Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

57. fundur 06. júlí 2015 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Guðjón Jónasson aðalmaður
 • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður
 • Ólafur Melsted embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Norðurál - Grundartangi - fyrirspurn um tengsl atvinnustarfsemi við skipulag.

1506050

Borist hefur fyrirspurn frá Umhverfisstofnun dags. 16. júní 2015 varðandi tengsl atvinnustarfsemi við skipulag vegna Norðuráls á Grundartanga.
USN-nefnd telur framleiðsluaukningu Norðuráls í 350.000 tonna ársframleiðslu rúmast innan stefnumörkunar gildandi aðalskipulags, svo fremi sem mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa þeirra umhverfisþátta sem líkur eru á að verði fyrir umhverfisáhrifum vegna uppbyggingarinnar skulu tilteknar í greinargerð deiliskipulagsáætlunar. Þá skuli bestu fáanlegu tækni beitt til að draga úr mengun og nefndin leggur ríka áherslu á að samhliða framleiðsluaukningunni verði mengunarvarnir efldar þannig að heildarlosun flúoríða og og brennisteinstvíoxíðs aukist ekki, heldur verði unnið að því, í samræmi við stefnumörkun aðalskipulagsins, að draga úr flúormengun eins og kostur er. Því leggur USN- nefnd áherslu á það við Umhverfisstofnun að við útgáfu starfsleyfis verði viðmiðunarmörk fyrir flúor hert, þannig að losun flúors verði að hámarki 150 tonn miðað við 350.000 tonna ársframleiðslu.
USN-nefnd telur ljóst að framleiðsluaukningin rúmast ekki innan gildandi deiliskipulags. Í undirbúningi er nýtt deiliskipulag fyrir svæðið.

2.Hléseyjarvegur - beiðni um merkingu

1506054

Borist hefur beiðni frá Jóhönnu Harðardóttur og Sigurði Ingólfssyni dags. 22. júní 2015 varðandi merkingu við Hléseyjarveg. Óskað er eftir að merking verð sett upp eins fljótt og auðið er.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið nánar fyrir næsta fund.

3.Másstaðir 3 - Smáhýsi 5 talsins

1505027

Sótt er um byggingarleyfi fyrir fimm "sæluhús"á lóðinni Másstaðir 3, hvert hús er 24 fm. Málið var tekið fyrir á 55. fundi USN nefndar 5. júní 2015 og gerð eftirfarandi bókun: "USN leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúi framkvæmi grenndarkynningu fyrir landeigendur Ægissíðu, Gerði og Másstöðum landnr. 133706 skv. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga 123/2010. Málið var tekið fyrir á 198. fundir sveitarstjórnar 9. júní 2015 og eftirfarandi bókun gerð: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og óska álits Skipulagsstofnunar á atriðum sem þarfnast frekari skoðunar"
Álit Skipulagsstofnunar lagt fram og kynnt.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Leynisvegur 6 - breyting á deiliskipulagi og viðbygging

1505018

Borist hefur erindi frá Snóki verktökum varðandi breytingu á deiliskipulagi og viðbyggingu við hús. Óskað er eftir því að nýtingarhlutfall lóðar hækki úr 0.4 í 0.6, byggingarreitur stækki og að hægt verði að byggja 3-5 metra frá lóðarmörkum. Einnig er óskað eftir því að staðsetja eldsneytisdælu á lóð ásamt niðurgröfnum eldsneytistönkum og olíuskilju. Málið var tekið fyrir á 54. fundi USN nefndar 20. maí 2015 og afgreitt með eftirfarandi hætti:" USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að ræða við skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna og bréfritara"
Skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur rætt við skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna og bréfritara og skilað hefur verið inn fullnægjandi gögnum varðandi breytinguna. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sbr. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010, að undangenginni grenndarkynningu fyrir Elkem Ísland, Norðuráli, Faxaflóahöfnum og eigendum Katanesvegar 3.

5.Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál

1409023

Erindi hefur borist frá Norðuráli hf. dags. 5. mars 2015 vegna aukningar á framleiðslu Norðuráls á Grundartanga. Málið var tekið fyrir á 54. fundi USN nefndar 20. maí 2015 og gerð eftirfarandi bókun: "Málinu frestað, nefndarfólk óskaði eftir lengri tíma til að kynna sér gögnin." Málið var tekið fyrir að nýju á 56. fundi USN nefndar 16. júní 2015 og gerð var eftirfarandi bókun: "USN nefnd frestar afgreiðslu. Gögnin þarfnast lagfæringar. Skipulagsfulltrúa er falið að koma ábendingum til höfundar skipulags. Jafnframt bendir USN nefnd á bókun sveitarstjórnar frá 27. maí 2014 þar sem fram kemur að: "Hvalfjarðarsveit fer fram á að samhliða framleiðsluaukningu verði settur upp búnaður með bættu afsogi frá kerum sem í notkun eru og að það geti vegið á móti framleiðsluaukningu á stækkunartímabilinu, í samræmi við það sem Norðurál hefur kynnt opinberlega. Þannig sé unnið markvisst að því að losun flúors og brennisteinsdíoxiðs aukist ekki á iðnaðarsvæðinu, þrátt fyrir fyrirhugaða framleiðsluaukningu.""
USN-nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingu á deiliskipulagi lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó með eftirfarandi breytingum á kafla 4.2.1 í Umhverfisskýrslu deiliskipulags lóðar Norðuráls á Grundartanga:
Samkvæmt starfsleyfi hefur Norðurál leyfi til að losa brennisteinstvíoxíð sem nemur 21 kg SO2/t Al og flúoríð 0,5 kg Ftotal/t Al. Hámarks losun á ári miðað við 300.000 tonna ársframleiðslu (núgildandi starfsleyfi) er því samtals:
-
6.300 t SO2
-
150 t flúoríð

Við útgáfu nýs starfsleyfis miðað við 350.000 t ársframleiðslu er gert ráð fyrir að viðmiðunargildi vegna brennisteinstvíoxíðs verði uppfærð til samræmis við starfsleyfi álvera hér á landi með álíka framleiðslugetu en að viðmiðunargildi vegna flúoríða verði óbreytt. Samkvæmt því mun hámarkslosun á SO2 lækka niður í 18 kg/t Al. Hámarkslosun álversins væri þá eftirfarandi:

-
6.300 t SO2
-
175 t flúoríð

Eins og sjá má er hér um sama hámarks magn að ræða fyrir SO2 en ekki er gert ráð fyrir að útblástur flúoríða aukist eins og nánar er fjallað um.
Breytist í:
Samkvæmt starfsleyfi hefur Norðurál leyfi til að losa brennisteinstvíoxíð sem nemur 21 kg SO2/t Al og flúoríð 0,5 kg Ftotal/t Al. Hámarks losun á ári miðað við 300.000 tonna ársframleiðslu (núgildandi starfsleyfi) er því samtals:
-
6.300 t SO2
-
150 t flúoríð

Við útgáfu nýs starfsleyfis miðað við 350.000 t ársframleiðslu er gert ráð fyrir að viðmiðunargildi vegna brennisteinstvíoxíðs verði uppfærð til samræmis við starfsleyfi álvera hér á landi með álíka framleiðslugetu og að hámarksviðmiðunargildi vegna flúoríða verði óbreytt (hámarkslosun) þrátt fyrir framleiðsluaukninguna. Samkvæmt því mun hámarkslosun á SO2 lækka niður í 18 kg/t Al og hámarkslosun flúoríða verður áfram 150 tonn. Hámarkslosun álversins væri þá eftirfarandi:

-
6.300 t SO2
-
150 t flúoríð

Eins og sjá má er hér um sama hámarks magn að ræða fyrir SO2 og flúoríð, þrátt fyrir framleiðsluaukninguna.

6.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34

1506005F

Lagt fram og kynnt.
 • 6.1 1504020 Akrakot - Stofnun lóðar - Akrakot 1
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34 Gjöld:
  Umsýsla vegna stofnun lóðar kr. 15.500,-
  Heildargjöld kr. 15.500,-
 • 6.2 1504023 Efstiás 18 - Gestahús
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34 Gjöld:
  Afgreiðslugjald kr. 10.100,-
  Byggingarleyfisgjald 36 m², kr. 10.800,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 15.500,-
  Úttektargjald 4 skipti kr. 40.400,-
  Lokaúttekt kr. 13.900,-
  Útsetning kr. 59.500,-
  Heildargjöld samtals kr. 150.200,-

  Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 6.3 1504033 Eyrarskógur 16 - Rekstrarleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34 Gjöld
  Afgreiðslugjald vegna umsóknar kr. 10.100,-
  Úttekt vegna rekstrarleyfis kr. 10.100,-
  Heildargjöld samtals kr .20.200,-
 • 6.4 1504004 Ferstikla 3 - Gufubað / Sauna
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34 Gjöld:
  Afgreiðslugjald kr. 10.100,-
  Byggingarleyfisgjald kr. 2.700,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 15.500,-
  Heildargjöld kr. 28.300,-
 • 6.5 1504005 Miðsandur Kampur - Hvalstöð - Mhl.16
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34 Gjöld:
  Afgreiðslugjald kr. 10.100,-
  Byggingarleyfisgjald 65,9 m², kr. 19.770,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 15.500,-
  Úttektargjald 7 skipti kr. 70.700,-
  Lokaúttekt kr. 56.200,-
  Heildargjöld samtals kr. 172.270,-
  Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 6.6 1503018 Mýrarholtsvegur 2
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34 Gjöld:
  Afgreiðslugjald kr. 10.100,-
  Byggingarleyfisgjald 695,2 m², kr. 208.560,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 15.500,-
  Úttektargjald 20 skipti kr. 202.000,-
  Lokaúttekt kr. 56.200,-
  Mæling fyrir húsi á lóð 2 skipti kr. 119.000,-
  Heildargjöld samtals kr. 611.360,-

  Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 6.7 1503046 Skorholt - Stöðuleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34 Gjöld:
  Stöðuleyfi fyrir 4 einingar í eitt ár kr. 180.000,-
  Framlenging á stöðuleyfi fyrir 4 einingar kr. 80.000,-
  Gildistími stöðuleyfis er frá 01. apríl 2015 til 01. október 2016.
 • 6.8 1506013 Másstaðir 2 - Stöðuleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 34 Gildistími stöðuleyfis er frá 25.júní 2015 til 25.júní 2016. Um er að ræða eitt ár.

  Gjöld:
  Stöðuleyfi fyrir 2 einingar í 6 mánuði kr. 40.000,-
  Framlenging á stöðuleyfi fyrir 2 einingar í 6 mánuði kr. 50.000,-
  Heildargjöld samtals kr. 90.000,-

7.Hvítanes - umsókn um byggingarleyfi

1507001

Borist hefur umsókn um byggingarleyfi á stálgrindarhúsi til nautaeldis í landi Hvítaness. Byggingin stendur á sama stað og hús sem fuku í óviðri í vetur.
USN leggur til við sveitarstjórn að heimila veitingu byggingarleyfis sbr. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar