi framkominna athugasemda við aðalskipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar (sjá lið nr. 12 í dagskrá) getur nefndin ekki tekið afstöðu til málsins að svo stöddu.
Afgreiðslu frestað."
Fyrir er tekin að nýju, að beiðni umsækjanda, umsókn, dags. 26. maí 2015, um byggingu fimm "Sæluhúsa" á lóðinni Másstöðum 3, skv. uppdrætti Arkamon, dags. maí 20155.
Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir að heimilt sé að byggja frístundahús á spildu undir 20ha. nema þar sé ekki fyrir neitt íbúðarhús. Á slíkum spildum er því ekki heimilt að byggja nema eitt íbúðarhús eða eitt frístundahús. Umsóknin er því ekki í samræmi við aðalskipulag.
Umsækjandi hefur yfir að ráða Másstöðum 2-6 og á a.m.k. þremur þessara spildna er ekkert hús. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi gæti landeigandi byggt eitt sumarhús á hverri af hinum óbyggðu spildum þ.e. á þeim spildum þar sem hvorki er íbúðarhúsnæði né sumarhús. Slíkt væri að mati nefndarinnar óheppilegt á meðan endurskoðun á þessum reglum aðalskipulagsins stendur yfir. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við umsókn fyrir 3 húsum að Másstöðum 3 enda verði umsókn og gögn lagfærð í samræmi við það og þinglýst yfirlýsingu á hinar spildurnar um að óheimilt sé að byggja á þeim þar til ákvæði aðalskipulagsins hafa verið endurskoðuð að þessu leyti. Slík umsókn verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina þegar uppfærð gögn hafa borist fyrir landeigenda á Ægissíðu, Gerði og Másstöðum lnr. 133706 skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Ný leikskólabygging - skipulag og staðsetning

1603031

Á 216. fundi sveitarstjórnar 22. mars 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela USN nefnd að vinna að skipulagi og staðsetningu nýrrar leikskólabyggingar."
USN nefnd mun leita samstarfs við fræðslu- og skólanefnd vegna málsins.

14.Björk - Ósk um nafnabreytingu - Gandheimar - Lnr. 197607

1603001

Guðný Helgadóttir og Hafsteinn Hrafn Daníelsson, eigendur lóðarinnar Björk/Gandheimum 197607 óska eftir nafnabreytingu á lóðinni. Óska þau eftir samþykki fyrir því að nafninu verði breytt í Gandheimar þar sem lóðin sé í Gandheimalandi.
USN nefnd telur að nafnabreyting þessi sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 og gerir því ekki athugasemdir við breytinguna.

15.Býla 3 - Íbúðarhús og bílskúr

1603026

Lóðareigendur á Býlu 3, lnr. 199927, fnr. 233-4118 óska eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og bílskúr. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi "Leggja skal inn til byggingarnefndar til skoðunar og umfjöllunar, teikningar af fyrirhuguðum byggingum og fá jákvæða umsögn nefndarinnar áður en formlegum teikningum er skilað inn til samþykktar."
USN nefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi teikningar og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.

16.Geldingaárland - Stofnun lóðar - Markusá

1603002

Guðný Helgadóttir og Hafsteinn Hrafn Daníelsson óska eftir að stofna lóð á jörðinni Geldingaárland lnr. 133740. Um er að ræða 1200 fm íbúðarhúsalóð.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar á jörðinni Geldingarárland lnr. 133740 sem verður 1200 fm. að stærð.
Byggingarfulltrúa falið að kanna nánar heiti á lóð í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015.

17.Kúhalli 9 - Köld geymsla - Mhl.03

1603027

Þór Gunnarsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir kaldri útigeymslu.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum eftirfarandi landnúmera: 133538, 1333539, 1333540, 1333542 og 133543.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar