Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

34. fundur 20. mars 2024 kl. 15:30 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson aðalmaður
  • Guðbjartur Þór Stefánsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
  • Helga Harðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Svenja N.V.Auhage boðaði forföll.

1.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.

2210038

Úrgangsmál - útboð.

Á 392. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu nefndarinnar, að hafinn verði undirbúningur útboðs á sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit og felur sveitarstjóra, oddvita, formanni USNL-nefndar og umhverfisfulltrúa að hefja undirbúning og leggja fram tímalínu, áætlaðan kostnað auk tillögu að fyrirkomulagi verkefnisins og leggja fyrir USNL nefnd og sveitarstjórn."
Undirbúningshópurinn leggur til við USNL-nefnd og sveitarstjórn að gengið verði til samninga við GB Stjórnsýsluráðgjöf slf við undirbúning og ráðgjöf vegna útboðs á sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit.

2.Hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit. Verksamningur 2020-2024.

1910075

Í gildi er samningur við Hreinsitækni um hreinsun allra rotþróa við heimili, lögbýli, stofnanir sveitarfélags og hjá fleiri aðilum í sveitarfélaginu, samtals um 680 rotþrær. Samningurinn gildir til ársloka 2024, en verkkaupi getur með tilkynningu til verktaka minnst 6 mánuðum áður en samningurinn rennur út, einhliða framlengt samningnum til eins árs.
USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja núgildandi samning við Hreinsitækni um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit um eitt ár og upplýsa verktaka um það.
Jafnframt felur nefndin umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að hefja endurskoðun á eftirfarandi samþykktum:
Rotþró við heimili í Hvalfjarðarsveit, greiðsla á kostnaði. Samþykkt frá árinu 2011.
Samþykkt varðandi endurnýjun á rotþró sem telst ónýt. Samþykkt frá árinu 2014.
Samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit frá árinu 2008 að teknu tilliti til þróunar og breytinga sem átt hafa sér stað í fráveitumálum.

3.Stóri plokkdagurinn 2024.

2403025

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Allir mega stofna viðburði á Stóra Plokkdaginn og sveitarfélög landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er að bera sig að með frágang, flokkun eða urðun á hverjum stað fyrir sig.
USNL-nefnd felur umhverfisfulltrúa að vekja athygli á stóra plokkdeginum á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar og um leið að óska eftir hugmyndum að verkefnum eða viðburðum sem honum tengjast. Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í verkefninu og leggja þannig umhverfinu lið ásamt því að stunda holla og góða útiveru.
Lagt fram.

4.Samningar um refa- og minkaveiðar.

2401056

Samningar um refa- og minkaveiðar í Hvalfjarðarsveit.

Á 32. fundi USNL-nefndar var umhverfisfulltrúa, formanni USNL-nefndar og Svenju Auhage falið að funda með veiðimönnum Hvalfjarðarsveitar og kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi.
Umhverfisfulltrúi og formaður USNL nefndar gerðu grein fyrir niðurstöðum funda með núverandi refa- og minkaveiðimönnum.
USNL-nefnd metur það svo að grundvöllur sé fyrir áframhaldandi samstarfi og leggur það til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við núverandi verktaka á sama grundvelli og verið hefur, að teknu tilliti til eðlilegra hækkana á greiðslum, miðað við óbreytta upphæð frá árinu 2010.
Jafnframt felur USNL-nefnd umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að skoða markmið með minkaveiðum í Hvalfjarðarsveit og hvort hægt er að standa með öðrum hætti að þeim veiðum og þá með betri árangri.

5.Qair, umsögn um matsskyldu vegna vetnisframleiðslu.

2305052

Umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun.

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna Framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga, mál nr. 0284/2024: Kynning umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), sem nú er til kynnningar í Skipulagsgátt en kynningartími er til 26.4.2024.

Framkvæmdin er á vegum Qair og felst í framleiðslu vetnis og ammoníaks til að nota í orkuskiptum í stað jarðefnaeldsneytis.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að vinna drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

6.Litla-Botnsland 1, L224375- deiliskipulag.

2311012

Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Skipulagslýsing fyrir Botn í Hvalfirði þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og ferðamannaþjónustu. Stofnað verður nýtt svæði verslunar og þjónustu þar sem nú er skilgreint frístundarsvæði.

Svæðin sem breytingin nær til er úr landi Litla-Botnslandi 1 (L224375), sem er um 12,1 ha að stærð.

Innan svæðis verður m.a. gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 198 manns í hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu.

Ekki er þörf á matstilkynningu til Skipulagsstofnunar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, þar sem stærðarviðmið verða vel undir viðmiðunarmörkum greinar 12.04 í viðauka 1.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Skotíþróttasvæði á Álfsnesi.

2303043

Umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.

Skotæfingasvæði á Álfsnesi, skilgreining íþróttasvæðis (ÍÞ9).



Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 25. janúar 2024, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010.

Í tillögunni felst að breyta hluta iðnaðarsvæðis (I2) og opins svæðis (OP28) í íþróttasvæði fyrir skotæfingar og skotíþróttir (ÍÞ9). Markmið breytingar er að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið er að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan og mat á umhverfisáhrifum hennar er kynnt í skipulagsgáttinni, samráðsvettvangi um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum. Auglýsingin stendur yfir frá 22. febrúar 2024 til 4. apríl, 2024. Óskað er eftir því að athugasemdum verði komið á framfæri á vettvangi skipulagsgáttar fyrir 4. apríl 2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð skipulagsáform í Álfsnesi.

8.Umsögn um deiliskipulag - Eyri í Kjós í Hvalfirði.

2403014

Erindi frá Kjósarhreppi.

Kjósarhreppur hefur óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna Eyri - Kjós í Hvalfirði - Aðalskipulag, nr. 0263/2023: Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi). Kynningartími er til 7.4.2024.

Aðalskipulagsbreyting felur í sér í grófum dráttum að skilgreind verður íbúðarbyggð í landi Eyrar annarsvegar og frístundabyggð ásamt verslun og þjónustu hinsvegar. Svæðið er sunnan Hvalfjarðavegar, íbúðarhús er á landi Eyrar ásamt fjósum en stærsti hluti landsins eru tún þar sem áður var búskapur.

Núverandi landnotkun breytist,landbúnaðarland minnkar en í stað þess verður skilgreint frístundabyggð ásamt verslun og þjóunustu á svæði sem A (sjá skilgreiningu á skýringarmynd) og íbúðarbyggð á svæði B (sjá skilgreiningu á skýringarmynd).

Markmið skipulagsbreytingarinnar er að svara aukinni eftirspurn fyrir lóðir í dreifbýli nálægt höfuðborgarsvæðinu í samræmi við áherslur sveitarstjórnar um eflingu byggðar í Kjós og fjölgun íbúa á skipulagstímabilinu með því að tryggja að til staðar sé gott framboð íbúðarlóða.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð skipulagsáform að Eyri í Kjós.

9.Umsagnagátt vegna þingmála.

2403029

Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.

Alþingi opnaði nýja umsagnagátt miðvikudaginn 28. febrúar sl.

Umsagnagáttinni er ætlað að einfalda ferlið fyrir þau sem vilja senda inn umsagnir um þingmál sem eru í umfjöllun fastanefnda, tryggja betur öryggi gagna og rekjanleika auk þess sem birting verður skilvirkari. Umsagnaraðilar skrá sig inn í gáttina með rafrænum skilríkjum, velja þingmál af lista, skrá upplýsingar um umsagnaraðila, draga viðeigandi skjöl inn í gáttina og senda.

Allar umsagnir sem sendar eru til fastanefnda vegna þingmála eru birtar á vef undir viðkomandi máli og eru þar af leiðandi öllum opnar, sbr. starfsreglur fastanefnda sem forseti Alþingis hefur sett.

Öllum er frjálst að senda fastanefnd skriflega umsögn um þingmál. Fastanefndir senda að jafnaði öll þingmál sem þær hafa til umfjöllunar til umsagnar þeim aðilum er málin varða. Umsagnarfrestur er venjulega tvær vikur en getur þó verið styttri eða lengri eftir aðstæðum.

Í viðhengi er hlekkur á umsagnargátt Alþingis og á leiðbeiningar um ritun umsagna.
Lagt fram til kynningar.

10.Framkvæmdaleyfi - vegur í landi Hafnarbergs L-208217.

2403028

Erindi frá landeiganda.

Ósk um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuveg að Hafnarbergi í landi Hafnar.

Lóðin Hafnarberg Hafnarland, landeignanúmer 208217 er 10 ha að stærð.

Vegagerðin hefur samþykkt vegtengingu við þjóðveg 1 fyrir sitt leyti.

Vegurinn verður svokallaður D4 vegur samkvæmt stöðlum vegagerðarinar um Héraðsvegi sem er 4 metra breiður vegur með útskotum og 60-80cm hár.
Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir ekki að heimila framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegarins og óskar frekari gagna frá landeiganda.

11.Virkjun í landi Þórisstaða.

2310021

Erindi frá Axel Helgasyni vegna frestunar á afgreiðslu USNL-nefndar á umsókn landeiganda um framkvæmdaleyfi.

Meðal annars í ljósi langs aðdraganda að áformum landeiganda er í bréfinu skorað á nefndina að afgreiða umsókn landeiganda við fyrsta tækifæri.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fór yfir bréfið.
Nefndin vill að gefnu tilefni upplýsa um að erindi landeiganda um virkjun í landi Þórisstaða er í vinnslu hjá Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.


12.Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu.

2402055

Erindi frá Landi og skógum.

Matvælaráðuneytið hefur falið Landi og skógum að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Tilgangur þessa erindis nú er að kalla eftir ábendingum sem nýst geta við vinnuna við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála.

Stuðningskerfin sem um ræðir eiga að efla þátttöku einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í landgræðslu og skógrækt, meðal annars í samræmi við opinberar stefnur í umhverfismálum, loftslagsmálum, landbúnaði og atvinnumálum.



Landi og skógum er ætlað að skila tillögum um breytingar til ráðuneytisins í lok apríl 2024. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að settar verði reglugerðir í samræmi við 8. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018 og 7. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 ásamt því að reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 285/2015 verði endurskoðuð, sbr. IV. kafla laga um skóga og skógrækt.

Tillögur og ábendingar óskast sendar fyrir 29. mars næstkomandi.
Lagt fram.

13.Katanesvegur 30 - deiliskipulagsbreyting.

2403012

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga, austursvæði, sem nær til lóðanna Katanesvegar 30 og 32 (K30 og K32).

Breytingin felst í eftirtöldum atriðum:

Lóðin K32 er lögð við K30.

Opið svæði með útivistarstíg milli fjöru og Katanestjarnar er fært norður fyrir lóðirnar.

Á suðurhluta sameinaðrar lóðar er mögulegt að skipta lóðinni í tvo lóðarhluta, K30a og K30b,sem gefur kost á áfangaskiptingu í lóðaúthlutun og framkvæmdum.

Byggingarreitum er breytt og þeir lagaðir að lóðamörkum á suðurhluta lóðarinnar. Byggingarreitur fyrir 26 m há mannvirki er óbreyttur. Byggingarreitur fyrir 18 m há mannvirki er stækkaður til suðurs, austurs og norðurs og nær nú yfir meginhluta eldri byggingarreits á K32 fyrir 14 m há mannvirki. Afmarkaður er nýr og rúmur byggingarreitur fyrir eitt 60 m hátt mannvirki, stromp, syðst á svæðinu. Stærð byggingarreits gefur svigrúm fyrir ólíkar útfærslur.

Afmörkun náttúruverndarsvæðis við ströndina er leiðrétt.



Norðurmörk lóðar færast til suðurs sem nemur opnu svæði fyrir útivistarstíg. Að öðru leyti eru útmörk lóða óbreytt. Heildarflatarmál lóða breytist óverulega; úr 37,67 ha í 37,68 ha (stækkun um 57 m²).

Breytingin er gerð til þess að koma til móts við þarfir Qair, sem áformar að reisa á lóðinni iðjuver til framleiðslu á vetni. Möguleg áfangaskipting lóðar er gerð til þess að einfalda uppbyggingu í áföngum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að skýra þurfi betur út ýmis atriði er varðar deiliskipulagsbreytinguna.
Umhverfis og skipulagsdeild falið fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

14.Ölver 39, 40 og 48 - deiliskipulagsbreyting.

2403007

Erindi frá Gunnari V. Gíslasyni.

Með vísan til jákvæðrar afgreiðslu umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar þann 03.05.2023 (fundur nr. 19) á fyrirspurn lóðarhafa dags. 30.03.2023, óska eigendur lóðanna Ölver 39, Ölver 40 og Ölver 48 ásamt aðliggjandi ræktunarsvæði í frístundabyggðinni í Ölver, eftir efnislegri meðferðar og afgreiðslu tillögu að breytingu á deiliskipulagi framangreindra lóða og ræktunarsvæðisins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ölvers og Móhóls, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

15.Háholt 10 og 11 - deiliskipulagsbreyting.

2403008

Erindi frá Gunnari V. Gíslasyni.

Með vísan til jákvæðrar afgreiðslu umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar þann 03.05.2023 (fundur nr. 19) á fyrirspurn lóðarhafa dags. 30.03.2023, óska eigendur lóðanna Háholt 10 og Háholt 11 í skipulagðri frístundabyggð í landi Narfastaða, eftir efnislegri meðferðar og afgreiðslu tillögu að breytingu á deiliskipulagi framangreindra lóða.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Narfastaða, í samræmi við 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

16.Brekka, deiliskipulagsbreyting.

2309023

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brekku í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. október 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Brekku í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til stækkunar á íbúðarlóð úr 6.285 m2 í 49.135 m2, vestan aðkomuvegar að frístundabyggð á Brekku, færslu á byggingarreit íbúðarlóðar, nýs byggingarreits fyrir ferðaþjónustuhús og breytinga á byggingarskilmálum. Auk þess er vegtenging við aðkomuveg færð og fjölgað úr einni í tvær og gert ráð fyrir vegi að ferðaþjónustuhúsum. Afmörkun skipulagssvæðisins stækkar úr 34 ha í 38 ha. Leyfilegt heildarbyggingarmagn innan íbúðalóðar verður eftir breytingu 760 m2 en var áður 314 m2. Byggingarreitur fyrir íbúðarhús færist í norðaustur og breytingar eru gerðar á byggingarskilmálum. Byggingarreitur fyrir 6 ferðaþjónustuhús til útleigu bætist við ásamt byggingarskilmálum, samanlögð stærð þeirra ásamt fylgihúsum verður að hámarki 330 m2 og rúma að hámarki 15 gesti í gistingu. Deiliskipulagstillagan var auglýst og kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga. Hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og var frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. febrúar 2024. Alls bárust svör frá 11 hagsmunaaðilum þ.e. Heilbirgðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Umhverfisstofnun, Landsneti, Mílu, Náttúrufræðistofnun Íslands og Vegagerðinni.

Lögð fram uppfærð tillga að deiliskipulagi sbr. bókun 33. fundar USNL-nefndar frá 21.02.2024.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

17.Narfabakki - Deiliskipulag.

2101108

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. október 2023 að auglýsa deiliskipulag fyrir Narfabakka í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða deiliskipulag íbúða-, athafna- og landbúnaðarlóða á svæði sem er 12,2 ha að stærð.

Deiliskipulagstillagan var auglýst og kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og var til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og í Skipulagsgátt frá og með 20. desember 2023 til og með 31. janúar 2024.

Hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og var frestur til að skila inn athugasemdum til og með 31. janúar 2024.

Alls bárust 13 athugasemdir.

Dags. 29.01.2024 frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

Dags. 31.01.2024 frá Landsneti.

Dags. 31.01.2024 frá Minjastofnun Íslands.

Dags. 20.12.2023 frá Mílu.

Dags. 30.01.2024 frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Dags. 31.01.2024 frá Rarik.

Dags. 31.01.2024 frá Samgöngustofu.

Dags. 20.12.2023 frá Skipulagsstofnun.

Dags. 31.01.2024 frá Landi og skógi (Skógræktin og Landgræðslan).

Dags. 29.01.2024 frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Dags. 16.01.2024 frá Umhverfisstofnun.

Dags. 24.01.2024 frá Fiskistofu.

Dags. 05.01.2024 frá Vegagerðinni.



Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem gerðar voru. Sjá skjal sem er meðfylgjandi fundargögnum sem sýnir viðbrögð sveitarfélagsins við innsendum athugasemdum. Helstu breytingar er þær að í kafla 3.1 var bætt inn tilvísun í reglugerð um hljóðvist. Í kafla 3.2 um vegi er bætt inn orðalagi um að vegir beri þyngri umferð, og í kafla 3.5 um greiða aðkomu að byggingum. Í kafla 3.3 var bætt í texta varðandi borholu og gæði vatns og í kafla 4.4 um að ofanvatni skuli ekki beint í hreinsivirki. Bætt er nýjum kafla (4.5) um kvaðir, vegna helgunar háspennulínu og mögulegra breytinga á aðkomu að svæðinu.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með áorðnum breytingum og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

18.Kjarrás 13 - Deiliskipulagsbreyting.

2403013

Erindi frá Reyni Elíeserssyni og Gísla Böðvarssyni.

Ósk um skiptingu lóðar í tvær spildur, og sameina öðrum lóðum.

Um er að ræða lóðir nr. 11A og 13A við Kjarrás.

Óskað er heimildar til að beyta deiliskipulagi svæðisins með þessum hætti.

Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem nú er í gildi, segir að „Almennt er óheimilt að skipta upp eða sameina lóðir í þegar byggðum frístundahverfum, nema í tengslum við heildarendurskoðun eða gerð nýs deiliskipulags.“
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur sér ekki fært að samþykkja erindið á grundvelli ákvæða í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Erindinu hafnað.

19.Leirá - aðalskipulagsbreyting.

2402024

Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi.

Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Leirár (L133774) og er um 123,7 ha að stærð.

Áætlað er að 38,8 ha svæði verði skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði F2 og frístundabyggðarsvæði F36 í gildandi aðalskipulagi.

Áætlun fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 þar sem í Viðauka 1, lið 1.01, kemur fram um „framkvæmdir til endurskipulagningar á landareignum í dreifbýli

sem taka til 20 ha svæðis eða stærra“ skuli senda matsfyrirspurn til Skipulagsstofnunar. Send verður fyrirspurn til Skipulagsstofnunar í samræmi við lögin.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

20.Umsögn um beiðni um undanþágu frá 12. mgr. 45. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90-2013.

2401053

Ákvörðun ráðuneytis dags. 05.03.2024.

Í ákvörðun sinni hafnar ráðuneytið ósk landeiganda að Þórisstöðum um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar um fjarlægð byggingar frá stofn- og tengivegum vegna byggingar stöðvarhúss í landi Þórisstaða, 34 m frá miðlínu Dragavegar.
Lagt fram til kynningar.

21.Umsögn um beiðni um undanþágu frá ákvæði 5., 3., 2. og 14 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90-2013.

2309008

Ákvörðun ráðuneytis dags. 09.02.2024.

Í ákvörðun sinni hafnar ráðuneytið ósk landeiganda að Ósi um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar um farlægð bygginga frá vötnum, ám eða sjó vegna byggingar tveggja íbúðarhúsa í 25 metra fjarlægð frá sjó.
Lagt fram til kynningar.

22.Stjórnsýslukæra nr. 138-2023 - álagning gjalds vegna byggingaumsóknar.

2312008

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 14.03.2024.

Fyrir var tekið mál nr. 138/2023, kæra eigenda Þórisstaða á ákvörðun byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar frá 7. nóvember 2023 um að leggja á kæranda byggingarheimildargjöld.

Í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er hafnað kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar frá 7. nóvember 2023 um að leggja á kæranda umrædd byggingarheimildargjöld.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 65

2311009F

  • 23.1 2311010 Eystri-Leirárgarðar - breyting á skráningu.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 65 Erindið er samþykkt.
  • 23.2 2306002 Áshamar II - Umsókn um byggingarleyfi,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 65 Byggingarfulltrúi tekur undir þau sjónarmið lóðarhafa Teigaráss að landeigendur/veghaldarar skoði með lagfæringu slitlags og jafnframt varðandi leyfilegan hámarkshraða á svæðinu en telur ekki unnt að binda byggingarleyfi vegna Áshamars II, slíkum skilyrðum.
    Umsóknin um byggingarleyfi vegna Áshamars II samræmist skipulagsákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
    Byggingarheimild er því samþykkt.
    Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 66

2403005F

  • 24.1 2309011 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Geitaberg 133172 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 66 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 24.2 2202026 Hurðarbak - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 66 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 24.3 2303015 Móar vélageymsla - Umsókn um byggingarheimild
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 66 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Umhverfisfulltrúi, sat fundinn undir málum nr. 1-6.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar