Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

32. fundur 31. janúar 2024 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Loftslagsdagurinn 2024

2401052

Loftslagsdagurinn verður haldinn í þriðja sinn þann 28. maí nk. Viðburðurinn er mikilvægur vettvangur til þess að auka þekkingu á loftslagsmálum. Dagskrá er í mótun og verður lögð fram síðar.
Lagt fram til kynningar.

2.Samningar um refa- og minkaveiðar

2401056

Samningar um refa- og minkaveiðar í Hvalfjarðarsveit.
USNL-nefnd felur umhverfisfulltrúa, formanni nefndarinnar og Svenju Auhage að funda með veiðimönnum Hvalfjarðarsveitar og kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi á svipuðum forsendum og verið hefur.

3.Sorphirða - útboð

2401057

Samningur Hvalfjarðarsveitar og Íslenska gámafélagsins vegna sorphirðu í sveitarfélaginu, rennur út þann 30. nóvember nk.

USNL nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við undirbúning útboðs á sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit og að sveitarstjóra, oddvita, formanni USNL-nefndar og umhverfisfulltrúa verði falið að hefja þann undirbúning og setja fram tímalínu og áætlaðan kostnað ásamt tillögu að fyrirkomulagi við verkefnið og leggja fyrir USNL-nefnd og sveitarstjórn.

4.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Umhverfisfulltrúi fór yfir það helsta í úrgangsmálum og flokkun og lagði m.a. fram nýja gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit, sem nú hefur verið auglýst og birt í Stjórnartíðindum.

Jafnframt greindi umhverfisfulltrúi frá breytingum hjá Íslenska gámafélaginu hvað varðar meðhöndlun á lífúrgangi. Ekki er lengur heimilt að nota maíspoka undir lífúrgang sem fer í Gaju, heldur verður að nota bréfpoka undir lífúrganginn.

Umhverfisfulltrúa falið að kynna nýja gjaldskrá í úrgangsmálum og þær breytingar sem hún boðar fyrir íbúum sveitarfélagsins, bæði á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar og með dreifibréfi til allra íbúa.

USNL-nefnd felur umhverfisfulltrúa, í samstarfi við verkefnastjóra framkvæmda og eigna, að hefja undirbúning að því að koma upp flokkunarstöð fyrir úrgangsflokkana: gler, málmar og textíll (sbr. flokkunareining á grenndarstöð við Melahverfi) við Miðgarð.

Hvað varðar breytingar á söfnun á lífúrgangi, er umhverfisfulltrúa falið að afla frekari gagna og óska eftir nánari skýringum hjá Íslenska gámafélaginu á því að ekki sé hægt að nota niðurbrjótanlega maíspoka undir lífúrgang líkt og verið hefur.


5.Klippikort.

2401048

Erindi frá sveitarstjórn.

Umsókn um klippikort frá Gunnari Erni Gunnarssyni.

Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar fær hvert íbúðarhús í sveitarfélaginu eitt klippikort á ári sem íbúar geta nýtt til að losa sig við úrgang sem ekki er hægt að setja í hefðbundnar sorptunnur við heimili. Á þessum forsendum leggur USNL-nefnd til við sveitarstjórn að hafna erindinu en að benda bréfritara á grenndargáma í sveitarfélaginu, þar sem hægt er að losa sig við flokkaðan heimilisúrgang.

6.Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu-umsögn.

2401050

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024 - "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu".

Umsagnarfrestur er til og með 14.02.2024. Boð um umsögn er sent til hagsmunaaðila en öllum er frjálst að taka þátt í samráðinu.

Niðurstöður samráðsins verða birtar í gáttinni þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Lagt fram til kynningar.

7.Narfastaðir 4 no. 2 - nafnabreyting-Sólarhóll, L203957.

2401054

Erindi frá Birgi Mássyni og Ríkey M. Pétursdóttur um nafnabreytingu.

Óskað er eftir breytingu á heiti lóðarinnar Narfastaða 4 no 2 úr landi Narfastaða, landeignarnúmer 203957.

Hið nýja nafn lóðarinnar verði Sólarhóll.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að breyta nafni lóðarinnar í Sólarhól.

8.Höfn 2, deiliskipulagsbreyting.

2104008

Erindi frá RK ehf / eiganda Hafnarskóga 73 er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar II en umrætt svæði er innan Frístundabyggðar F27 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Breytingin tekur til lóðar nr. 73 og felur í sér að heimila megi útleigu frístundahúss með tilskyldu rekstrarleyfi til samræmis við nýtt aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Málið var áður á dagskrá 29. fundar USNL-nefndar þann 06.12.2023 og frestaði nefndin málinu og fól skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

Taldi nefndin að afla þyrfti upplýsinga um hvort nefndinni væri heimilt að samþykkja tillöguna eins og gögn lágu fyrir á þeim tíma, með hliðsjón af aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Sveitarfélagið leitaði til Eflu Verkfræðistofu, sem er höfundur aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, til þess að afla þessara upplýsinga og barst svar þann 18. janúar sl.



Í svari Eflu Verkfræðistofu segir m.a. eftirfarandi:



1) Í erindi lóðarhafa er lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina í landi Hafnar II, þar sem er ekki fjallað um atvinnustarfsemi innan frístundasvæðisins í gildandi deiliskipulagi.

Sótt er um að lóð nr. 73 fái heimild til rekstrarleyfis.



2) Í gildandi aðalskipulagi er svæðið á F27 og sérskilmálar fyrir það svæði eru:

Svæðið er hluti af deiliskipulagi fyrir 103 lóðir. Heimila má útleigu frístundahúsa með tilskildu rekstrarleyfi.



3) Í almennum skilmálum segir:

Almennt er ekki heimilt að stunda atvinnurekstur á frístundasvæði. Komi fram ósk um atvinnurekstur, t.d. gisting í flokki I eða II, gallerý eða annað, þarf að skoða aðstæður á hverjum stað. Áður en starfsemi er heimiluð þarf að liggja fyrir samþykki landeiganda og allra lóðarhafa á svæðinu. Aðstæður þurfa að bjóða uppá aðgengi sem veldur sem minnstri truflun. Gera skal ráð fyrir starfsemi í gildandi deiliskipulagi.

Lögð er áhersla á að á frístundasvæðum sé starfandi félag frístundahúsaeigenda. Slík félög skulu m.a. meta heimildir og skyldur varðandi byggðina s.s. atvinnurekstur.

Heimilt er að gera ráð fyrir takmörkuðum atvinnurekstri á nýjum /óbyggðum frístundasvæðum, sé gert ráð fyrir því í deiliskipulagi byggðarinnar.



4) Samhliða breytingu deiliskipulagsins þarf skv. almennum skilmálum aðalskipulagsins að leggja mat á aðstæður, hvort talið sé æskilegt að leyfa atvinnustarfsemi á viðkomandi svæði. Á það helst við ef hugmyndir eru aðrar en minniháttar og hvort önnur atvinnustarfsemi sé á svæðinu en geta einnig verið aðrir þættir sem meta þarf eftir aðstæðum á hverjum stað. Þetta er mat sveitarfélagsins sem ákveður þá hvort leggja skuli í áframhaldandi vinnu vegna innkominnar beiðni um atvinnustarfsemi. Ef sveitarfélagið telur ásættanlegt að halda áfram þá þarf umsækjandi að afla gagna til að leggja fram.



5) Leggja þarf fram samþykki landeiganda og allra lóðarhafa á svæðinu þ.e. allra lóða innan skipulagssvæðisins.

Leggja þarf fram samþykki félags frístundaeigenda á svæðinu.

Þegar þessi gögn hafa verið lögð fram er hægt að taka fyrir tillögu að breytingu deiliskipulagsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umrædd tillaga um útleigu sumarhúss á lóð Hafnarskóga 73, samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 hvað varðar aðkomu að umræddri lóð en skv. ákvæðum aðalskipulagsins segir að í slíkum tilfellum þurfi aðstæður að bjóða uppá aðgengi sem valdi sem minnstri truflun. Einnig vill nefndin benda á að skv. ákvæðum aðalskipulagsins þurfi leyfi allra lóðarhafa á svæðinu að liggja fyrir og samþykki frá félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu, áður en hægt sé að heimila atvinnurekstur á frístundasvæði.
Í ljósi þess að ekki liggja fyrir nauðsynleg gögn eins og kveðið er á um í aðalskipulaginu telur nefndin sér ekki fært um að samþykkja erindið.
Erindinu er því hafnað.
Nefndin telur eðlilegt að lóðarhafi fái tækifæri til að leggja fram ítarlegri skýringar á samræmi tillögunnar við ákvæði aðalskipulagsins.

9.Umsögn um beiðni um undanþágu frá 12. mgr. 45. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90-2013.

2401053

Erindi dags. 22.01.2024 frá Innviðaráðuneyti.

Ráðuneytinu hefur borist erindi Axels Helgasonar, dags. 19. janúar sl., þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.

Beiðni um undanþágu frá ákvæðum gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar byggingarreitar fyrir stöðvarhús frá Dragavegi 520.

Með vísan til 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga er þess farið á leit að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar veiti ráðuneytinu umsögn sína um beiðni þessa og sendi ráðuneytinu eigi síðar en 12. febrúar nk.



Fyrir liggur að til umfjöllunar er hjá sveitarfélaginu fyrirhuguð virkjun í Kúhallará sem sveitarfélagið á eftir að taka afstöðu til, þar með talið til stöðvarhúss sem þetta erindi fjallar um.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir afstaða sveitarfélagsins til málsins í heild, telur umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd sér ekki fært um að samþykkja erindið þar sem fyrirhugað stöðvarhús er hluti af stærri heildarframkvæmd sem er til skoðunar hjá sveitarfélaginu. Þegar niðurstaða liggur fyrir um afstöðu sveitarfélagsins til heildarframkvæmdar vegna virkjunar í Kúhallará, er sveitarfélagið reiðubúið að fjalla um erindið að nýju.
Erindinu er því hafnað.

10.Virkjun í landi Þórisstaða.

2310021

Virkjun í landi Þórisstaða.

Erindi frá landeiganda þar sem óskað er framkvæmdaleyfis fyrir virkjun.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að afla frekri upplýsinga vegna málsins m.a. með hiðsjón af skipulagsmálum.
Afgreiðslu málsins frestað.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfulltrúi sat fundinn undir liðum 1 - 6.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar