Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

160. fundur 18. maí 2022 kl. 15:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Jóhanna Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Ása Hólmarsdóttir boðaði forföll.
Ragna Ívarsdóttir boðaði forföll.

1.Umsögn um matsáætlun vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

2205036

Erindi frá Skipulagsstofnun.
Landsnet hf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi matsáætlun um ofangreinda framkvæmd, móttekin 2. maí 2022, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Óskað er eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um meðfylgjandi matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 8. júní 2022 á tölvupóstföngin: skipulag@skipulag.is og jakob.gunnarsson@skipulag.is.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna umsögn á grundvelli umræðna á fundinum og fyrri bókunar um málið.

2.Famkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum.

2009025

Tilkynning Ferðamálastofu um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Um er að ræða 3,5 miljón króna styrk vegna áframhaldandi vinnu við öryggismál við fossinn Glym í botni Hvalfjarðar.
Lagt fram til kynningar.

3.Framkvæmdaleyfi sveitarfélaga 2022.

2205041

Erindi dags. 27.04.2022 frá Umhverfisstofnun.
Umhverfisstofnun vill vekja athygli á að samkvæmt 6. mgr. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd skal leyfisveitandi senda Umhverfisstofnun afrit af framkvæmda- og byggingarleyfum, vegna framkvæmda sem hafa í för með sér röskun á vistkerfum og jarðminjum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga.

Ákveði leyfisveitandi að heimila framkvæmdir sem fara í bága við umsagnir umsagnaraðila skal einnig fylgja rökstuðningur fyrir ákvörðuninni. Umsagnaraðilar hvað framkvæmda- og byggingarleyfi auk deili-, aðal- og svæðisskipulag varðar eru Umhverfisstofnun og viðkomandi náttúruverndarnefnd samkvæmt 61. gr. og 68. gr. laganna. Jafnframt er Náttúrufræðistofnun Íslands umsagnaraðili við gerð deiliskipulags á svæði sem nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga, sbr. 68. gr. laganna.

Umhverfisstofnun óskar því eftir því að fá afrit af framangreindum leyfum, og eftir atvikum rökstuðningi fyrir ákvörðuninni, sent á netfangið ust@ust.is merkt „Framkvæmdaleyfi/Byggingarleyfi“.

Lagt fram til kynningar.

4.Fellsendavegur-héraðsvegur

2012031

Svar lögmanns sveitarfélagsins við bréfi Vegagerðarinnar frá 15.03.2022 vegna Fellsendavegar.
Lagt fram til kynningar.

5.Birkihlíð 18 - Umsókn um byggingarleyfi

2204003

Erindi sem vísað var til Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar frá byggingarfulltrúa.
Sótt er um leyfi fyrir utanhússklæðningu sem ekki er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd hafnar erindinu á grundvelli gildandi deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi svæðisins, en mælist til að farið verði í deiliskipulagsbreytingu í samráði við landeigendur.

6.Narfastaðaland 5 no.3 - Umsókn um byggingarleyfi

2204046

Erindi sem vísað var til Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar frá byggingarfulltrúa.
Ósk um byggingarleyfi á svæði þar sem ekki er deiliskipulag fyrir hendi.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum Narfastaða.
Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.

7.Málefni lóða á Móhólsmelum

2205026

Erindi frá Sókn lögmannsstofu m.a. varðandi skipulag í landi Móhólsmela L221805, nánar tiltekið vegna lóðanna Móhóls 7 og Móhóls 8.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins að rita minnisblað um málið. Afgreiðslu málsins frestað.

8.Bjarkarás 11 - Grenndarkynning - byggingarleyfi

2109006

Álit lögmanns sveitarfélagsins vegna byggingarleyfisumsóknar sem byggingarfulltrúi vísaði til nefndarinnar.
Í ljósi minnisblaðs frá lögmanni sveitarfélagsins, sem nefndin óskaði eftir og þess að sú umsókn, sem nú er til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu, hefur ekki verið grenndarkynnt fyrir öðrum eigendum lóða við Bjarkarás sbr. 1. grein skipulagsskilmála deiliskipulagsins, leggur umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum í Bjarkarási.

9.Narfabakki.

2101108

Umsókn um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Narfabakka úr landi Narfastaða.
Umrætt deiliskipulag samræmist ekki gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og því er erindinu hafnað og málsaðila bent á að senda erindið inn að nýju þegar nýtt aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 hefur tekið gildi.

10.Deiliskipulagsbreyting-Vestri Leirárgarðar.

2102006

Ósk um endurupptöku máls vegna deiliskipulags fyrir Vestri-Leirárgarða.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur að ekki séu nægilegar forsendur til að endurupptaka málið á meðan ekki er tryggð kvöð um gegnumakstur eða ný hjáleið og getur því ekki orðið við erindinu.

11.Litla Botnsland 3 - Umsókn um byggingarleyfi

2204012

Erindi sem vísað var til Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar frá byggingarfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.

12.Litla Botnsland - 133201 - Umsókn um byggingarleyfi

2203019

Erindi sem vísað var til Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar frá byggingarfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.

13.Br.ASK-Draghálsvirkjun

1911008

Þann 17. janúar 2022 hélt sveitarfélagið fund með fulltrúum Dragháls þar sem m.a. var rætt um fyrirhuguð rif á óleyfismannvirkjum sem risið hafa í landi Dragár.
Á fundinum ræddu fulltrúar Dragháls um að þeir hyggðust reyna að ná samkomulagi við veiðifélagið um að nýta virkjunarmannvirkin til miðlunar vatns fyrir Laxá. Voru þessar hugmyndir ræddar á fundi veiðifélagsins í árslok 2021. Fundur var haldinn hjá Veiðifélagi Laxár miðvikudaginn 30. mars 2022 þar sem fulltrúar Dragháls hefðu farið yfir sínar hugmyndir um hvernig nýta mætti stíflumannvirki sem risin væru til vatnsjöfnunar fyrir vatnasvæði Laxár. Í framhaldi fundarins ætluðu fulltrúar Dragháls að senda veiðifélaginu formlegt erindi vegna málsins sem og var gert.

Í svari veiðfélagsins með bréfi dags 18.05.2022 vísaði veiðifélagið til þess að engar nýjar forsendur hafi komið fram er breyti fyrri afstöðu veiðifélagsins.

Fyrir liggur að gerð stíflunnar er óleyfisframkvæmd og ljóst að forsendur munu ekki breytast.
Umhverfis, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarsjórn að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að sjá til þess að niðurrif stíflumannvirkja verði hafið sem fyrst og dagsektum beitt ef þörf krefur.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar