Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

131. fundur 16. febrúar 2021 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
  • Jökull Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Skólastígur 3 - skipulag og nýting.

2010029

Gestur fundarins er Sighvatur Lárusson formaður stjórnar Lifandi samfélags.
Gestur fundarins boðar forföll, málinu frestað.

2.Birkihlíð 34 - endurskoðun - aðalskipulag

2101106

Erindi dags. 19.01.2021.
Lóðarhafi sækir um að lóð nr. 34 í Birkihlíð í landi Kalastaða verði endurskilgreind sem lóð undir atvinnustarfsemi, við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
Atvinnustarfsemin felst í útleigu á frístundahúsi til gesta, en lóðin liggur að landamörkum Kalastaða og Saurbæjar.
Í húsinu hefur verið útleigustarfsemi frá því árið 2013.
Lóðin Birkihlíð 34 er 7.964 m2 að stærð, á lóðinni er einn matshluti, 01, sem er sumarhús, 107,4 m2 að stærð og byggt árið 2013 skv. Þjóðskrá Íslands.
Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar og skv. deiliskipulagi fyrir Birkihlíð, er svæðið skilgreint sem frístundasvæði.
Erindinu vísað til áframhaldandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

3.Deiliskipulagsbreyting-Vestri Leirárgarðar.

2102006

Erindi dags. 02.02.2021 frá Jees arkitektum f.h. landeiganda.
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 12.04.2011 fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir stækkun byggingarmagns og byggingarreita fyrir einbýlishús, hesthús og fjárhús, er það gert til að hafa aukið svigrúm fyrir staðsetningu mannvirkja og /eða stækkun þeirra.
Felld er út kvöð um gegnumakstur, felldur út byggingarreitur austast á reitnum fyrir allt að 300 m2 íbúðarhús á tveimur hæðum (íbúðarhús 1), felld út lóð og byggingarreitur fyrir allt að 2000 m2 reiðhöll.
Byggingarmagn núverandi íbúðarhúss/bílskúrs nyrst á svæðinu, aukið úr 300 m2 í 400 m2.
Byggingarmagn núverandi hesthúss/hlöðu/véla- og verkfærageymslu aukið úr 500 í 700 m2.
Byggingarmagn núverandi einbýlishúss/bílskúrs austast á svæðinu, aukið úr 200 í 400 m2.
Samþykkt að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að funda með landeigendum á svæðinu og vinna áfram að málinu.

4.Stöðuleyfi fyrir matarvagn.

2102022

Erindi dags. 06.02.2021.
Sótt er um leyfi fyrir matarvagni á malbikuðu bílaplani við Hvalfjarðargöng.
Vagninn hefur verið rekinn við verslun Bauhaus við Lambhagaveg 2 í Reykjavík.

Matarvagninn er nýr, búinn fullkominni aðstöðu og smekklegur í útliti.
Skv. umsóknargögnum kemur fram að vagninn uppfylli þær kröfur sem til starfseminnar séu gerðar og hefur starfsemin hlotið tilskilin leyfi Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

Í vagninum er heitt og kalt vatn, salerni og undir vagninum er geymir, sem tekur við öllu frárennsli frá honum.
Ruslafötur fylgja vagninum og hirðing þeirra er tryggð við hver dagslok, enda verður vagninn fjarlægður af vettvangi eftir lokun að kvöldi hvers dags.

Vagninn er gerður út frá Reykjavík og er með starfsleyfi fyrir færanlegri starfsemi frá Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, því er starfsemin ekki leyfisskyld frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Ekki liggur fyrir samþykki landeiganda eða lóðarhafa en Vegagerðin á áningastaðinn en Oís á landið.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Vegagerðarinnar fyrir starfseminni en með fyrirvara um að gerður verði skriflegur samningur um starfsemina þar sem m.a. fram komi staðsetning matarvagns, fyrirkomulag sorpmála og annað sem máli skiptir vegna umgengni á áningarstaðnum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og heimilar fyrir sitt leyti stöðuleyfi til eins árs fyrir matarvagni á malbikuðu bílaplani við Hvalfjarðargöng, enda liggi fyrir leyfi landeiganda og lóðarhafa.

5.Eyri-Deiliskipulag-Eyrarás og Eyrarskjól

1911042

Á 298. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var samþykkt að auglýsa deiliskipulag fyrir Eyrarás og Eyrarskjól skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á landnotkun í landi Eyrar í Svínadal og tekur til lóðanna Eyraráss (26,3 ha) sem verður landbúnaðarsvæði og Eyrarskjóls (1,61 ha) sem verður frístundasvæði. Á Eyrarási er gert ráð fyrir íbúðarhúsi og skemmu, í Eyrarskjóli er gert ráð fyrir tveimur sumarhúsum (smáhýsi) til viðbótar við það hús sem fyrir er.

Samhliða deiliskipulagi var unnin óveruleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2008-2020 er varðaði breytingu á landnotkun í landi Eyrar, henni breytt úr frístundarbyggð í landbúnaðarland. Eyrarás verður smábýli en Eyrarskjól verður áfram frístundarbyggð.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var kynningarfundur haldinn þann 7. febrúar 2021.
Athugasemdir/ábendingar bárust frá umsagnaraðilum.

Í umsögn Veðurstofu Íslands dags. 03.03.2020 kom fram að talin væri þörf á staðbundnu hættumati vegna snjóflóða vegna íbúðarhúsalóðar í skipulagstillögunni.
Með bréfi dags. 03.02.2021 barst sveitarfélaginu mat Veðurstofu Íslands á ofanflóðaaðstæðum við byggingarreiti í landi Eyrar og var niðurstaða matsins að byggingarreitir væru utan hættusvæða.

Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 12.02.2020 gerði athugasemd við kross gatnamót að Eyrarskjóli, sem hún taldi ekki æskilegt. Einnig benti Vegagerðin á að æskilegt væri að kvöð verði sett á veginn vegna framtíðarnýtingar.

Minjavörður Vesturlands gerir með bréfi dags. 10.02.2020 ekki athugasemdir.
Samgöngustofa gerir með bréfi dags. 29.01.2020, ekki athugasemdir.
Umhverfisstofnun gerir með bréfi dags. 07.02.2020 ekki athugasemdir.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir með bréfi dags. 23.01.2020 ekki athugasemdir, en ábendingu.
Skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum en breytingin felst í því að búið er að setja inn texta um niðurstöðu ofanflóðamats um að byggingarreitir liggi utan hættusvæða.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

6.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk).

2101013

Erindi frá Akraneskaupstað. Á 322. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 26.01.2021 var tekið fyrir erindi dags. 13.01.2021 frá Akraneskaupstað og samþykkti sveitarstjórn að vísa erindinu til umsagnar hjá Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd.
Um er að ræða land sem kallað er Grjótkelduflói og Slaga, þar sem fyrirhugað er að atvinnustarfsemi muni rísa í framtíðinni og óskar bæjarstjórn Akraness eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samkomulag verði gert um færslu sveitarfélagamarka (staðarmarka) sbr. fylgigögn sem fylgdu með erindinu.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kalla eftir ábendingum/athugasemdum aðliggjandi landeigenda vegna marka landeigna vegna erindisins.

7.Tillaga um breytingar á samkomulagi um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga.

2012034

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf.
Á 321. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN-nefnd.
Málið snýst um samkomulag sem Hvalfjarðarsveit og Faxaflóahafnir gerðu um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga sem undirritað var 6. maí 2015.
Í ljós hefur komið að mati Faxaflóahafna, að tilvísun í A flokk viðauka 1 með lögum um mat á umhverfisáhrifum þarfnast endurskoðunar.
Í þann flokk geta fallið ýmis verkefni sem að öllu jöfnu teldust hafa jákvæð umhverfisáhrif og teldust því vera "græn".
Má þar nefna framleiðslu á rafeldsneyti (vetni, metanóli og fl.) og föngun og binding koltvísýrings frá stóriðjunni.

Af þessum sökum fara Faxaflóahafnir þess á leit við sveitarfélagið að skoðaðar verði breytingar á samkomulaginu skv. eftirfarandi tillögu:
1 mgr. 2. gr. samkomulags Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna.
Aðilar samkomulags þessa eru sammála um eftirfarandi:

"Að við úthlutun lóða til nýrra fyrirtækja, sem við gerð samnings þessa eru ekki starfandi á Grundartanga á skilgreindum iðnaðarsvæðum, samkvæmt gildandi aðalskipulagi verði gerðar ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarks umhverfisáhrif, og starfsemi þeirra þess eðlis að hún falli ekki undir flokk A í viðauka 1 um lög um mat á umhverfisáhrifum (nr. 106/2000).
Þar sem tilgreind starfsemi, sem ávallt er háð mati á umhverfisáhrifum og getur þar af leiðandi haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif."

Tillaga að breytingu:
Aðilar samkomulags þessa eru sammála um eftirfarandi:
"Að við úthlutun lóða til nýrra fyrirtækja, sem við gerð samnings þessa eru ekki starfandi á Grundartanga á skilgreindum iðnaðarsvæðum, samkvæmt gildandi aðalskipulagi verði gerðar ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarks umhverfisáhrif."

Tillaga þessi fellir út texta um að starfsemi sem fellur undir A flokk í viðauka 1 við lög um mat á umhverfis­áhrifum sé fyrirfram útilokuð.
Starfsemi og framkvæmdir sem falla undir nefndan A flokk eru því með sömu stöðu og framkvæmdir sem falla undir B og C flokk viðaukans.
Í a-lið 2. mgr. 2. gr. samkomulagsins er áskilið að ný fyrirtæki skili Faxaflóahöfnum, Hvalfjarðarsveit og Skipulagsstofnun umhverfis­skýrslu, þar sem fyrirhugaðri starfsemi er ítarlega lýst. Á grundvelli þeirrar skýrslu taka samningsaðilar sameiginlega ákvörðun um hvort til úthlutunar lóðar komi.
Það er, að mati Faxaflóahafna, faglegri nálgun við úthlutun lóða að byggja í öllum tilfellum á formlegri umhverfisskýrslu um líkleg umhverfisáhrif í stað þess að útiloka ákveðna starfsemi án skoðunar eða mats.
Umhverfis- skipulags- og náttúrverndarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að breytingu á 1. mgr. 2. gr. samkomulags Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga, frá 06.05.2015, enda taka samningsaðilar sameiginlega ákvörðun um hvort til úthlutunar lóðar á svæðinu kemur, en skv. a-lið 2. mgr. 2. gr. samkomulagsins er áskilið að ný fyrirtæki skili Faxaflóahöfnum, Hvalfjarðarsveit og Skipulagsstofnun umhverfis­skýrslu, þar sem fyrirhugaðri starfsemi er ítarlega lýst.

8.Br.DSK-Grundartanga-efnislosunarsvæði

2009044

Deiliskipulagsbreyting fyrir Faxaflóahafnir.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti að auglýsa umhverfisskýrslu og breytingu á deiliskipulagi á vestursvæði Grundartanga á 315. fundi sínum þann 13.10.2020.
Í breytingunni fólst m.a. að útvíkka efnislosunarsvæði / flæðigryfju á vestursvæði, suðaustan (neðan) Grundartangavegar, með því að bæta við flæðigryfju við hlið þeirrar sem fyrir var, en einnig fólst í breytingunni að leiðrétta lóðarstærðir, skipta upp lóðum við Tangaveg og Klafastaðaveg.
Kynning deiliskipulagstillögunnar var haldin 6. nóvember 2020 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og var tillagan einnig auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, á heimasíðu sveitarfélagsins og í lögbirtingarblaði.
Frestur til að skila athugasemdum var til 18. desember 2020.
Athugasemdir/ábendingar bárust frá eftirtöldum aðilum: Náttúrufræðistofnun Íslands, sem gerði engar athugasemdir. Vegagerðin, sem gerði engar athugasemdir en kom með ábendingar. Samgöngustofa, sem gerði engar athugasemdir.
Minjastofnun Íslands, Minjavörður Vesturlands sem gerði engar athugasemdir, en ábendingar.
Umhverfisstofnun sem gerði ekki athugasemdir.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, sem gerði engar athugasemdir en kom með ábendingar.
Ekki barst bréf eða athugasemdir frá Veðurstofu Íslands.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi á Grundartanga, enda bárust engar athugasemdir á auglýsingar- og kynningartíma skipulagsins.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með áorðnum breytingum og afgreiða skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar skv. 3. mgr. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Belgsholt L133734 - fjós - Mhl. 28

2101012

Landeigandi sækir um byggingarleyfi fyrir nautgripahúsi í Belgsholti í Hvalfjarðarsveit skv. aðaluppdráttum frá Al-Hönnun ehf.
Um er að ræða viðbyggingu við eldra fjós, matshluti 28, stærð viðbyggingarinnar er 15,08 x 50,25 eða 757,77 m2 að grunnfleti, auk tengibyggingar og haugkjallara.
Húsið verður reist á steinsteyptum sökklum og verður með forsteyptum veggjum í haugkjallara og að hluta til steyptum útveggjum nautgripahúss, en hluti útveggja verða stálvirki auk þaks sem verður klætt samlokueiningum með steinullareinangrun.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Belgsholt nr. 2.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

10.Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka - kynning á tillögu að matsáætlun

2102056

Vegna áforma Hólaskarðs ehf. um efnistöku í Bakka- og Skorholtsnámu í Hvalfjarðarsveit, er tillaga að mati á umhverfisáhrifum (matsáætlun) vegna efnistökunnar nú til kynningar til og með 18. febrúar 2021 og gefst almenningi tækifæri til að koma með athugasemdir við tillöguna til og með 18. febrúar 2021.
Efnistaka hefur verið á svæðinu í áratugi en nú stendur til að stækka efnistökusvæðið.
Efnistakan mun fara fram á landskika sem er staðsettur á milli Bakkanámu og Skorholtsnámu auk þess efnis sem enn er nýtanlegt úr Bakkanámu.
Áætluð efnistaka er um 1,4 milljón m3 á um 5 ha svæði.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla hágæða jarðefna og steinefna sem ætlað er í steypuframleiðslu.
Tilgangur matsins er að stuðla að því að efnið og efnisvinnslan hafi sem minnst umhverfisáhrif í för með sér.
Athugasemdir ef einhverjar eru, skal merkja „Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka“ og senda á netfangið aron.geir.eggertsson@efla.is

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla þessi er drög að tillögu að matsáætlun og er hún kynnt á vinnslustigi í tvær vikur, en á síðari stigum fær Skipulagsstofnun matsáætlunina og kynnir hana formlega fyrir hagsmunaaðilum og í því ferli mun sveitarfélagið veita umsögn um málið.

11.Birkihlíð 39 - Frístundahús

2001028

Sótt er um byggingarleyfi fyrir Birkihlíð 39 í Kalastaðalandi í Hvalfjarðarsveit, en byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar.
Samkvæmt ákvæðum skipulagsskilmála kemur fram í grein 4.2 að aðalbyggingarefni húsa skuli vera timbur en skv. aðaluppdráttum er burðarvirki neðri hæðar sem og milliplötu úr steinsteypu, en efri hæðar úr timbri. Í skipulags- og byggingarskilmálum deiliskipulagsins og skv. grein 4.2 í greinargerð kemur fram að hámarkshæð frístundahúsa frá jörðu sé 6 m. Á deiliskipulagi er gert ráð fyrir að mænisstefna húsa skuli vera skv. skipulagsuppdrætti.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd frestar afgreiðslu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

12.Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir skilti við Miðgarð

2102057

Sótt er um leyfi fyrir skilti á bílaplani við Miðgarð.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir upplýsingaskilti á bílaplani við Miðgarð enda liggi fyrir afstaða Vegagerðarinnar vegna staðsetningar skiltisins.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar