Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

64. fundur 25. febrúar 2016 kl. 15:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður
  • Ólafur Melsted embættismaður
  • Skúli Þórðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá
Skúli Þórðarson sat fundinn undir lið nr.4

1.Samstarf um kolefnisjöfnun.

1601006

Á 211. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2016 varð gerð eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í USN-nefnd.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum."
Lagt fram og kynnt.
USN nefnd bendir á ákvæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar um skógrækt þar sem segir m.a "... skógrækt er heimil á skilgreindum landbúnaðarsvæðum en æskilegt er að hún sé stunduð utan góðs, ræktanlegs lands og við gerð ræktunaráætlana skal taka mið af helgunarsvæðum vega, vatna, vatnsfalla og sjávar, sem og rafveita þar sem við á."

2.Dýpkun við olíubryggju á Miðsandi - fyrirspurn um matsskyldu

1602020

Borist hefur erindi frá Olíudreifingu dags. 10. febrúar 2016 varðandi fyrirspurn um matsskyldu í flokki C.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að leita álits Skipulagsstofnunar þar sem vafi leikur á hvort umrædd framkvæmd falli undir flokk C í lögum um mat á umhverfisáhrifum.

3.Veiðifélag Laxár í Leirársveit - erindi til Orkustofnunar

1602025

Borist hefur afrit af erindi Veiðifélags Laxár í Leirársveit til Orkustofnunar varðandi leyfisveitingar Orkustofnunar um nýtingarleyfi fyrir aukinni vatnstöku í landi Hlíðarfótar og Tungu.
Lagt fram og kynnt.

4.Starfsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2016.

1601017

Kynning á starfáætlun Tæknisviðs Hvalfjarðarsveitar
Sveitarstjóri og skipulags- og umhverfisfulltrúi kynntu starfsáætlun Tæknisviðs Hvalfjarðarsveitar.

5.Framkvæmdaleyfi - Olíubryggja Olíudreifingar á Miðsandi Hvalfirði, dýpkunarframkvæmdir

1602024

Borist hefur erindi frá Olíufdreifingu dags. 10. febrúar 2016 varðandi framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar við olíubryggju á Miðsandi Hvalfirði.
Afgreiðslu frestað samanber lið 2. í fundargerð.

6.Grundartangi - Klafastaðavegur 5 - framkvæmdaleyfi

1601022

Borist hefur erindi frá Faxaflóahöfnum dags. 22. janúar 2016 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir lóðargerð Klafastaðavegur 5, Grundartanga.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

1308017

Á 62. fundi USN nefndar 17. desember 2015 varð gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni að vinna málið áfram."
Skipulags- og umhverfisfulltrúi og formaður hafa skoðað málið og m.a. fundað með Skipulagsstofnun. Formaður kynnti málið fyrir nefndarfólki og lagði til að Hvalfjarðarsveit hæfist handa við flokkun landbúnaðarlands í sveitarfélaginu enda sé það í samræmi við þá stefnu sem sett er fram í núgildandi aðalskipulagi. Samhliða verði settur af stað stýrihópur til að fylgja þessari vinnu eftir. Í stýrihópnum sitji Daníel Ottesen, Guðjón Jónasson og Arnheiður Hjörleifsdóttir.

8.Skjólskógar við Hafnarfjall.

1511015

Á 62. fundi USN nefndar 17. desember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd leggur til við sveitarstjóra að verða við erindinu og eiga fund með bréfritara.
Fulltrúar USN verða skipulags- og umhverfisfulltrúi og varaformaður USN nefndar."
Sveitarstjóri, skipulags- og umhverfisfulltrúi og varaformaður USN nefndar áttu fund með Skógræktarfélagi Borgarfjarðar um áform þeirra að gróðursetja skjólskóga við Hafnarfjall til að auka öryggi vegfarenda. Einnig sátu fundinn fulltrúi frá Kolviði, fulltrúi frá LBHÍ, Vesturlandsskógum, oddviti og sveitarstjóri.
Vel var tekið í verkefnið og ákveðið að vinna það áfram.

9.Slaga - ósk um stækkun skógræktarreits

1501019

Á 62. fundi USN nefndar 17. desember 2015 varð gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og varaformanni að óska eftir fundi með bréfritara og vinna málið áfram."
Skipulags- og umhverfisfulltrúi og varaformaður USN nefndar áttu fund með fulltrúum Skógræktarfélags Akraness um áform þeirra að fá aukið landsvæði til útplöntunar. Vel var tekið í verkefnið. Akranes hefur aðkomu að þessu verkefni þeirra þannig að áður en að skipulagsferli færi af stað þá var ákveðið að Skógræktarfélagið ræddi við Akraneskaupstað.

10.Glammastaðir - deiliskipulag milli þjóðvegar og Þórisstaðavatns

1506031

Á 63. fundi USN nefndar 22. janúar 2016 varð gerð eftirfarandi bókun: " Frestað. Samþykkt að veita umsækjanda hæfilegan frest til að tjá sig um innsendar athugasemdir og erindi.
Afstaða umsækjanda skal berast fyrir 10. febrúar n.k. en stefnt er að afgreiða málið á næsta fundi.
Nefndin óskar einnig eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins á innsendum umsögnum.
Vísað til áframhaldandi vinnslu skipulagsfulltrúa og lögmanns sveitarfélagsins."
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindi Valz ehf. um að deiliskipuleggja hluta af Glammastaðalandi milli þjóðvegar og Þórisstaðavatns eins og fram kemur tillögu félagsins. Tillaga að deiliskipulagi gerir ráð fyrir tveggja hæða byggingu og útihúsum. USN nefnd hafnar byggingum svo nærri Þórisstaðavatni og telur rétt að ekki verði byggt nær vatninu en 100 metra til að þrengja ekki frekar að vatninu, tryggja aðgengi að veiðivatni og vernda lífríki þess. Nefndin telur það í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar þar sem segir að svæði meðfram ám og vötnum séu óbyggð mannvirkjum öðrum en göngu- og veiðivegum. Svæðin skulu nýtt til útivistar og stangveiði.

11.Óskað eftir að skipulögð frístundabyggð í landi Beitistaða (sunnan þjóðvegar) verði breytt í íbúðabyggð.

1503044

Á 63. fundi USN nefndar 22. janúar 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúi sendi erindið til umsagnar hjá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Umsagnir hafa borist frá báðum aðilum.
Málinu frestað."
Þann 13. mars sl. óskuðu eigendur lands og lóða í skipulagðri frístundabyggð sunnan þjóðvegar í landi Beitistaða eftir að breyta skilgreindri frístundabyggð í íbúðabyggð. Svæðið liggur milli þjóðvegar 1 og Grunnafjarðar sem er friðlýstur og samþykktur sem Ramsar svæði. Vegna legu landsins leitaði USN nefnd umsagna Vegagerðar og Umhverfisstofnunar um þessa fram komnu beiðni. Hvorug stofnunin leggst gegn breytingunni en Umhverfisstofnun bendir á að fráveita sé skv. reglugerð nr. 798/1999 en í grein 7.2 segir að skólp skuli hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa ef viðtaki er viðkvæmur eða nýtur sérstakrar verndar. Stofnunin telur í þessu sambandi æskilegt að settir verði safntankar frekar en rotþrær við húsin á svæðinu verði þau heilsárshús og allri seyru ekið í burt svo ekki sé hætta á að mengun berist í Grunnafjörð. Nefndin telur sig hafa aflað þeirra gagn sem þarf til að taka upplýsta ákvörðun um málið. Umrædd beiðni kallar á breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar og að mati nefndarinnar er um stefnumarkandi ákvörðun að ræða sem breytir áherslum aðalskipulags varðandi þróun þéttbýlis í Hvalfjarðarsveit. Standi hugur sveitarstjórnar til þess, leggur USN nefnd til að fundað sé með bréfriturum og þeim gerð grein fyrir hvað slík breyting hefur í för með sér.

12.Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, RÚV - reitur.

1602013

Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 4. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar á tillögu að breytingu Aðalskipulags Reykjavíkur 2020-2030, RUV reitur.
Lagt fram og kynnt. USN nefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar skipulagsins sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Hagamelur 9 - Bílskúr

1512029

Á 213. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar hjá USN-nefnd í ljósi þess að umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum."
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Melahverfis sbr. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar fjölda hæða húsa í skipulaginu þannig að húseigendur megi byggja allt að 2ja hæða byggingar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 37

1602004F

15.Galtarvík 2 - Sumarhús 4 hús

1602014

Sótt hefur verið um af Geir Harðarsyni kt.211272-2959 umráðanda Galtarvíkur 2 að byggja 4 frístundarhús á lóðinni sem eru hvert um sig 25 fm. Lóðin er 6,9 ha og skilgreind sem íbúðarhúsalóð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Lóðin er innan þynningarsvæðis og ekki er gildandi deiliskipulag á henni.
Byggingarleyfisumsókninni er synjað þar sem umsóknin samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Fundi slitið.

Efni síðunnar