Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

25. fundur 04. október 2023 kl. 15:30 - 19:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Vestri Leirárgarðar - Deiliskipulagsbreyting

2102006

Erindi frá Skipulagsstofnun er varðar tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit.

Málinu var frestað á 22. fundi USNL nefndar.



Forsga málsins er sú að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem skipulagstillagan takmarkast við er 92 ha að stærð innan jarðar Vestri-Leirárgarða og skv. gildandi deiliskipulagi frá árinu 2011 er m.a. heimilt að byggja reiðhöll, tvö íbúðarhús og reiðvöll til viðbótar við núverandi byggingar, auk þess er kvöð um gegnumakstur á vegi sem liggur um jörð Vestri-Leirárgarða. Skv. breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu á jörðinni og eru byggingarreitir íbúðarhúsa og reiðhallar felldir út, auk þess sem ekki er gert ráð fyrir nýjum reiðvelli og kvöð um gegnumakstur um jörð Vestri-Leirárgarða felld út. Gerð er leiðrétting á skipulagsmörkum frá því sem er í gildandi deiliskipulagi, milli Vestri-Leirárgarða og Eystri-Leirárgarða. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við landnotkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá og með 15. mars 2023 til og með 26. apríl 2023. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. apríl 2023. Athugasemdir bárust frá eigendum að Eystri-Leirárgörðum og er bréfið í 13 tölusettum liðum. Þar er því m.a. mótmælt að deiliskipulagsmörk/byggingarreitur sem skv. gildandi deiliskipulagi nær innfyrir jarðamörk Eystri-Leirárgarða, verði breytt. Þá er því einnig mótmælt að kvöð um umferðarrétt verði felld út úr deiliskipulaginu. Þá er í bréfinu upptalning á því hvernig vegurinn í landi Vestri-Leirárgarða, sem afnema á kvöð um umferðarrétt á skv. tillögunni, hafi verið notaður allt frá fyrri tíð. Þá er því mótmælt að verið sé að afnema kvöð um umferð á akvegi sem að mati eigenda Eysti-Leirárgarða sé eini akfæri vegurinn að tilteknum veiðistöðum í Leirá. Athugasemndir bárust frá Veiðifélagi Leirár þar sem samþykkt var tillaga stjórnar félagsins, þar sem því er mótmælt að verið sé að afnema kvöð um umferð á akvegi sem að mati stjórnar sé eini akfæri vegurinn að tilteknum veiðistöðum í Leirá. Þá er farið fram á að hætt verði við deiliskipulagsbreytinguna eða henni frestað í tiltekinn tíma. Fiskistofa, Vegagerðin, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna.



Samþykkti Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar deiliskipulagið á 377. fundi sínum þann 14. júní sl. og samþykkti að staðfesting þess efnis verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Í kjölfarið eða þann 5. júlí sl., var Skipulagsstofnun send deiliskipulagsbreytingin ásamt samantekt um málsmeðferð ásamt athugasemdum sem bárust skv. ákvæðum 42. greinar skipulagslaga.

Barst sveitarfélaginu afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar þann 31.07.2023 vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða.



Óskar stofnunin eftir efnislegri afstöðu sveitarstjórnar við athugasemdum Veiðifélags Leirár og landeigenda Eystri-Leirárgarða en áður höfðu athugasemdum þessara aðila verið hafnað án þess að bókað væri um efnislega niðurstöðu. Er í bréfinu vísað til þess að umsögn sveitarstjórnar skuli vera rökstudd sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og gr. 5.7.1 í skipulagsreglugerð.

Þá er í bréfinu bent á ákvæði 5.7.1 greinar í skipulagsreglugerð, að berist athugasemdir skuli niðurstaða sveitarstjórnar auglýst með áberandi hætti.
Skipulagsfulltrúi fór yfir skrifleg svör sveitarfélagsins vegna athugasemda sem bárust sveitarfélaginu við auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda sveitarstjórn skrifleg svör sín og efnislega afstöðu nefndarinnar við athugasemdum Veiðifélags Leirár og landeigenda Eystri-Leirárgarða, til afgreiðslu að nýju skv. ábendingum í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar.
Jafnframt er því vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að staðfesta deiliskipulagið, sem auglýst hefur verið skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að staðfesting þess efnis verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Narfabakki - Deiliskipulag.

2101108

Erindi frá Eflu f.h. landeiganda.

Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir Narfabakka skv. deiliskipulagstillögu frá Eflu Verkfræðistofu. Um er að ræða deiliskipulag íbúða-, athafna- og landbúnaðarlóða á svæði sem er 12,2 ha að stærð. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1. Innan svæðis er Vatnshamralína 2. Narfabakka (L203959) var skipt út úr jörð Narfastaða og er á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði (L3) og að hluta til athafnasvæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Á Narfabakka er stefnt að fastri búsetu og nú þegar er unnið að uppbyggingu þar. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagssvæðinu. Gerð nýs deiliskipulags tekur á þeirri uppbyggingu sem áætluð er á landinu. Gert er ráð fyrir 7 íbúðarhúsum auk bílskúra, hvert um sig á sér lóðum með afmarkaðan byggingarreit, skrifstofuhúsum, og gróðurhúsum á landbúnaðarlandi tengdri þeirri starfsemi sem verður á landinu auk þess sem nýta á landið fyrir ferðaþjónustu og sem beitiland. Þá er stefnt að uppbyggingu lítilla vindhverfla á svæðinu til raforkuframleiðslu og uppbyggingu atvinnuhúsnæðis til hreinlegrar athafna- og iðnaðarstarfsemi s.s. þróunar og framleiðslu í tæknigeiranum. Svæðið skiptist upp í samtals allt að 13 lóðir. Innan athafnasvæðis verða 5 lóðir, þar sem verður heimilt að byggja sbr. skilmála fyrir B3 og B4. Tvær lóðir verða aðallega ætlaðar fyrir orkuöflun, þ.e. vindhverfla og sólarspegla (sellur) og heimilt verður að staðsetja þá allt að 3 m frá lóðamörkum. Hver sólarspegill verður um 2 m2 að flatarmáli og verður reynt að lágmarka glampa af þeim eins og unnt er og verða þeir flestir niður við jörð. Vindhverflar geta verið allt að 3 m háir og heimilt verður að vera með allt að 12 vindhverfla hverju sinni. Sólarspeglar (sólarsellur) sem samtals geta verið allt að 250 m2. Eftir atvikum er heimilt að hafa lítinn spenni/vinnuskúr, allt að 15 m2 innan lóða til að þjóna orkuvinnslu. Innan landbúnaðarlands verða allt að 7 lóðir, m.a. til garðræktar, auk þess sem stofnaðar verða lóðir undir íbúðarhús og bílskúra sbr. skilmála fyrir B1 og B2. Skipulagssvæðið er í samræmi við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020 - 2032. Landið Narfabakki er skilgreint sem landbúnaðarland L3 en einnig er skilgreint allt að 3 ha athafnasvæði innan svæðisins AT12. Þá er heimild í aðalskipulagi til stakra framkvæmda.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt er að auk lögboðinna umsagnaraðila verði tillagan kynnt fyrir Slökkviliði Akraness og -Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

3.Sundabraut - aðalskipulagsbreyting og umhverfismat.

2309031

Erindi frá Reykjavíkurborg.

Þann 14. september 2023 samþykkti Borgarráð Reykjavíkur verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna, sbr. lög nr. 111/2021. Breytingartillögur og umhverfismat þeirra verða mótaðar og kynntar samhliða mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og laga nr. 111/2021 um umhverfismat er verkefnislýsingin, ásamt matslýsingu, lögð fram til kynningar og umsagnar. Áformað er að kynna verkefnislýsinguna á opnum íbúafundum og verða þeir auglýstir sérstaklega. Verkefnislýsingin er kynnt í skipulagsgáttinni, samráðsvettvangi um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum.

Óskað er eftir því að athugasemdum verði komið á framfæri á þeim vettvangi fyrir 19. október nk.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

4.Brekka, deiliskipulagsbreyting.

2309023

Erindi frá landeiganda fyrir hönd JG Bygginga ehf.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Brekku í Hvalfirði.

Breytingin tekur til stækkunar á íbúðarlóð úr 6.285 m2 í 49.135 m2, vestan aðkomuvegar að frístundabyggð á Brekku, færslu á bygggingarreit íbúðarlóðar, nýs byggingarreits fyrir ferðaþjónustuhús og breytinga á byggingarskilmálum. Auk þess er vegtenging við aðkomuveg færð og fjölgað úr einni í tvær og gert ráð fyrir vegi að ferðaþjónustuhúsum. Afmörkun skipulagssvæðisins stækkar úr 34 ha í 38 ha.

Leyfilegt heildarbyggingarmagn innan íbúðalóðar verður eftir breytingu 760 m2 en var áður 314 m2. Byggingarreitur fyrir íbúðarhús færist í norðaustur og breytingar eru gerðar á byggingarskilmálum.

Byggingarreitur fyrir 6 ferðaþjónustuhús til útleigu bætist við ásamt byggingarskilmálum, samanlögð stærð þeirra ásamt fylgihúsum verður að hámarki 330 m2 og rúma að hámarki 15 gesti í gistingu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt er að auk lögboðinna umsagnaraðila verði tillagan kynnt fyrir Slökkviliði Akraness og -Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

5.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.

2102151

Skipulagsfulltrúi sagði frá stöðu mála vegna vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir Melahverfi, 3. áfanga, en nýlega áttu Ásgeir Jónsson hjá Eflu og skipulagsfulltrúi fund um málið þar sem fram kom að Efla vinnur nú markvisst að verkefninu og er áætlað að Efla skili næstu tillögu til USNL-nefndar um miðan október næstkomandi.

Rætt var um möguleika þess að áfangaskipta verkinu, þannig að unnt verði að úfæra „nýja íbúðargötu“ sérstaklega án þess að lokið verði öllu heildarskipulaginu.
Sagt frá stöðu mála. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir því við Eflu að kynna nýjustu tillögu á næsta fundi nefndarinnar.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skólastígur 3

2301002

Málinu var frestað á 22. fundi USNL nefndar.

Erindi dags. 02.02.2023 frá byggingarfulltrúa en upphaflega barst erindið frá MA1 ehf. Umsókn um breytta notkun húsnæðis á svæði ÞS2 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2022. Á lóðinni við Skólastíg 3, landeignanúmer L221409, er gamla skólahúsið sem upprunalega var hannað sem heimavistarskóli og er húsið 3 hæðir auk kjallara. Sótt er um heimild til breytingar á húsnæðinu með hliðsjón af því að starfrækt verði gististarfsemi í húsnæði gamla grunnskólans. Gert er ráð fyrir 51 herbergi fyrir allt að 75 manns í gistingu. Umrætt svæði er skv. deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar frá árinu 2009. Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er svæðið Skólastígur 3, skilgreint sem verslun og þjónusta, númer landnotkunarreits í aðalskipulaginu er VÞ19. Skv. skipulagsskilmálum eru breytingar á núverandi húsnæði (og/eða nýbyggingar) sem falla að nýtingu svæðisins, heimilar svo sem til gisti- og veitingareksturs. Þá er heimilt að hafa fasta búsetu á svæðinu skv. sömu skipulagsskilmálum. Svæðið sem umlykur lóð Skólastígs nr. 3 er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint sem landbúnaðarsvæði L3, sem er víkjandi landbúnaðarland fyrir annarri starfsemi. Í skilmálum aðalskipulagsins segir ennfremur: Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarra nota. Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland. Hafa ber í huga að landbúnaðarstarfsemi er víkjandi ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi. Einnig er heimilt að hafa fasta búsetu á svæðinu.

Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 15. fundi nefndarinnar. Þá var samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og fela skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga varðandi svæðið. Skipulagsfulltrúi hefur fundað með aðalhönnuði hússins, Vali Þór Sigurðssyni, þann 5. júní sl., vegna málsins. Skv. umsókn er starfsemi hússins gistiskáli/farfuglaheimili, bætt verður við herbergjum í húsinu, ásamt því að kennsluálmu verður breytt í gistiaðstöðu, ásamt að bæta við snyrtiaðstöðu og eldhúsi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að erindið og fyrirhuguð áform um að breyta notkun hússins í gistiskála/farfuglaheimili samræmist aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. landnotkunarreit VÞ19 þar sem segir að á svæðinu sé bygging sem áður var grunnskóli og að breytingar á núverandi húsnæði og/eða nýbyggingar, sem falla að nýtingu svæðisins séu heimilar s.s. til gisti- og veitingareksturs.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Fögruvellir 1 og 3. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

2303028

Erindi frá Vali Sigurðssyni hjá Valhönnun f.h. Fasteflis ehf, dags. 8. júní 2023 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krosslands, 1. áfanga, fyrir lóðirnar Fögruvelli 1-3, en breytingin varðar aðallega lóðina Fögruvelli 1. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum á heildar reitnum úr 60 í 66 og að skyggni/skjólþök megi fara allt að 1 meter út fyrir byggingarreit. Búið er að auka magn bílastæða á lóðunum. Á lóðinni Fögruvöllum 1 verður skv. breytingunni heimilt að byggja 30 íbúðir, á Fögruvöllum 2 verður heimilt að byggja 14 íbúðir og á Fögruvöllum 3 verður heimilt að byggja 22 íbúðir, samtals 66 íbúðir. Skv. gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir að á heildarreitnum væri heimilt að byggja 60 íbúðir, í stað 66 skv. þessari breytingartillögu. Nýtinarhlutfall lóðar verður óbreytt 0,76.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

8.Umsögn um beiðni um undanþágu frá ákvæði 5., 3., 2. og 14 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90-2013.

2309008

Erindi frá sveitarstjórn.



Á 24. fundi Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 20.9.2023 fjallaði nefndin um erindið.

Eftirfarandi bókun var gerð:



Erindi dags. 05.09.2023 frá Innviðaráðuneyti. Ráðuneytinu hefur borist erindi Ólafs Þorsteinssonar og Sigríðar Helgadóttur, dags. 28. ágúst sl., þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga. Með erindinu felst sú breyting að byggingarreitir verði staðsettir allt að 25 m frá sjó í stað 50 m, til samræmis við önnur aðliggjandi hús á þessum sama stað. Með vísan til 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga er þess farið á leit að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar veiti ráðuneytinu umsögn sína um beiðni þessa og sendi ráðuneytinu eigi síðar en 26. september nk.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir athugasemd við að veitt verði undanþága fyrir fjarlægð umræddra byggingarreita frá sjó. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.



Á 383. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 27.09.2023 vísaði sveitarstjórn erindinu aftur inn til USNL-nefndar og óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna beiðnar um undanþágu frá ákvæði 5., 3., 2. og 14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd bendir á að skv. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, komi fram að þegar sérstaklega standi á geti ráðherra að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar, veitt undanþágu frá einstökum greinum skipulagsreglugerðar.
Nefndin telur ekki vera um sérstakar aðstæður að ræða í þessu tilfelli né heldur að ástæða sé til að skapa fordæmi fyrir breytingum sem þessum.




9.Flæðigryfjur Grundartanga-deiliskipulagsbreyting.

2309052

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf.
Breytt gögn bárust of seint eða þann 3. október sl.
Afgreiðslu málsins frestað.

10.Ásvellir 8 - Byggingarleyfi f. einbýlishús

2305023

Erindi frá arkitekt f.h. lóðarhafa.



Forsaga málsins er sú að málið var áður á dagskrá 22. fundar USNL-nefndar, dags. 16.08.2023.

Þá kom fram erindi dags. 20.07.2023 frá Steinunni Eik Egilsdóttur fyrir hönd lóðarhafa að Ásvöllum 8 þar sem óskað var eftir umfjöllun USNL-nefndar á aðaluppdráttum fyrir lóðina Ásvelli 8 í Krosslandi. Frávik frá gildandi deiliskipulagi fólust m.a. í því að grunnflötur húss fór utan við byggingarreit að hluta til norðurs og vesturs. Að öðru leyti fylgdi hönnun hússins þeim fyrirmælum sem settar eru fram í gildandi deiliskipulagi. Tekið var fram í erindinu að byggingarreitur væri ekki fullnýttur og að stærð hússins væri undir leyfilegu nýtingarhlutfalli. Leyfilegt sé að byggja hús að hámarki 250 m2 á lóðinni, en tillagan gerði ráð fyrir húsi að stærðinni 207.1 m2. Hámarks nýtingarhlutfall lóðar skv. deiliskipulagi er 0,4 eða 40 % af flatarmáli lóðar miðað við byggingu á einni hæð, en skv. tillögunni var nýtingarhlutfallið 0,34 eða 34 % af flatarmáli lóðar. Hús fór 1,34 m út fyrir byggingarreit til norðurs en 2,3 m til vesturs. Fermetrar utan byggingareits voru 27,9 m2.

Bókaði nefndin á 22. fundi sínum að umrædd frávik frá gildandi deiliskipulagi væru það mikil, eða tæplega 28 m2, að ekki væri unnt að samþykkja erindið og var því hafnað.



Með erindi dags. 28. september sl. voru lagðir fram breyttir uppdrættir þar sem frávik byggingar út fyrir byggingarreit hafa verið minnkuð og er óskað eftir umfjöllun nefndarinnar vegna þess.

Frávikin snúa að hluta hússins sem fer 1,19 x 6,25 eða 7,44 m2 út fyrir byggingarreit.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Gögn vegna deiliskipulagsbreytingar verði lögð fyrir nefndina til umfjöllunar.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62

2308005F

Afgreiðslur byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar.
Lagt framt til kynningar.
  • 11.1 2308026 Lyngmelur 12 - lóðaumsókn.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Gatnagerðargjöld
    Lyngmelur 12

    Lóðarumsækjandinn Reykjaverk ehf, kt. 510518-1280, hefur fengið úthlutað lóðinni Lyngmelur 12. Um er að ræða raðhúsalóð, 544,1 m², landnúmer L232586, F2518028.

    Samkvæmt gildandi reglum sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir þarf umsækjandi greiða gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá sveitarfélagsins til þess að úthlutun öðlist gildi.
    Í samþykktri gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir gatnagerðargjöldum segir í 6. gr. lið 6.1 að greiða skuli 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis.

    Nýtingarhlutfall lóðar er 0,37 og leyfilegt byggingarmagn er 200 m2
    Hlutfallsprósenta er 9,35%
    Byggingarvísitala í ágúst 2023 er kr. 287.265.
    Fermetraverð er kr. 26.859.

    100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 5.371.856.- og greiðist helmingur af því.

    Gjöld:
    Gatnagerðargjöld, fyrri greiðsla kr. 2.685.928.-
  • 11.2 2308025 Lyngmelur 10 - lóðaumsókn.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Gatnagerðargjöld
    Lyngmelur 10

    Lóðarumsækjandinn Reykjaverk ehf, kt. 510518-1280, hefur fengið úthlutað lóðinni Lyngmelur 10. Um er að ræða raðhúsalóð, 529,4 m², landnúmer L232584, F2518026.

    Samkvæmt gildandi reglum sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir þarf umsækjandi greiða gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá sveitarfélagsins til þess að úthlutun öðlist gildi. Í samþykktri gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir gatnagerðargjöldum segir í 6. gr. lið 6.1 að greiða skuli 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis.

    Nýtingarhlutfall lóðar er 0,38 og leyfilegt byggingarmagn er 200 m2
    Hlutfallsprósenta er 9,35%
    Byggingarvísitala í ágúst 2023 er kr. 287.265.
    Fermetraverð er kr. 26.859.

    100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 5.371.856.- og greiðist helmingur af því.

    Gjöld:

    Gatnagerðargjöld, fyrri greiðsla kr. 2.685.928.-
  • 11.3 2308024 Lyngmelur 5 - lóðaumsókn.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Gatnagerðargjöld
    Lyngmelur 5

    Lóðarumsækjandinn Karl Bernburg, kt. 300690-2549, hefur fengið úthlutað lóðinni Lyngmelur 5. Um er að ræða einbýlishúsalóð, 1185,2 m², landnúmer L232579, F2518021.

    Samkvæmt gildandi reglum sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir þarf umsækjandi greiða gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá sveitarfélagsins til þess að úthlutun öðlist gildi.
    Í samþykktri gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir gatnagerðargjöldum segir í 6. gr. lið 6.1 að greiða skuli 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis.

    Nýtingarhlutfall lóðar er 0,30 og leyfilegt byggingarmagn er 350 m2
    Hlutfallsprósenta er 11,55%
    Byggingarvísitala í ágúst 2023 er kr. 287.265.
    Fermetraverð er kr. 33.179.

    100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 11.612.688.- og greiðist helmingur af því.

    Gjöld:

    Gatnagerðargjöld, fyrri greiðsla kr. 5.806.344.-
  • 11.4 2308001 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 19 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 11.5 2307033 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kjarrás 12 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 11.6 2305021 Neðstiás 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 11.7 2307021 Skipanes 1 - Umsókn um byggingarheimild
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Byggingarheimildargjöld.
    Guðfinna Indriðadóttir, kt. 031166-3149 sækir um byggingarheimild fyrir 38,3m2 eldra hús flutt frá Herdísarholti til Skipaness 1, mhl. 01. Um er að ræða íbúðarhús á einni hæð auk svefnlofts, Skipanes 1, L231111, F2513082.

    Gjöld:
    Byggingarleyfisgjald sbr. gjaldskrá fyrir afgreiðslu umsókna í umfangsflokki 2,eldra hús flutt á milli lóða 15-150 m2, kr. 239.250.

    Heildargjöld samtals kr. 239.250.

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt.


    Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

    Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 11.8 2302007 Austurás 7 - Umsókn um byggingarheimild umff.1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Byggingarheimildargjöld
    Ívar Harðarson, kt.170162-3909 sækir um byggingarheimild fyrir 95,2 m2 nýbyggingu, mhl. 01.
    Um er að ræða sumarhús/frístundahús, Austurás 7, L177911, F2333841.Húsnæðið verður nýtt sem frístundahús.

    Gjöld:
    Byggingarheimildargjald sbr. gjaldskrá mannvirkjagerðar í umfangsflokki 1, kr. 282.750.

    Heildargjöld samtals kr. 282.750.

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt.

    Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

    Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 11.9 2306002 Áshamar II - Umsókn um byggingarleyfi,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Byggingarleyfisgjöld
    Arnar Þór Erlingsson, kt. 210777-4159 sækir um byggingarleyfi fyrir 210 m2 nýbyggingu,mhl.01. Um er að ræða íbúðarhús á tveimur hæðum, Áshamar II, L233965, F2521987.
    Húsnæðið verður nýtt sem íbúðarhús.

    Gjöld:
    Byggingarleyfisgjald sbr. gjaldskrá fyrir afgreiðslu umsókna í umfangsflokki 2, íbúðarhús-einbýlishús kr. 337.125.

    Heildargjöld samtals kr. 337.125.

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt.


    Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

    Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 11.10 2207025 Ásvellir 1 - Byggingarleyfi fjölbýlishús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 11.11 2303037 Birkihlíð 21 - Umsókn um byggingarheimild
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62 Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Ása vék af fundi eftir mál nr. 9.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Efni síðunnar