Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

124. fundur 17. september 2020 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Br.Aðalskipulags 2008-2020-Bjarkarás - íbúðarsvæði Í2

2009024

Gerð verður minni háttar breyting á aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Uppdráttur aðalskipulags er óbreyttur, þ.m.t. stærð og aðkoma. Gerð er breyting á texta greinagerðar bls. 26 sem snýr að heimild frá því að reisa einbýlishús á einni hæð yfir í tvær hæðir.
Gerð er minniháttar breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar á íbúðarsvæðinu Bjarkási Í2.
Um er að ræða breytingu á greinagerð bls. 28 en tafla óbreytt.
Fyrir breytingar í Bjarkarási:
- Heimilt að reisa einbýlsihús á einni hæð.
- Þéttleiki íbúðasvæðis er að hámarki 1,1 íbúð á hvern hektara.
- Gert er ráð fyrir að hámarki 11 íbúðarhúsum á svæðinu.
Eftir breytingar í Bjarkarási:
- Heimilt að reisa einbýlishús á einni til tveim hæðum.
- Þéttleiki íbúðasvæðis er að hámarki 1,1 íbúð á hvern hektara.
- Gert er ráð fyrir að hámarki 11 íbúðarhúsum á svæðinu.

Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd telur breytinguna óverulega þar sem lóðir eru stórar og hverfandi hætta á að hækkun bygginga úr einni í tvær hæðir hafi áhrif á aðliggjandi lóðir eða skerði útsýni eða ásýnd svæðisins.

Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samkvæmt 2. mgr, 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. breytingar á gildandi aðalskipulagi.

2.Br.aðalskipulag-skipulagstillaga í landi Móa

1908020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna svæðis fyrir verslun og þjónustu að Móum.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008 - 2020 vegna svæðis fyrir verslun og þjónustu að Móum. Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 "Móar" samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.

3.Br, á deiliskipulagi Melahverfi II

2007004

Breytingartillaga á deiliskipulagi Melahverfi II.
Deiliskipulagsbreytingin felst í meginatriðum að breyta skipulagsmörkum með hliðsjón af skógræktarsvæðinu og draga úr umfangi íbúðarbyggðar þar. Innan breyttra deiliskipulagsmarka Melahverfis II er fyrirkomulagi lóða og skilmálum um íbúðalóðir breytt.
Helstu markmið deiliskipulagsins eru:
- að mæta eftirspurn fyrir nýjar íbúðahúsalóðir í Hvalfjarðarsveit.
- að fella fyrirhugaða byggð að núverandi byggð í Melahverfi og mynda sterka bæjarheild.
- að bjóða upp á fjölbreytni í búsetuformi og skapa búsetuskilyrði fyrir breiðan og ólíkan samfélagshóp.

Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytingar á Melhverfi II í samhvæmt 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Hlíðarbær-nýtt deiliskipulag

2007003

Deiliskipulag þetta nær til hverfisins Hlíðarbæjar sem er í norðanverðum Hvalfirði ofan við Hvalfjarðarveg nr. 47. Deiliskipulag fyrir Hlíðarbæ var gert árið 2006 og var þar gert ráð fyrir 29 lóðum fyrir utan þær 9 íbúðalóðir sem nú eru byggðar.
Deiliskipulag fyrir Hlíðarbæ var gert árið 2006 og var þá gert ráð fyrir 29 lóðum fyrir utan þær 9 íbúðahúsalóðir sem nú þegar eru byggðar. Aðeins hefur eitt hús verið byggt eftir að deiliskipulagið tók gildi. Hér er því sett fram nýtt deiliskipulag sem fellir eldra skipulag úr gildi. Í nýju deiliskipulagi er svæðið töluvert minna og ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.

5.DSK-Krossland enduskoðað skipulag.

2002004

Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem þéttbýli (Krossland, áfangi 1) í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Með gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra deiliskipulag úr gildi, sem staðfest var í júlí 2005, ásamt síðari breytingum.
Í gildandi deiliskipulagi sem fellur úr gildi við samþykkt nýs deiliskipulags eru nokkrar breytingar sem hafa verið gerðar á því og talin er þörf á að taka saman þær breytingar og gera fyrirhugaðar breytingar í nýju endurskoðuðu skipulagi.
Tillagan gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu með mismunandi húsagerðum til að mæta auknum kröfum varðandi uppbyggingu og stækkun í kringum þéttbýlið í nálægð við Akranes og höfuðborgasvæði. Gert er ráð fyrir allt að 126 íbúðum á 31 lóð.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.

6.Stóri-Botn-Furugerði-deiliskipulagstillaga

2001005

Stóri-Botn, deiliskipulagstillaga Furugerði.
Fyrir liggur samþykki Umhverfisráðuneytisins og álit Skipulagsstofnunar sem gerir ekki athugasemd við að undanþága verði veitt á grundvelli staðhátta og telur staðsetningu frístundahúss svo nærri lóðarmörkum komi ekki til með að valda ónæði eða takmarki nýtingu nærliggjandi lóða. Í ljósi framangreinds fellst Umhverfisráðuneytið á að veita undanþágu frá ákvæði 5.3.2.12 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 fyrir byggingu frístundahúss í samræmi við tillögu að deiliskipulagi dags. 7.apríl 2020.
Nefndin tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands að fara með gát við framkvæmdir og forðast rask á birkikjarri og skógi og einnig athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.

7.Umsókn um heiti lóðar Narfastaðaland 4-2b í Narfabakka.

2009017

Umsókn um breytingu á heiti lóðar Narfastaðaland 4/2b í Narfabakka.
Umsókn um nafnabreytingu á Narfastaðalandi 4 no. 2b í Narfabakka.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis og - skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn stofnunar Árna Magnússonar á bæjarnafninu Narfabakka.

8.Hafnarskógar 36

2009008

Fyrirhugað byggingarleyfi fyrir Hafnarskóga 36.
Mænisstefna mannvirkis ekki í samræmi við deiliskipulag.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum á Hafnarskógum 34 og 38, samkvæmt 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi á skógrækt í landi Kúludalsár.

2009006

Tilkynning um skógrækt / ósk um framkvæmdaleyfi
Afgreiðslu frestað.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að halda fund með málsaðilum og Vegagerðinni.

10.Famkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum.

2009025

Opið fyrir umsóknir í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til kl 12 á hádegi þann 6. október 2020.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið frekar.

11.Aðalskipulag Akraness-breytinga-stækkun Skógarhverfis

2009002

Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017.
Breyting felst m.a. í stækkun Skógarhverfis. Íbúðarsvæði stækkar á kostnað skógræktarsvæðis og iþróttasvæðis.
Samkvæmt tillögunni er íþróttasvæði við Skógarhverfi breytt í útivistarsvæði. Tjaldsvæði við Garðalund verður útivistarsvæði. Garðalundur er minnkaður og miðast við gömlu skógræktarmörkin. Gert er ráð fyrir nýrri tengingu við Akrafjallsveg (Þjóðveg) norðan Skógarhverfis. Svæðið fyrir verslun og þjónustu (hótelreitur) er fellt út og verður útvistarsvæði. Stígakerfi er lagað að breyttum mörkum Skógarhverfis.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við breytinar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017.

12.DSK-Garðalundur-Lækjarbotnar

2009003

Skipulagssvæðið er á norður- og austurjaðri byggðar á Akranesi. Það afmarkast af golfvelli golfklúbbsins Leynis, byggð við Jörundarholt, lóð Byggðasafnsins í Görðum, núverandi byggð í Skógarhverfi og Akrafjallsvegi.
Deiliskipulagið tekur yfir Garðalund, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness (Þverkelda og Lækjarbotnar) ásamt skógræktarsvæði í Klapparholti sem liggur að mörkum Skógahverfis. Í skipulaginu er m.a. gerð grein fyrir afmörkun skógræktar og opinna svæða, aðkomu ökutækja, bílstæðum, stígakerfi í tengslum við aðliggjandi svæði s.s. leiksvæðum, matjurtargörðum, núverandi og fyrirhuguðum byggingum. Við gildistöku nýs deiliskipulags verður deiliskipulag Garðalundar frá 2010 fellt úr gildi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við deiliskipulagstillögu Garðalundar - Lækjarbotna.

13.DSK-Skógarhverfis-áfanga 3A

2009004

Skógarhverfi Akranesi, deiliskipulag 3.áfanga.
Skógarhverfi afmarkast í suðri af Ketilsflöt og Flatahverfi, í vestri af Þjóðbraut, af skógræktarsvæðum í Garðaflóa til norðurs og af Garðalundi og golfvelli til austurs.
Skipulagið markast af stofnlóð (skólalóð) að Asparskógum 25 til vesturs, raðhúsalóðum við Álfalund, Fjólulund og Akralund til suðurs og óbyggðu svæði (framtíðabyggð) til norðurs. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir svæði fyrir vatnsfarveg sem er liður í ofanvatnslausnum og nýtist sem útivistarsvæði.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna deiliskipulagstillögu Skógarhverfis áfanga 3A.

14.Aðalskipulagbreyting í Reykjavík- Sérstök búsetuúrræði- Drög að breytingartillögu til kynningar

2009023

Markmið aðalskipulagsbreytingar er að skerpa almennt á landnotkunarheimildum er varða staðsetningu sértækra búsetuúrræða. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að finna ýmsum sérstökum búsetuúrræðum stað í landi borgarinnar. Af gefnu tilefni er brýnt að skýra betur heimildir um mögulega staðsetningu þessara húsnæðislausna innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins.
Sérstök búsetuúrræði geta verið heimil innan eftirfarandi landnotkunarsvæða: Íbúðarbyggðar (ÍB),
Samfélagsþjónustu (S), Verslunar- og þjónustusvæða (VÞ), Miðsvæða (M), Athafnasvæða (AT),
Hafnarsvæða (H), Iðnaðarsvæða (I), Opinna svæða (sbr. kaflinn Opin svæði til sérstakra nota, bls.211) og Landbúnaðarsvæða (L). Innan íbúðarbyggðar, svæða fyrir samfélagsstofnanir, opinna svæða sem eru skilgreind sem sérstök útivistarsvæði eða íþróttasvæði, er staðsetning búsetuúrræða ávallt háð gerð deiliskipulags. Innan atvinnusvæða (verslunar- og þjónustusvæða,miðsvæða, athafnasvæða, iðnaðarsvæða og hafnarsvæða), landbúnaðarsvæða og opinna svæða sem ekki eru skilgreind sérstaklega í aðalskipulagi, verði mögulegt að setja niður búsetuúrræði án undangenginnar breytingar deiliskipulags, enda byggingar einkum staðsettar innan þegar skilgreinds byggingarreits eða lóðar samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi og í samráði við lóðarhafa eða landeiganda.
Eftirfarandi viðmið skulu vera almennt leiðbeinandi við staðsetningu búsetuúrræða af þessu tagi og mikilvægt að meirihluti þessara skilyrða verði uppfyllt:
- verði í göngufæri við verslun og þjónustu
- verði í grennd við almenningssamgöngur
- verði í nálægð við friðsæl og heilnæm útivistarsvæði
- verði innan fjölbreyttrar og blandaðrar byggðar, þar sem fjölbreytt þjónusta er í boði
- verði innan eða í jaðri íbúðarbyggðar

Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við breytingar á aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar