Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

19. fundur 03. maí 2023 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Brekka III, L 2279420 - umsögn um stofnun lögbýlis.

2304023

Erindi dags. 12.04.2023 frá Guðmundi Ágústi Gunnarssyni.
Óskað er eftir umsögn um stofnun og skráningu lögbýlis á jörðinni Brekku III, landeignanúmer 2279420.
Á jörðinni er m.a. fyrirhuguð skógrækt og smíði/viðgerðavinna.
Skv. vef Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar er jörðin skráð 34 ha að stærð.
Skipulagsfulltrúi óskaði þann 14.04.2023 eftir umsögn ráðunauts hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands vegna erindisins.
Svarbréf barst frá héraðsráðunaut Búnaðarsamtakanna þann 17.04.2023 en skv. bréfinu sjá Búnaðarsamtökin enga annmarka á að skráð verði lögbýli á Brekku III.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Brekku III, landeignanúmer L2279420 sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun og skráningu lögbýlis.

2.Belgsholt - stofnun lóðar - Skógarás 2.

2304020

Erindi frá Haraldi Magnússyni, Belgsholti f.h. Belgsholts ehf.
Ósk um stofnun lóðarinnar Skógaráss nr. 2 úr landi Skógaráss, landeignanúmer 221002, sem er 16,2 ha að stærð.
Skógarás er úr landi Belgsholts landeignanúmer 133734.
Um er að ræða 2,4 ha lóð skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins sem unnið var af Ólafi K. Guðmundssyni árið 2009.
Ekki liggur fyrir hnitsetning lóðarinnar skv. deiliskipulaginu.
Þegar er skráð lóðin Skógarás nr. 1, landeignanúmer 219326 skv. landeignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið með þeim áskilnaði að gengið verði frá hnitsettum lóðauppdrætti með kvöð um aðgengi að neysluvatni.

3.Umferðarskilti.

2304022

Erindi dags. 12.04.2023 frá Axel Helgasyni, Þórisstöðum, um umferðarmál.
Fram kemur í erindinu að á veginum að Heiðarskóla séu tvö skilti sem sýni annars vegar 50 km/klst og hinsvegar 90 km/klst. Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar sem vísað er til í erindinu, vantar 70 km/klst skilti á milli 50 km/klst og 90 km/klst. Skv. erindinu er talið að á þessu svæði ætti ekki að heimila 90 km/klst hraða m.a. af þeirri ástæðu að þarna stöðvar skólabíll til að hleypa börnum út og að bílar fara þarna fram hjá skólabílnum þegar hann stöðvar. Er því beint til nefndarinnar að skoða hvort ekki sé tilefni til að lækka hámarkshraða á þessum stað.
Einnig er í erindinu bent á að 90 km/klst skilti á Bugðumel við Melahverfi sé einungis í um 130 metra fjarlægð frá gatnamótum við vesturlandsveg, og því velt upp hver tilgangur þessa skiltis sé, hvort 70 km/klst skiltið innar í Bugðumel mætti vera nær gatnamótum og 90 km/klst skiltið einnig.
Með erindinu fylgdu tölvupóstsamskipti við Vegagerðina vegna málsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd þakkar fyrir ábendinguna og er skipulagsfulltrúa falið að senda Vegagerðinni upplýsingar vegna málsins með ósk um endurskoðun á staðsetningu umræddra skilta með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum, en umrædd skilti eru í umsjá Vegagerðarinnar. Einnig að óska eftir endurskoðun á hámarkshraða á Heiðarskólavegi.

4.Litla Botnsland, L. 133297, L 224378, L 224379, ósk um samruna lóða.

2304019

Erindi dags. 20.03.2023 frá Helgu Viðarsdóttur.
Ósk um samruna þriggja lóða og breytt heiti lóða.
Um er að ræða eftirtaldar lóðir:

Litla Botnsland, landeignanúmer 133297. Stærð 13.428 m2.
Litla Botnsland 4, landeignanúmer 224378. Stærð 29.600 m2.
Litla Botnsland 5, landeignanúmer 224379. Stærð 700 m2.
Samtals um 43.728 m2 að stærð.
Fyrir liggja hnitsettir uppdrættir af hverri lóð.

Óskað er eftir að heiti nýrrar sameinaðar lóðar verði Helguland.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir samruna lóðanna með fyrirvara um að senda þarf sveitarfélaginu hnitsettan lóðauppdrátt af nýrri sameinaðri lóð með hliðsjón af ákvæði c liðar 1. málsgreinar 14. greinar laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir einnig nafn nýju lóðarinnar, sem verður Helguland.

5.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Vegna breyttrar úrgangshirðu í Hvalfjarðarsveit og innleiðingar á hringrásarhagkerfinu, er gjaldskrá fyrir úrgangshirðu og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit í endurskoðun.
Umhverfisfulltrúi lagði fram og kynnti drög að nýrri gjaldskrá.
Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir úrgangshirðu og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfisfulltrúa falið að vinna úr ábendingum og athugasemdum nefndarfólks og leggja drögin aftur fram á næsta fundi nefndarinnar.

6.Ölver-Narfastaðir - deiliskipulag- fyrirspurn.

2304025

Erindi dags.30.03.2023 frá Gunnari Vali Gíslasyni.
Fyrirspurn um skipulagsmál í landi Ölvers og Narfastaða.
Ósk um stofnun nýrrar lóðar, stækkun byggingarreita ofl.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnðarnefnd gerir ekki athugasemd við að landeigandi láti vinna skipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar stækkunar byggingarreita að 10 m frá lóðarmörkum, og vegna fyrirhugaðrar stofnunar nýrrar lóðar, í samræmi við ákvæði aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, til frekari umfjöllunar í skipulagsnefnd, en hinsvegar telur nefndin sér ekki fært um að heimila byggingu húss útfyrir byggingarreit eða nær lóðarmörkum en 10 m, með hliðsjón af ákvæðum greinar 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 en þar segir að óheimilt sé í frístundabyggðum að byggja nær lóðarmörkum en 10 m.

7.Úrgangsmál - sorpílát.

2304040

Erindi frá Húsfélaginu Krossvöllum 2.
Íbúar fjölbýlishússins að Krossvöllum 2, Hvalfjarðarsveit skora á Hvalfjarðarsveit að huga betur að sorphirðumálum í þéttbýliskjarnanum í Krosslandi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar þakkar erindið og vill koma eftirfarandi á framfæri:
Sorphirða í Krosslandi og í Melahverfi er tíðari en annars staðar í Hvalfjarðarsveit og eru endurvinnsluefni (plast og pappírsefni) sótt á þriggja vikna fresti, sem er helmingi örari tíðni en annars staðar í sveitarfélaginu. Engu að síður er ljóst að úrgangslítrar við Krossvelli 2 eru færri en við sérbýli í Hvalfjarðarsveit og er umhverfisfulltrúa, í samstarfi við sveitarstjóra og skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar falið að skoða það sérstaklega og útfæra í drögum að gjaldskrá í samræmi við breytt lagaumhverfi og BÞHE (Borgað þegar hent er) kerfi sem Hvalfjarðarsveit hefur verið þátttakandi í. Sé þörf á, verði einnig leitað til Húsnæðis og mannirkjastofnunar varðandi útfærsluna. Umhverfisfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að ræða við bréfritara.
Þá er umhverfisfulltrúa, í samstarfi við skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, jafnframt falið að kanna mögulega staðsetningu á grenndarstöð fyrir úrgangsefnin gler, málma og textíl í eða í nágrenni við Krossland. Gert sé ráð fyrir slíkri stöð í fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2024.
Afgreiðslunni er vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

8.Samþykkt um stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

2303011

Samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupsstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps þarf að kynna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
USNL-nefnd samþykkir að kynna samþykktina á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

9.15. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

2304054

Lögð fram fundargerð 15. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Fundargerðin framlögð.

10.Stóra-Aðalskarð - Nafnabreyting-Byrgislækur, L 205665.

2305001

Erindi dags. 28.04.2023 frá Sigurði Arnari Sigurðssyni f.h. Draumhesta slf.
Ósk um nafnabreytingu.
Um er að ræða landið Stóra-Aðalskarð, landeignanúmer 205665, óskað er eftir að hið nýja nafn verði Byrgislækur sem dregur nafn sitt af örnefnum á landinu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að óska álits Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, varðandi hið nýja nafn landeignarinnar.
Afgreiðslu málsins frestað þar til niðurstaða Árnastofnunar liggur fyrir.

11.Móar vélageymsla - Umsókn um byggingarheimild

2303015

Erindi frá byggingarfulltrúa.
Sótt er um heimild fyrir 62 m2 skemmu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarheimild.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfulltrúi, sat fundinn undir málum nr. 5, 7, 8 og 9.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar