Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

21. fundur 21. júní 2023 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Kiðafellsnáma, umsögn um efnistöku.

2305058

Lex lögmannsstofa, f.h. Björgunar, hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu vegna Kiðafellsnámu skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn sveitarfélagsins.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun.
Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þarf að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi. Þá er einnig meðfylgjandi uppdráttur og yfirlitsmynd af efnistökusvæðinu. Frekari gögn varðandi leyfi Orkustofnunar og matsskýrslu Björgunar og álit Skipulagsstofnunar frá árinu 2009 er að finna á heimasíðum viðkomandi stofnana.
Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 29. júní 2023.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar bendir á að áætluð áform um efnistökumagn úr Kiðafellsnámu eru upp á allt að 5 milljón rúmmetra, í stað 1,6 milljón rúmmetra sem núgildlandi leyfi er fyrir. Í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 er miðað við að efnistaka þar sem áætlað er að raska 25 ha svæði eða stærra eða efnismagn er 500.000 rúmmetrar eða meira, skuli ávallt háð umhverfismati.
Í tilkynningunni kemur fram að í matsskýrslu Björgunar frá 2009 segir m.a. að botndýralíf sé fábreytt á svæðinu og að um algengar tegundir lífvera sé að ræða. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um þennan þátt og hvaða rannsóknir liggi til grundvallar um líffræði og lífríki á sjávarbotninum á þessu svæði, enda ljóst að efnistakan hefur neikvæð og óafturkræf áhrif á botndýralíf á efnistökusvæðunum.
Einnig bendir Hvalfjarðarsveit á að fjörur utarlega í Hvalfirði hafa tekið breytingum undanfarin ár og áratugi og minna um fínefni en áður, hverju svo sem um er að kenna.
Gildistími leyfisins er til 14. janúar 2051 og óskar Hvalfjarðarsveit eftir ástæðum og rökstuðningi fyrir því hvers vegna gildistíminn er svo langur sem raun ber vitni.
Að öðru leiti gerir USNL-nefnd Hvalfjarðarsveitar ekki athugasemd við tilkynninguna og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

2.Ágangur búfjár - minnisblað.

2302008

Erindi frá forsvarsfólki umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár.
Athugasemdir við minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um réttarstöðu sveitarfélaga vegna ágangs búfjár lagt fram.

3.Hólabrúarnáma, efnistaka - umsögn um fyrirhugaða stækkun efnistökusvæðis - Steypustöðin-námur ehf.

2306013

Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu vegna stækkunar á efnistökusvæði í Hólabrú í Hvalfjarðarsveit.

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar um fyrirhugaða stækkun á efnistökusvæðinu, í samræmi við 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Hvalfjarðarsveit telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Hvalfjarðarsveit telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði sveitarfélagsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd bendir á að til umsagnar hjá sveitarfélaginu er einnig annað efnistökusvæði til umsagnar (E17 í landi Kúludalsár), en aðeins þunnt haft og landamerkjagirðing skilur efnistökusvæðin að. Ekki hefur farið fram umhverfismat fyrir það svæði vegna stærðar þess. Það er hins vegar mat Hvalfjarðarsveitar að erfitt sé að aðskilja þessi svæði og áhrifasvæði þeirra og beinir því til Skipulagsstofnunar hvort ekki sé eðlilegra að fjalla um efnistökusvæðin í sameiginlegri tilkynningu og meta þar með heildaráhrifin (samlegðaráhrif), frekar en að búta svæðið niður.

Árið 2009 var unnið umhverfismat fyrir Hólabrúarnámuna og þá kom fram að Skipulagsstofnun teldi ekki þörf á sérstöku deiliskipulagi fyrir námuna að því undanskildu að unnin yrði efnistökuáætlun í samræmi við aðalskipulag, sem m.a. greini frá því hvernig frágangi er háttað. Hvalfjarðarsveit óskar eftir áliti Skipulagsstofnunar nú, þar sem fyrirhugað er að stækka núverandi efnistökusvæði og einnig efnistökusvæðið til austurs í landi Kúludalsár, hvort þessar nýju forsendur kalli á deiliskipulag fyrir efnistökusvæðin.

Í framkvæmdalýsingu er talað um færslu á rafstreng, vegna stækkunarinnar. Ekki er minnst á göngu- og reiðleið sem merkt er inn á aðalskipulagsuppdrátt en ekki verður betur séð en að hann verði fyrir áhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Óskar Hvalfjarðarsveit eftir umfjöllun um þennan þátt.

Í kafla 2 er einnig fjallað um umferð við námuna, að hún muni ekki aukast og að ekki verði gerð breyting á aðkeyrslu inn og út af námusvæðinu. Hvalfjarðarsveit bendir á að innkeyrslan inn á svæðið er í blindbeygju og hættulegar aðstæður geta skapast (og hafa skapast) við akstur í og úr námunni, þar sem stórir bílar eru jafnvel að hluta inni á þjóðveginum, þegar beygt er inn á námusvæðið. Það ætti að skoða það að færa hliðið í námunni innar, til að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Einnig hafa skapast aðstæður þar sem grjót og möl hefur dregist inn á þjóðveginn við námuna.

Í kafla 3.2 er fjallað um áhrifasvæði og því haldið fram að engin sjónræn áhrif hljótist af viðbótinni frá veginum séð. Ekki er fjallað um sjónræn áhrif efnistökunnar annars staðar en frá veginum en þess má geta að náman sést víða að og sjónræn áhrif hennar talsverð t.d. sunnan Hvalfjarðar og með þessari viðbót má gera ráð fyrir talsverðum sjónrænum áhrifum til viðbótar þar sem stækkunin er til norðurs upp í áttina að Akrafjalli. Hvalfjarðarsveit telur nauðsynlegt að gera betur grein fyrir sjónrænum áhrifum efnistökunnar víðar en frá þjóðveginum alveg við námuna.

Í tilkynningunni kemur fram að núverandi námusvæði er nánast fullnýtt. Í matsskýrslu fyrir Hólabrú frá árinu 2009 kemur fram að áform framkvæmdaraðila eru þau að ganga frá svæðinu í áföngum eftir því sem efnistökunni vindur fram. Hvalfjarðarsveit óskar eftir upplýsingum um frágang á námusvæðinu í samræmi við það sem kemur fram í matsskýrslunni.

Ekki er rætt um hljóðvist í tilkynningunni, en Hvalfjarðarsveit bendir á að töluverður hávaði berst frá stórvirkum vinnuvélum og malarbrjótum á svæðinu.

Efnistökusvæðið E13 í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar heitir Innri-Hólmur sem er þá nokkuð villandi nafn, þar sem stækkunin er úr öðru landi. Leyfilegt magn skv. aðalskipulagi er 1.200.000 rúmmetrar og 26 ha. Það má því ljóst vera að umrædd framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Það er hins vegar stefna sveitarfélagsins að takmarka efnistöku við núverandi staði og forðast efnistöku á svæðum sem hafa sérstakt verndargildi. Það má því segja að stækkun á núverandi námum sé í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

Við þetta má bæta að öll efnistökusvæði skulu hafa framkvæmdaleyfi og eftir atvikum gilt deiliskipulag.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

4.Hólabrúarnáma, efnistaka - umsögn um fyrirhugaða stækkun efnistökusvæðis - Borgarverk ehf.

2305047

Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu um fyrirhugaða stækkun á efnistökusvæðis Hólabrúarnámu landi Kúludalsár í Hvalfjarðarsveit.

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar um fyrirhugaða stækkun á efnistökusvæðinu, í samræmi við 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Hvalfjarðarsveit telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði sveitarfélagið telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði sveitarfélagsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd bendir á að til umsagnar hjá sveitarfélaginu er einnig annað efnistökusvæði til umsagnar (E13 í landi Kirkjubóls), en aðeins þunnt haft og landamerkjagirðing skilur efnistökusvæðin að. Það er mat Hvalfjarðarsveitar að erfitt sé að aðskilja þessi svæði og áhrifasvæði þeirra og beinir því til Skipulagsstofnunar hvort ekki sé eðlilegra að fjalla um efnistökusvæðin í sameiginlegri tilkynningu og meta þar með heildaráhrifin (samlegðaráhrif), frekar en að búta svæðið niður.

Vegna sama áhrifasvæðis vísar Hvalfjarðarsveit í umsögn sína um fyrirhugaða stækkun efnistökusvæðis í Hólabrú í landi Kirkjubóls.

Efnistökusvæðið E17 í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar heitir Kúludalsá. Leyfilegt magn skv. aðalskipulagi er 50.000 rúmmetrar og 3 ha. Það má því ljóst vera að umrædd framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Það er hins vegar stefna sveitarfélagsins að takmarka efnistöku við núverandi staði og forðast efnistöku á svæðum sem hafa sérstakt verndargildi. Það má því segja að stækkun á núverandi námum sé í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

Við þetta má bæta að öll efnistökusvæði skulu hafa framkvæmdaleyfi og eftir atvikum gilt deiliskipulag.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.Áætlun um refaveiðar 2023-2025 - samningur.

2306033

Erindi frá Umhverfisstofnun er varðar samning milli aðila um refaveiðar vegna endurgreiðslna ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga, sbr. 10. og 11. gr. reglugerðar um refa- og minkaveiðar nr. 437/1995, sbr. 4. mgr. 12. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, fyrir árin 2023-2025. Einnig fylgir áætlun Umhverfisstofnunar um refaveiðar fyrir árin 2023-2025.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við samninginn og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfulltrúi vék af fundi.

6.Álfholtsskógur - vegur um skógræktarsvæðið.

2306019

Erindi frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps og Hvalfjarðarsveit er varðar viðhald vegar um skógræktarsvæðið í Álfholtsskógi.
Erindið varðar að sækja um styrk í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar til viðhalds vegar í gegnum Álfholtsskóg.
Umsækjandi skal vera veghaldari og skulu vegir sem njóta styrkja vera opnir allri almennri umferð en umræddur vegur er í senn aðkomuvegur að skógræktinni í Álfholtsskógi en um leið göngu- og reiðleið skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Umsóknarfrestur fyrir árið 2023 var til 17. mars sl. og því er gert ráð fyrir að sækja um styrk fyrir árið 2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að sveitarfélagið í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, sæki um styrk í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar en skv. vegalögum nr. 80/2007, þá falla vegir innan skógræktarsvæða undir styrkhæfar framkvæmdir skv. h-lið í reglum nr. 1155/2011.


7.Skipanes 1 - breyting á landnotkun.

2306029

Erindi frá Stefáni G. Ármannssyni og Guðfinnu Indriðadóttur fyrir hönd landeigenda.
Óskað er eftir að lóðinni Skipanes 1, sem skráð er íbúðarhúsalóð í fasteignaskrá verði breytt í sumarhúsalóð.
Stærð lóðarinnar er innan þeirra marka sem skilgreint er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, en þar segir að lóðir skuli vera á bilinu 0,5-2,0 ha.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

8.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.

2102151

Lagt fram minnisblað Eflu eftir fund með umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd þann 01.06.2023.
Lagt fram minnislbað Eflu.
Ákveðið að fela formanni USNL-nefndar og skipulagsfulltrúa að funda með Eflu og ræða framhald skipulagsvinnu vegna Melahverfis.

9.Nes, stofnun tveggja frístundalóða - Nes 1 og Nes 2.

2306030

Erindi frá Valz ehf.
Ósk um stofnun tveggja frístundalóða, Nes 1, stærð 1.675 m2 og Nes 2, stærð 1795 m2.
Upprunaland lóðanna er Nes, landeignanúmer 190661, stærð 95 ha.
Með erindinu fylgdu hnitsettir lóðaruppdrættir frá teiknistofu KRark, þar sem kemur fram kvöð um umferð með vegtengingu við þjóðveg/Svínadalsveg.
Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar dags. 02.06.2023, fyrir tengingu við Svínadalsveg nr. 502-02.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fá umsögn Landsnets vegna helgunarsvæðis háspennulínunnar sbr. bls. 50 í greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, en þar kemur fram helgunarsvæði háspennulína skv. staðli ÍST EN 50341-3-12:2001.
Erindinu frestað.

10.Hafnarland - Lísuborgir - deiliskipulag.

2110020

Lagt fram breytt deiliskipulag fyrir frístundasvæðið Hafnarland-Lísuborgir.
Í breytingunum felst m.a. að búið er að uppfæra uppdrátt og greinargerð miðað við 100 m helgunarsvæði frá þjóðvegi 1.
Skipulagsfulltrúi sagði frá vettvangsferð um svæðið sem farin var ásamt fulltrúa landeiganda þann 14.06.2023.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar