Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

143. fundur 06. júlí 2021 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Jóhanna Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
DO formaður nefndarinnar var ekki á fundinum og stjórnaði varaformaður GJ fundinum.

1.Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.

2010084

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 15. júní 2021 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2040. Aðalskipulagstillagan er uppfærð og endurbætt útgáfa þess aðalskipulags (AR2030) sem staðfest var fyrir rúmum 7 árum. Tillagan byggir þannig á sýn og stefnumörkun AR2030, sem staðfest var í febrúar árið 2014 að undangengnu löngu og ítarlegu samráðs- og kynningarferli. Breytingartillögur miða allar að því að tryggja betur framfylgd núgildandi megin markmiða aðalskipulagsins um sjálfbæra borgarþróun. Breytingarnar snúa einkum að stefnu um íbúðarbyggð innan þéttbýlis borgarinnar. Auk þess eru boðaðar stöku breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040 og í tilefni þess eru sett fram ný megin markmið í völdum málaflokkum.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

2.Ósk um umsögn vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

2107001

Tillaga þessi að breytingu á aðalskipulagi nær til svæðis sunnan Hálsasveitarvegar nr. 518, sem liggur
að Húsafelli, til suðurs upp í brekkur Útfjalls og austur fyrir bæjartorfuna hjá Húsafellsbænum.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022.

3.Norðurál-Grundartanga - umsókn um tvö framkvæmdaleyfi

2107002

Meðfylgjandi eru tvær umsóknir um framkvæmdaleyfi fyrir losun á starfsleyfisskildu efni í flæðigryfju Norðuráls.
1) Umsókn um endurnýjun framkvæmdaleyfa fyrir losun efnis í flæðigryfjur á Grundartanga, svæði E og F
2) Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir losun efnis í flæðigryfjur á Grundartanga, svæði H.

Í tengslum við samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis er óskað eftir því að gildistími framkvæmdaleyfanna sé þar til umrædd svæði eru að fullu nýtt.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfin.

4.Eystri-vestri Leirárgarðar vegstæði

2106060

Vísað er til erindis Veiðifélags Leirá dags. 23. april 2021 þar sem farið er fram á að skipulagsyfirvöld beittu sér fyrir opnun akstursleiðar í landi Vestri-Leirárgarða. þá vísast til annara samskipta vegna málsins.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd tók erindið til umfjöllunar.
Að lokinni vinnu við sáttaviðræður milli landeigenda án árangurs leggur nefndin til að sveitarstjórn ákvarði hvort grípa þurfi til álagningu dagsekta á hendur eigenda Vestri-Leirárgarða, vegna þess sem nefndin telur ólögmætar aðgerðir landeiganda, sbr. 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umræddar aðgerðir landeigandans miða að því að koma í veg fyrir gegnumakstur í gegnum jörðina en skv. gildandi deiliskipulagsáætlun hvílir lögmæt skipulagskvöð um gegnumakstur á jörðinni.
5.Hjallholt 14 - frístundarhús mhl.01

2106053

Umsókn um byggingarleyfi á við Hjallholti 14 í landi Þórisstaða.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Hjallholt 12, 13, 15, 16, 17 og landeigandi.

6.Erindi til sveitarfélasins vegna fyrirhugaðs skipulags og framkvæmda í landi Leirá

2106068

Fyrirspurn: Fyrirhugað er að stofna lóðir í landi Leirá, snýr fyrspurnin að lagninu vegar, vatni og veitum að svæðinu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með Verkefnisstjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar.
Ljóst er að viðkomandi veitur munu verða aðgengilegar á svæðinu.

7.Birkihlíð 39 - Frístundahús

2001028

Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi við Birkihlíð 39.
Óskað er eftir að mænisstefna sé breytt samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna byggingarleyfi fyrir breyttri mænisstefnu í landi Kalastaða. Í gildandi deilskipulagi er sýnd mænisstefna á skipulagsuppdrætti og einnig í greinagerð skipulagsins stendur í kafla 4.2: "Mænisstefna er sýnd á skipulagsuppdrætti og fylgir hún að mestu landhalla og skal aðalstefna húss fylgja henni".

8.Narfastaðaland 1 no. 1A - stofnun lóða Engjalækjar 1-4

2106052

Fyrirhugað er að stofna þrjár lóðir Engjalæk 1-4 úr landi Narfastaðlands 1 no.1A.


Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn stofnunar Árna Magnússonar vegna nafngifta lóða.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar